Tilfinningatjning Lfsleikni Jrfa 2004 2007 Sunn Elfa Pedersen

  • Slides: 25
Download presentation
Tilfinningatjáning -Lífsleikni í Jörfa 2004 -2007 Sæunn Elfa Pedersen

Tilfinningatjáning -Lífsleikni í Jörfa 2004 -2007 Sæunn Elfa Pedersen

Hvers vegna lífsleikni Félagsfærni lykillinn að lífshamingju? n Aðaláherslan oft á að kenna börnum

Hvers vegna lífsleikni Félagsfærni lykillinn að lífshamingju? n Aðaláherslan oft á að kenna börnum að lesa og skrifa sem fyrst. n Félagsfærni þjálfast að mestu leyti á fyrstu æviárunum. n Ekki auðvelt að kenna seinna. n

Markmið þróunarverkefnisins n Að þróa hugmyndir sem stuðla að betri lífsleikni og að þróa

Markmið þróunarverkefnisins n Að þróa hugmyndir sem stuðla að betri lífsleikni og að þróa kennslugögn fyrir lífsleikninám í leikskólanum. Tilgangurinn var að velja námsefni sem hentar best eða samþætta ólíkt námsefni sem er til. Undirmarkmið: • Að kennarar tileinki sér námsefnið, að þeir samþætti efnið í vinnu • sinni og flétti tilfinningatjáningu inn í allt starfið í leikskólanum. Að börnin öðlist betri færni í að skilja og skilgreina eigin tilfinningar, setja orð á þær og verði færari í að setja sig í spor annarra. n • • Að börnin læri að hafa stjórn á reiði sinni og setja skýr mörk. Að stuðla að því að foreldrar verði virkari þátttakendur í

Leiðir að markmiðum n n n Notuð voru hnitmiðuð námsgögn, ætluð til þess að

Leiðir að markmiðum n n n Notuð voru hnitmiðuð námsgögn, ætluð til þess að þjálfa börn í að gera sér grein fyrir eigin tilfinningum sem og annarra. Kenna þeim að leysa úr vanda, umgangast aðra og taka tillit tilfinninga þeirra. Börnin læra að skilja, túlka og setja orð á líðan sína. Einnig var notað forvarnarnámsefni þar sem reiðistjórnun var kennd. Leshringir og námskeið fyrir kennara. Vinnan með tilfinningatjáningu í leikskólanum gerð sýnilegri.

Námsefnið sem við notum n n Committee for children (2002). Stig af stigi (Þórir

Námsefnið sem við notum n n Committee for children (2002). Stig af stigi (Þórir Jónsson þýddi). Akureyri: Reynir-ráðgjafastofa KMM ehf. (Upphaflega gefin út 1988). Lamer, Kari (2002). Du og jeg og vi to: Et rammeprogram for sosial kompetanseutvikling. Oslo: Gyldendal Nors forlag. Tillman, Diane og Hsu, Diana (2005). Lífsmennt: Viðfangsefni í lífsgildum fyrir börn 3 -7 ára (Erla Björk S. Steinarsdóttir þýddi). Reykjavík: PP forlag ehf/Jentas. (Upphaflega gefin út 2000). Webster, H. K og Parker, Lorraine (1993). Taming the dragon. Calgary: Detselig

Námsefnið sem við notum

Námsefnið sem við notum

Stig af stigi er kennsluefni fyrir 4 -10 ára börn. Markmið kennslunnar er: 1.

Stig af stigi er kennsluefni fyrir 4 -10 ára börn. Markmið kennslunnar er: 1. Að þjálfa börn í innlifun, sem þýðir að: • • Viðurkenna tilfinningar annarra Ráða í tilfinningar annarra Setja sig í spor annarra Sýna öðrum tillitsemi. 2. Að minnka líkur á hegðun sem einkennist af skyndilegum hugdettum – skyndihvötum – og hugsunarleysi með því að: • Kenna börnunum að leysa deilur og árekstra á skipulegan hátt • Efla félagsfærni barnanna. 3. Að minnka líkur á því að börnin sýni hvert öðru frekju og yfirgang með því að: • Kenna þeim að þekkja reiðitilfinningar • Nota afslöppunar tækni til að hafa hemil á sjálfum sér.

1. Hluti Innlifun Markmið Gert er ráð fyrir að börnin nái eftirfarandi færni: n

1. Hluti Innlifun Markmið Gert er ráð fyrir að börnin nái eftirfarandi færni: n n n n n Að geta greint og skilið tilfinningar annarra með því að huga að svip, látbragði og aðstæðum. Að skilja að fólk getur borið ólíkar tilfinningar til hins sama. Að gera sér grein fyrir að tilfinningar geta breyst og hvers vegna þær breytast. Að geta sagt fyrir um tilfinningar annarra við skýrt afmarkaðar aðstæður. Að skilja að óskir og þarfir fólks geta verið mismunandi. Að greina á milli ásetningsverknaðar og þess sem gert er óvart. Að nota réttlætishugtakið í gefnum, skýrum aðstæðum. Að gera hvert öðru grein fyrir tilfinningum sínum með , , ég boðum” og vera virkur þegar hlustað er á aðra. Að tjá umhyggju á ýmsan hátt, svo sem með því að hjálpa, faðma og bjóða leikföng.

Kynning á , , Du og jeg og vi to” n n n Kennslugögnin

Kynning á , , Du og jeg og vi to” n n n Kennslugögnin innihalda 25 sögur og unnið er með hverja sögu í 14 daga. Kennsla eftir þessum kennslugögnum æfir börn í því að vera hjálpsöm, hafa sjálfsstjórn og margt fleira. Við kennum börnunum nýja færni og um leið læra þau ný hugtök. Það er lögð mikil áhersla á að börnin leiki sér og leiki aðstæður og læri í gegnum leikinn. Við erum öll misjöfn og höfum mismunandi áhuga og langanir og það er allt í lagi. Lögð er áhersla á að nota ekki , , af hverju” heldur , , Hvað gerðist” og , , hvað getum við gert”.

Þú og ég og við tvö Hugmyndin með Þú og ég og við tvö

Þú og ég og við tvö Hugmyndin með Þú og ég og við tvö er að hver einstaklingur öðlist góða sjálfsmynd (sjálfstraust), þori að hafa skoðanir og tjá þær á jákvæðan hátt, geti staðist hópþrýsting, sett sig í spor annarra út frá mismunandi aðstæðum og geti sýnt vingjarnleika í framkomu og verki. Að börnin öðlist sjálfsstjórn felst meðal annars í því að bíða eftir að röðin komi að þeim, að þora að taka þátt í leik og gleði og hafa/sýna skopskyn.

Meginþættir Þú og ég og við tvö eru: 1. 2. 3. 4. 5. Selvhevdelse

Meginþættir Þú og ég og við tvö eru: 1. 2. 3. 4. 5. Selvhevdelse sem er að vera virkur, geta sýnt frumkvæði, geta tjáð skoðanir sínar og óskir og geta sett mörk. Empati og rolletaking = Samhyggð í orði og verki, geta sett sig í spor annarra. Prososial adferd = Sýna vingjarleika. Selv kontroll = Sjálfsstjórn. Lek, glede og humor = Leikur, gleði og skopskyn.

Jákvæð styrking Með því að vekja athygli barnanna á öllu því sem gert er

Jákvæð styrking Með því að vekja athygli barnanna á öllu því sem gert er jákvætt og gott erum við um leið að kenna þeim hvernig á að hegða sér vel. n Því reynum við að ýta undir jákvæða hegðun en veita neikvæðri hegðun minni athygli. n

Jákvæðatréð Svenni var hjálplegur og þolinmóður að reyna að kenna Valda að hjóla á

Jákvæðatréð Svenni var hjálplegur og þolinmóður að reyna að kenna Valda að hjóla á tvíhjóli í útiveru. Pétur rétti upp hönd í samverustund og beið þar til röðin kom að honum Alda sýndi samúð þegar hún hughreysti Sollu og strauk á henni fótinn eftir að einhver steig á hana. Heiða var flott að koma upp með Halla og syngja hátt og skýrt fyrir alla á deildinni.

Markmið Lífsmenntar n n Að hjálpa einstaklingum að velta fyrir sér ýmsum gildum og

Markmið Lífsmenntar n n Að hjálpa einstaklingum að velta fyrir sér ýmsum gildum og uppgötva hvernig hægt er að nota þau gagnvart sjálfum sér, í samskiptum við aðra, í samfélaginu og öllum heiminum. Að dýpka skilning, áhuga og ábyrgð einstaklingsins þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta hann sjálfan og umhverfi hans. Að hvetja einstaklinginn til að velja sér eigin persónuleg, félagsleg og andleg gildi og finna aðferð til að þroska þau og dýpka. Að hvetja uppalendur og kennara til að líta á menntun sem leið fyrir nemendur til að öðlast lífsfærni. Stuðla þannig að auknum vexti, þroska og færni í að velja sínar eigin leiðir þannig að einstaklingurinn líti á sig sem virtan, virkan og nauðsynlegan þátttakanda í samfélaginu.

Lífsmennt Viðfangsefni í lífsgildum fyrir börn 3 -7 ára Lífsmennt er kennsluefni sem byggt

Lífsmennt Viðfangsefni í lífsgildum fyrir börn 3 -7 ára Lífsmennt er kennsluefni sem byggt er á gildum. Í því felast fjölbreytileg viðfangsefni og hagnýt aðferðafræði fyrir kennara og aðstoðarfólk sem vill hjálpa börnum og ungu fólki að uppgötva og þroska með sér tólf persónuleg og félagsleg lykilgildi: n Frið n Virðingu n Kærleika n Ábyrgð n Hamingju n Samvinnu n Heiðarleika n Auðmýkt n Umburðarlyndi n Einfaldleika n Einingu n Í bókum um Lífsmennt fyrir eldri börn og ungt fólk eru kennslustundir um tólfta gildið, frelsi. Talið er að gildisríkt andrúmsloft eitt og sér skapi frelsis tilfinningu á þessum aldri (3 -7).

Taming The Dragon H. L. Webster og Lorraine Parker. n Hugmyndafræði höfunda byggir á

Taming The Dragon H. L. Webster og Lorraine Parker. n Hugmyndafræði höfunda byggir á því að fólk grípi oft til ofbeldis vegna þess að það hvorki skilji né geti tjáð tilfinningar sínar á viðeigandi hátt. n Hver tilfinning fær ákveðin lit. Þannig að þegar við fjöllum um gleðina sem er gul þá leggjum við áherslu á gula litinn. Svengdin er græn, reiðin er rauð, hræðslan er svört, depurð er blá og einmanaleikinn er grár. n

Taming the dragon

Taming the dragon

Gögnin okkar n n n Við flokkuðum og völdum úr öllum þeim námsgögnum sem

Gögnin okkar n n n Við flokkuðum og völdum úr öllum þeim námsgögnum sem við höfðum kynnt okkur og tókum þá ákvörðun að útbúa aldursskipta námsskrá fyrir Tilfinningatjáningu - Lífsleikni. Við gerð námsskránna völdum við það sem okkur finnst best og mikilvægast að börnin í Jörfa læri miðað við aldur og þroska. Í tilfinningatjáningarkennslunni eru lagðar ólíkar áherslur eftir aldri barnanna og byggt er ofan á það sem áður hefur verið lært.

Námsefni í Jörfa

Námsefni í Jörfa

Nám í Tilfinningatjáningu. Lífsleikni n 2 ja ára: • § 3 ja ára: •

Nám í Tilfinningatjáningu. Lífsleikni n 2 ja ára: • § 3 ja ára: • § Læra að lesa í svipbrigði annarra. Ræða um æskileg og óæskileg viðbrögð við tilfinningum. Læra að það líður ekki öllum eins við sömu aðstæður. 4 ra ára: • § Læra að setja upp ólík svipbrigði. Læra ólík orð yfir tilfinningar. Læra að setja sig í spor annarra og skoða hlutina frá ólíkum sjónarhornum. 5 ára: • Læra stór hugtök eins og kærleikur, umburðalyndi, virðing og ábyrgð. Þau læra um að þeirra gjörðir geta haft áhrif á aðra, gjörðir þeirra og tilfinningar. Allir þurfa að taka ábyrgð, það eru ekki allir eins og það líður ekki öllum eins, ekkert eitt viðhorf er endilega réttara en annað.

Dæmi um námsskrá

Dæmi um námsskrá

Matsaðferðir Foreldrakönnun. n Starfsmannakönnun. n Félagsfærnilisti Kari Lamer. n Símats skráningar. n

Matsaðferðir Foreldrakönnun. n Starfsmannakönnun. n Félagsfærnilisti Kari Lamer. n Símats skráningar. n

Niðurstöður n n n Árangur náðist í átt að flestum markmiðum okkar. Vinna með

Niðurstöður n n n Árangur náðist í átt að flestum markmiðum okkar. Vinna með Tifinningatjáningu-Lífsleikni jókst á öllum svæðum innanhúss. Bestu hlutar ólíks námsefnis voru valdir og úr þeim unnar námsáætlanir fyrir alla aldurshópa. Jákvæð hegðun barnanna jókst yfir veturinn, þau urðu færari í að setja sig í spor annarra og tjáning þeirra á tilfinningum sínum varð litríkari. Það er að segja þau öðluðust meiri orðaforða yfir tilfinningar sínar. Neikvæða hegðunin minnkaði, þó ekki eins mikið og jákvæða hegðunin jókst. Reiðistjórnun barnanna jókst einnig að mati kennara. Ekki tókst þó að sýna fram á aukinn áhuga foreldra. Þátttaka í foreldrakönnun minnkaði töluvert.

Aðferðafræðilegir vankantar. n Auðvitað er um ýmsa aðferðafræðilega vankanta að ræða því öll börn

Aðferðafræðilegir vankantar. n Auðvitað er um ýmsa aðferðafræðilega vankanta að ræða því öll börn eru að þroskast og læra margt á þessum aldri. Það hefði verið best að hafa fleiri mælingar og samanburðarhóp af börnum sem höfðu ekki fengið lífsleiknikennslu. En þær mælingar sem voru notaðar reyndust mjög tímafrekar og það er vandasamt verk að framkvæma gott mat meðfram öllu starfinu án þess að fá utanaðkomandi aðila til að sjá um það.

Lokaskýrslan n Komin út, áhugasamir geta pantað eintak.

Lokaskýrslan n Komin út, áhugasamir geta pantað eintak.