Flra slands og grur Fjarlg km til nstu

  • Slides: 62
Download presentation
Flóra Íslands og gróður

Flóra Íslands og gróður

Fjarlægð (km) til næstu nágrannalanda 290 970 810

Fjarlægð (km) til næstu nágrannalanda 290 970 810

Flóra Íslands ljónslappi, Alchemilla alpina

Flóra Íslands ljónslappi, Alchemilla alpina

flóran. . . . • ~ 440 tegundir blómplantna – 2/3 rauntvíkímblöðungar – 1/3

flóran. . . . • ~ 440 tegundir blómplantna – 2/3 rauntvíkímblöðungar – 1/3 einkímblöðungar • 1 barrtré (einir, Juniperus communis) • ~ 40 tegundir byrkninga • ~ 600 tegundir mosa • engar einlendar tegundir

Alchemilla faröensis: geldæxlandi tegund á Færeyjum og á Austurlandi kort frá Hultén & Friijs

Alchemilla faröensis: geldæxlandi tegund á Færeyjum og á Austurlandi kort frá Hultén & Friijs 1986

Holtasóley (Dryas octopetala), þjóðarblóm Íslendinga sirkumpólar og til fjalla sunnar

Holtasóley (Dryas octopetala), þjóðarblóm Íslendinga sirkumpólar og til fjalla sunnar

Blæösp (Populus tremula): sirkumpólar en vantar á Grænlandi

Blæösp (Populus tremula): sirkumpólar en vantar á Grænlandi

Kornsúra (Bistorta vivipara): mjög útbreidd en vantar í austurhluta N Ameríku map from Hultén

Kornsúra (Bistorta vivipara): mjög útbreidd en vantar í austurhluta N Ameríku map from Hultén & Friijs 1986

Eyrarrós (Epilobium latifolium): vestræn

Eyrarrós (Epilobium latifolium): vestræn

Klettafrú (Saxifraga cotyledon): austræn

Klettafrú (Saxifraga cotyledon): austræn

Haugarfi Stellaria media tegund sem hvarvetna fylgir í fótspor mannsins

Haugarfi Stellaria media tegund sem hvarvetna fylgir í fótspor mannsins

Aðeins 8 tegundir blómplantna teljast vestrænar, þ. e. eru á meginlandi Ameríku með austurmörk

Aðeins 8 tegundir blómplantna teljast vestrænar, þ. e. eru á meginlandi Ameríku með austurmörk við Ísland eða í V-Skandinavíu. Meðal þeirra eru: gulstör (Carex lyngbyei, efst t. v. ), grávíðir (Salix arctica í miðju að ofan) friggjargras (Platanthera hyperborea, að ofan t. h. og eyrarrós (Epilobium latifolium, t. v. )

Stærstu ættir blómplantna á Íslandi • • • Grasaætt (Poaceae) Staraætt (Cyperaceae) Körfublómaætt (Asteraceae)

Stærstu ættir blómplantna á Íslandi • • • Grasaætt (Poaceae) Staraætt (Cyperaceae) Körfublómaætt (Asteraceae) Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae) Rósaætt (Rosaceae) • Fremur fáar tegundir af ertublómaætt og krossblómaætt, 1 eða engin af liljuætt (eftir því hvernig sýkigras er flokkað).

Íslenska flóran er langskyldust flórunni í Vestur-Noregi • ~ 97% háplöntutegunda finnast í Noregi

Íslenska flóran er langskyldust flórunni í Vestur-Noregi • ~ 97% háplöntutegunda finnast í Noregi • ~ 87% á Skotlandi • ~ 60 % á Grænlandi, næsta nágranna Íslands

Útbreiðsla • Um 1/3 eru arktísk/alpínar plöntur: meginútbreiðsla á arktískum svæðum • Um ½:

Útbreiðsla • Um 1/3 eru arktísk/alpínar plöntur: meginútbreiðsla á arktískum svæðum • Um ½: boreal tegundir: meginútbreiðslu í barrskógabelti. • Ríflega helmingur flórunnar eru tegundir sem eru algengar um allt land.

Tæplega helmingur eru tegundir með meira eða minna afmarkaða útbreiðslu • Loftslag – láglendi

Tæplega helmingur eru tegundir með meira eða minna afmarkaða útbreiðslu • Loftslag – láglendi • mjaðjurt, umfeðmingur – hálendi og fjöll • fjallafræhyrna, jöklasóley, snænarvagras – landrænt eða meginlandskennt loftslag • finnungsstör, fjallalójurt, snækobbi – mildustu sveitir landsins • blákolla, stúfa – snjóþyngstu sveitir • bláklukkulyng, skollaber, ýmsir burknar

Tæplega helmingur flórunnar eru tegundir með meira eða minna afmarkaða útbreiðslu • Loftslag •

Tæplega helmingur flórunnar eru tegundir með meira eða minna afmarkaða útbreiðslu • Loftslag • Sérstök vaxtarskilyrði – jarðhiti • naðurtunga, laugabrúða – snjódældir • fjallasmári, grámulla

Tæplega helmingur flórunnar eru tegundir með meira eða minna afmarkaða útbreiðslu • Loftslag •

Tæplega helmingur flórunnar eru tegundir með meira eða minna afmarkaða útbreiðslu • Loftslag • Sérstök vaxtarskilyrði • Takmörkuð útbreiðsla – aðeins á Austurlandi • bláklukka, gullsteinbrjótur, klettafrú – að miklu bundin við Vestfirði • melasól – aðeins vestast og austast á landinu • bergsteinbrjótur

grasvíðir Salix herbacea fer upp fyrir 1000 m hæð mjög breitt búsvæðaval

grasvíðir Salix herbacea fer upp fyrir 1000 m hæð mjög breitt búsvæðaval

Blálilja Mertensia maritima strandplanta

Blálilja Mertensia maritima strandplanta

Melgresi Leymus arenarius við ströndina og á sandsvæðum inni í landi og á hálendi

Melgresi Leymus arenarius við ströndina og á sandsvæðum inni í landi og á hálendi

Þúsundblaðarós Athyrium distentifolium einkennir snjóþyngstu svæði landsins en er í hraungjótum utan þeirra

Þúsundblaðarós Athyrium distentifolium einkennir snjóþyngstu svæði landsins en er í hraungjótum utan þeirra

Fjallabláklukka Campanula uniflora Há fjöll nærri sjó á Norðurlandi og á Vestfjörðum

Fjallabláklukka Campanula uniflora Há fjöll nærri sjó á Norðurlandi og á Vestfjörðum

Bláklukka Campanula rotundifolia Austurlandstegund

Bláklukka Campanula rotundifolia Austurlandstegund

Ísland byggðist á svipuðum tíma og Nýja Sjáland, síðast af öllum stórum eyjum jarðar

Ísland byggðist á svipuðum tíma og Nýja Sjáland, síðast af öllum stórum eyjum jarðar Búseta á Íslandi á sér aðeins 11 alda sögu

“Í þann tíð var Ísland viði vaxið milli fjalls og fjöru”

“Í þann tíð var Ísland viði vaxið milli fjalls og fjöru”

Gífurlegar breytingar hafa orðið á gróðri á Íslandi frá því um landnám

Gífurlegar breytingar hafa orðið á gróðri á Íslandi frá því um landnám

En hvers vegna hófst gróður- og jarðvegseyðing? • Eldgos og gjóskufall? ? • Kólnandi

En hvers vegna hófst gróður- og jarðvegseyðing? • Eldgos og gjóskufall? ? • Kólnandi loftslag? ? • Bein og óbein áhrif mannsins? ?

Tíð eldgos og meðfylgjandi gjóskufall? • Eldgos ekki tíðari eftir landnám en á árþúsundum

Tíð eldgos og meðfylgjandi gjóskufall? • Eldgos ekki tíðari eftir landnám en á árþúsundum á undan. • Stærstu gjóskuföllum á nútíma virðist hafa fylgt staðbundinn uppblástur en ekkert í líkingu við það sem varð eftir landnám. • Gjóskufall af stærðargráðu stóru Heklugosanna hefur hins vegar ekki orðið eftir landnám. • Skógur eða kjarr í nágrenni allra virkustu eldfjallanna á Suðurlandi: Heklu (Næfurholtskógur, Galtalækjarskógur), Kötlu (í Skaftártungum) og Öræfajökuls (Bæjarstaðaskógur). Eldgos eru ekki ein og sér frumorsök gróðureyðingarinnar

Kólnandi loftslag? • Jöklar mun minni við landnám en nú. • Jöklar aldrei stærri

Kólnandi loftslag? • Jöklar mun minni við landnám en nú. • Jöklar aldrei stærri á nútíma en í lok 19. aldar. • Stækkandi jöklar: – stærri jökulár – meiri framburður, stærri aurar, meira landbrot – stærri jökulhlaup skilja eftir sig meira af silti og sandi sem getur orðið efniviður áfoks.

En. . . . • Rannsóknir í Evrópu benda til að loftslag hafi ekki

En. . . . • Rannsóknir í Evrópu benda til að loftslag hafi ekki farið að kólna að ráði fyrr en á 12. eða 13. öld en • uppblásturs með breytingum á jarðvegi fer að gæta hér á landi talsvert fyrr eða mjög fljótlega eftir landnám. • Upphaf skógaeyðingar og uppblásturs fellur alveg saman við landnám í tíma.

Bein og óbein áhrif búsetu? ? • Stórir stofnar búfjár fljótlega eftir landnám: –

Bein og óbein áhrif búsetu? ? • Stórir stofnar búfjár fljótlega eftir landnám: – stórar hjarðir nautgripa – vaðmál aðalútflutningsvara Íslendinga á fyrstu öldum Íslandsbyggðar – svín og geitur á fyrstu öldum Íslandsbyggðar

Bein og óbein áhrif búsetu? ? • Stórir stofnar búfjár fljótlega eftir landnám •

Bein og óbein áhrif búsetu? ? • Stórir stofnar búfjár fljótlega eftir landnám • Búskaparhættir – – – lítið heyjað, treyst á vetrarbeit í skóg- og kjarrlendi líklega haft mikil áhrif beit kemur í veg fyrir endurnýjun skóga úthagi sleginn þegar hægt var lítið vitað um beitarálag á afrétti landsins á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Þó bendir ýmislegt til þess að miðhálendið hafi mjög lengi verið notað til sumarbeitar sauðfjár. (Því má þó bæta við að ekki er ólíklegt að beitarálag á afrétti hafi orðið mest á seinni helmingi 20. aldar).

Bein og óbein áhrif búsetu? ? • Stórir stofnar búfjár fljótlega eftir landnám: •

Bein og óbein áhrif búsetu? ? • Stórir stofnar búfjár fljótlega eftir landnám: • Búskaparhættir • Skógur og kjarr nýtt til þrautar – húsagerð, eldiviður, rifhrís – kolagerð frek á timbur – skógareldar kvikna við kolagerð

Bein og óbein áhrif búsetu? ? • Stórir stofnar búfénaðar fljótlega eftir landnám: •

Bein og óbein áhrif búsetu? ? • Stórir stofnar búfénaðar fljótlega eftir landnám: • Mjög treyst á vetrarbeit: lítið heyjað • Skógur og kjarr nýtt til þrautar. • Skógar virðast víða ekki hafa komið upp að ráði eftir að þeim hafði verið eytt í fyrsta sinn: þéttbýlar sveitir urðu fljótt skóglausar en skógarleifar sátu eftir á mörkum byggðar og óbyggðar.

Hvernig leit Ísland út fyrir 1. 100 árum?

Hvernig leit Ísland út fyrir 1. 100 árum?

nyrstu annes á Vestfjörðum og á Melrakkaútbreiðslukort birkis (Betula pubescens) sléttu eru ekki utan

nyrstu annes á Vestfjörðum og á Melrakkaútbreiðslukort birkis (Betula pubescens) sléttu eru ekki utan þolmarka frá Herði Kristinssyni, 1999 skógarleifar mjög langt inn með Króksdal Skjálfandafljóts (Smiðjuskógar)

Náttúrlegt birki er ekki skráð í Húnavatnssýslum en í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls

Náttúrlegt birki er ekki skráð í Húnavatnssýslum en í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá því um 1700 eru margar jarðar skráðar með nytjar af kjarri og skógi (Grétar Guðbergsson)

Hversu miklu máli skipti skógaeyðing fyrir uppblástur og jarðvegseyðingu? Skógaeyðing skipti sköpum fyrir upphaf

Hversu miklu máli skipti skógaeyðing fyrir uppblástur og jarðvegseyðingu? Skógaeyðing skipti sköpum fyrir upphaf gróður- og jarðvegseyðingar

Eldgos eru ekki ein og sér frumorsök gróðureyðingarinnar: 1. sérstakir eiginleikar eldfjallajarðvegs 2. Ísland

Eldgos eru ekki ein og sér frumorsök gróðureyðingarinnar: 1. sérstakir eiginleikar eldfjallajarðvegs 2. Ísland er ákaflega vindasamt land 3. Samverkan þessara þátta með beinum og óbeinum áhrifum búsetu.

Gjóskufall hefur miklu afdrifaríkari afleiðingar fyrir skóglaust en skógi/kjarri vaxið land

Gjóskufall hefur miklu afdrifaríkari afleiðingar fyrir skóglaust en skógi/kjarri vaxið land

Skógi eða kjarri vaxið land 30 cm Vaxtarbroddar ríkjandi tegunda standa vel uppúr 30

Skógi eða kjarri vaxið land 30 cm Vaxtarbroddar ríkjandi tegunda standa vel uppúr 30 -50 cm öskufalli. Botngróður drepst en kjarrið ekki. Það heldur að gjóskunni og dregur úr því að hún fjúki og skaði gróður annars staðar. Gróður nær sér aftur.

Bitið land, graslendi eða mói, þar sem plöntur tegundir hafa vaxtarbrodda í sverði, neðanjarðar

Bitið land, graslendi eða mói, þar sem plöntur tegundir hafa vaxtarbrodda í sverði, neðanjarðar eða skammt ofan yfirborðs. Það gildir um allar tegundir íslensku flórunnar að trjám (birki, reynivið og blæösp) og stærstu víðirunnum undanskildum. 30 cm Vaxtarbroddar kaffærast í 30 cm gjóskulagi. Allur gróður drepst. Ekkert hindrar frekara fok á gjóskunni og að auki er allur upphaflegi jarðvegurinn nú opinn fyrir vindrofi. Keðjuverkandi uppblástur getur hafist.

“Högum grandar blásturssandur. . . . ” • Uppblástur hófst fljótlega í kjölfar eyðingar

“Högum grandar blásturssandur. . . . ” • Uppblástur hófst fljótlega í kjölfar eyðingar skóga. Þannig er t. d. talið að holtin umhverfis Reykjavík hafi verið orðin gróðurlitlir melar þegar eftir 1200. • Í annálum er getið um Sandfalls-vetur enn mikla (1105 og 1106) sem líklega tengist gosi í Heklu. • Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (1703) er þess oft getið að landkostum fari hnignandi og uppblástur spillir víða jörðum. • Eitt versta uppblástursskeið Íslandssögunnar geisaði frá síðari hluta 19. aldar og fram á fyrri hluta þeirrar 20. Lá þá nærri að Rangárvallasýsla legðist í eyði.

Stór hluti Íslands er nú eyðimörk, víða með aðeins 1 -5% gróðurþekju.

Stór hluti Íslands er nú eyðimörk, víða með aðeins 1 -5% gróðurþekju.

Stór hluti Íslands er nú eyðimörk, víða með aðeins 1 -5% gróðurþekju. Ástæða er

Stór hluti Íslands er nú eyðimörk, víða með aðeins 1 -5% gróðurþekju. Ástæða er til að ætla að talsverður eða jafnvel stór hluti þessarar eyðimerkur hafi borið samfelldan gróður fyrir 1100 árum síðan.

Einangraðar gróðurtorfur við Rótarmannagil á Biskupstungnaafrétti. Á stærstu torfunum hjara enn leifar þeirra birkiskóga

Einangraðar gróðurtorfur við Rótarmannagil á Biskupstungnaafrétti. Á stærstu torfunum hjara enn leifar þeirra birkiskóga sem áður þöktu allt þetta land.

Gróðurtorfur sýna hvernig áður var umhorfs í landinu. Hjá Íshólsvatni ofan Bárðardals.

Gróðurtorfur sýna hvernig áður var umhorfs í landinu. Hjá Íshólsvatni ofan Bárðardals.

Miðhálendissléttan var mun betur gróin við landnám en nú. Þótt lítið sé vitað um

Miðhálendissléttan var mun betur gróin við landnám en nú. Þótt lítið sé vitað um gróðurmörk á Sprengisandi bendir margt til þess að ekki sé langt síðan samfelldur gróður teygði sig út á auðnirnar austan Þjórsárvera hverfandi rofabarð á auðnum sunnan Þúfuvers

sunnan Leirhafnar, Melrakkasléttu

sunnan Leirhafnar, Melrakkasléttu

Birki og reyniviður hafa helst haldist á stöðum þar sem sauðfé kemst ekki að

Birki og reyniviður hafa helst haldist á stöðum þar sem sauðfé kemst ekki að

Í klettum og gljúfrum. . . . svo sem við Austari Jökulsá (að ofan)

Í klettum og gljúfrum. . . . svo sem við Austari Jökulsá (að ofan) og í Hörgárdal (t. v. , þar sem eitt reyniviðartré sést efst). Um aldamótin 1900 var Eyjafjörður nánast alveg skóglaus sveit þótt heimildir séu um mikla skóga þar á fyrstu öldum Íslandsbyggðar.

Viðey í Þjórsá rétt ofan við Skarðsfjall: birkikjarr hefur haldist á eyjunni vegna þess

Viðey í Þjórsá rétt ofan við Skarðsfjall: birkikjarr hefur haldist á eyjunni vegna þess að hún var óaðgengileg búfé og mönnum.

Blæösp (Populus tremula) fannst fyrst hér á landi um aldamótin 1900 og eru nú

Blæösp (Populus tremula) fannst fyrst hér á landi um aldamótin 1900 og eru nú nokkrir fundarstaðir þekktir við Eyjafjörð og á Austfjörðum, allt mjög litlir stofnar sem, að því er virðist, eru oft aðeins einn genetískur einstaklingur. Lítið er vitað um það hvort blæöspin hafi áður verið útbreiddari hér á landi. Blöðin eru lostæt og villtu stofnarnir oftast jarðlægir vegna beitar. Sé hún friðuð, myndar íslenska blæöspin þó beinstofna tré, sbr. tréð t. h. í Þjóðgarðinum í Skaftafelli.

Mikið beitarálag í langan tíma • Gróðurþekja er ekki samfelld. • Rofbletti eru mjög

Mikið beitarálag í langan tíma • Gróðurþekja er ekki samfelld. • Rofbletti eru mjög víða. • Lostætar tegundir hafa látið undan síga. • Á grónum heiðalöndum er háplöntugróður gisinn en mosar áberandi í sverði.

Fagrahlíð er fjall rétt austur af Langjökli. Austan við það rennur stríð jökulá sem

Fagrahlíð er fjall rétt austur af Langjökli. Austan við það rennur stríð jökulá sem fé kemst ekki yfir eða a. m. k. ekki fyrr en mjög er liðið á sumar Gróður í Fögruhlíð er mjög frábrugðinn gróðri austan árinnar Austan: Vestan: rofnir þúfnakollar, strjáll háplöntugróður og mest lítt lostætar tegundir. ekkert rof, samfelld þekja háplantna, maríustakkur, blágresi (rautt)

friðað land: innan landgræðslugirðingar sunnan Þeistareykja beitt land hinum megin landgræðslugirðingarinnar

friðað land: innan landgræðslugirðingar sunnan Þeistareykja beitt land hinum megin landgræðslugirðingarinnar

Frá Hólmatungum: gulvíðir, loðvíðir, blágresi og brennisóley

Frá Hólmatungum: gulvíðir, loðvíðir, blágresi og brennisóley

Frá Arnarfellsbrekkum undir Hofsjökli

Frá Arnarfellsbrekkum undir Hofsjökli

Votlendi og framræsla • Ísland, líkt og önnur lönd á svipuðum breiddargráðum, er auðugt

Votlendi og framræsla • Ísland, líkt og önnur lönd á svipuðum breiddargráðum, er auðugt af votlendi. • Votlendi, einkum mýrar og flóar, þöktu áður stór svæði. • Íslendingar byrjuðu seint að ræsta fram votlendi, ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöld. Mest var ræst fram milli 1960 og 1980 • Nú hefur stærstur hluti votlendis verið ræstur fram í mörgum sveitum

Votlendi kann að hafa þakið um 20% landsins óraskað votlendi á Lyngdalsheiði

Votlendi kann að hafa þakið um 20% landsins óraskað votlendi á Lyngdalsheiði

Á Suðurlandi milli Ölfuss og Markarfljót þakti votlendi um 1100 km² í byrjun 20.

Á Suðurlandi milli Ölfuss og Markarfljót þakti votlendi um 1100 km² í byrjun 20. aldar. Nú eru um 3% þess eftir óröskuð á 9 litlum blettum.