Geislar ljssins eru r rsmum orkueiningum sem kallast

  • Slides: 25
Download presentation
Geislar ljóssins eru úr örsmáum orkueiningum sem kallast ljóseindir eða fótónur. Ljós býr yfir

Geislar ljóssins eru úr örsmáum orkueiningum sem kallast ljóseindir eða fótónur. Ljós býr yfir sérstökum einkennum sem ákvarðast af þeirri orku sem ljóseindirnar búa yfir og þessi einkenni er hægt að rannsaka og hafa vald á. Þegar ljós fellur á einhvern hlut í grennd við þig drekkur hann hluta orkunnar í sig sem breytist þá í varma, en annar hluti orkunnar endurvarpast af hlutnum og hafnar í augunum þínum. Þú sérð umhverfi þitt vegna þess að ljós endurvarpast frá hlutum allt í kringum þig og hafnar á sjónhimnu augna þinna.

Ljósorka Ljós á oft uppruna sinn í frumeindum efnis. Þegar efni drekkur í sig

Ljósorka Ljós á oft uppruna sinn í frumeindum efnis. Þegar efni drekkur í sig ljós koma frumeindirnar oft við sögu. Rafeindir búa yfir ákveðnum orkuskammti, en þær geta líka bætt við sig orku til viðbótar. Síðar geta rafeindirnar látið þessa orku frá sér í örsmáum skammti sem kallast ljóseind. Ljóseindir röntgengeisla eru talsvert orkuríkari en ljóseindir í sýnilegu ljósi og teljast háorkuljóseindir. Hver ljóseind í útvarpsbylgju er orkurýrari en hver ljóseind sýnilegs ljóss og eru því lágorkuljóseindir

Rafsegulbylgjur Ljós og önnur rafsegulgeislun hefur bæði bylgju og eindareiginleika. Orka hverrar ljóseindar er

Rafsegulbylgjur Ljós og önnur rafsegulgeislun hefur bæði bylgju og eindareiginleika. Orka hverrar ljóseindar er því meiri sem tíðni bylgjunnar er hærri. Heildarorkan í geisluninni fer eftir fjölda ljóseindanna og þeirri orku sem hver þeirra býr yfir. Allar rafsegulbylgjur hafa ákveðin sameinkenni. Rafsegulbylgjur þurfa ekki bylgjubera eins og hljóðbylgjur. Hraðinn 300. 000 km/sek í lofttæmi. Allar bylgjur ljóss eru þverbylgjur. Ljóseindir sem hreyfast skapa bæði rafsvið og segulsvið sem standa hornrétt á hreyfistefnu ljóssins.

Rafsegulrófið Rafsegulbylgjum er raðað upp í svokallað rafsegulróf. Hver tegund geislunar í rafsegulrófinu hefur

Rafsegulrófið Rafsegulbylgjum er raðað upp í svokallað rafsegulróf. Hver tegund geislunar í rafsegulrófinu hefur ákveðna tíðni, bylgjulengd og ljóseindaorku. Í rafsegulrófi eru ýmiss konar útvarpsbylgjur, örbylgjur, innrauð geislun, sýnilegt ljós, útfjólublá geislun, röntgengeislun og gammageislun. Í sýnilega hluta rafsegulrófsins er tíðni ljósbylgnanna frá 400 milljörðum og upp í 750 milljarðar herts.

Tvíeðli ljóss Ljósröfun: myndun rafstraums við það að nægilega orkuríkar ljóseindir falla á málmflöt

Tvíeðli ljóss Ljósröfun: myndun rafstraums við það að nægilega orkuríkar ljóseindir falla á málmflöt og hrekja rafeindir út úr málminum. Ljósröfun verður eingöngu skýrð með þeim þætti að ljós sé gert úr ögnum. Engu að síður hegðar ljósið sér að flestu öðru leyti þannig að það verður ekki skýrt öðruvísi en út frá bylgjueiginleikum þess.

Upprifjun úr 5 -1 1. Þær geta borist gegnum tómarúm, þar berast þær með

Upprifjun úr 5 -1 1. Þær geta borist gegnum tómarúm, þar berast þær með 300. 000 km hraða á sekúndu og þær eru þverbylgjur. 2. Sýnilega rófið er aðeins lítill hluti rafsegulrófsins og er sá hluti þess sem nær frá rauðum lit til útfjólublás litar. Ósýnilega rófið er allar aðrar rafsegulbylgjur, það er þ. ær sem mannsaugað greinir ekki. Þar á meðal eru innrauðir geislar, útvarpsbylgjur, útfjólubláir geislar, röntgengeislar og gammageislar. 3. Flesta eiginleika ljóss er unnt að skýra á þeim grunni að um bylgjur sé að ræða, en þó ekki alla. Það á til dæmis við um ljósröfun sem eingöngu verður skýrð á þann hátt að ljósið sé úr ögnum. Þess vegna er talað um tvíeðli ljóss, það hefur bæði eiginleika bylgna og agna.

Ljósgjafar Sólin og aðrir hlutir sem stafa frá sér eigin ljósi eru sagðir lýsandi

Ljósgjafar Sólin og aðrir hlutir sem stafa frá sér eigin ljósi eru sagðir lýsandi Hlutir sem sjást vegna þess að þeir endurkasta ljósgeislum eru sagðir upplýstir.

Myndun ljóss Lýsandi hlutir stafa ýmist frá sér glóðarljósi, flúorljósi eða neonljósi. Flúorljós og

Myndun ljóss Lýsandi hlutir stafa ýmist frá sér glóðarljósi, flúorljósi eða neonljósi. Flúorljós og neonljós myndast við afhleðslu gass. Glóðarljós: Ákveðnir hlutir hitna svo að þeir taka að glóa og gefa frá sér ljós. Flúorljós: Í stað þess að skapa varma eru rafeindirnar látnar dynja á gassameindum sem eru undir litlum þrýstingi í glerpípu. Flúorljós krefst miklu minni raforku en glóðarljós. Neonljós: Líkt og flúorljós myndast neonljós við það að rafmagn fer gegnum pípu sem inniheldur gas undir litlum þrýstingi.

Ljósið sem skín Þegar ljós fellur á efni getur þrennt átt sér stað. Hugsanlegt

Ljósið sem skín Þegar ljós fellur á efni getur þrennt átt sér stað. Hugsanlegt er að efnið drekki ljósið í sig, eða gleypi það. Nær allir hlutir endurkasta hluta þess ljóss sem á þá fellur. Sumir hlutir hleypa ljósi í gegnum sig, eru gagnsæir. Efni sem hleypir ljósi en ekki nákvæmri mynd í gegnum sig er sagt vera hálfgagnsætt. Efni sem hleypir engu ljósi í gegnum sig eru ógagnsæ.

Upprifjun úr 5 -2 1. Lýsandi: lætur frá sér eigið ljós. Upplýstur: endurkastar ljósi.

Upprifjun úr 5 -2 1. Lýsandi: lætur frá sér eigið ljós. Upplýstur: endurkastar ljósi. 2. Hlutur getur gleypt ljósið, endurkastað því eða hleypt því í gegnum sig. 3. Gagnsær hlutur hleypir ljósi greiðlega gegnum sig. Hálfgagnsær hlutur hleypir hluta ljóss í gegnum sig, en smáatriði verða óskýr. Ógagnsær hlutur hleypir engu ljósi gegnum sig.

Speglun Eðli speglunar ræðst af gerð og áferð þess flatar sem ljós fellur á.

Speglun Eðli speglunar ræðst af gerð og áferð þess flatar sem ljós fellur á. Regluleg speglun er þegar ljósgeilslarnir sem endurvarpast dreifast mjög lítið og myndin verður mjög skörp og er nákvæm eftirmynd viðkomandi hlutar. Dreifð speglun þegar ljósið endurvarpast af fleti sem er ekki alveg sléttur og ljósið dreifist í margar áttir.

Speglar Spegill er hver sá hlutur sem hefur nægilega slétt yfirborð til þess að

Speglar Spegill er hver sá hlutur sem hefur nægilega slétt yfirborð til þess að endurvarpa ljósi og skapa skugga. Sléttur spegill: Spegill með fullkomlega sléttu yfirborði. Spegilmyndin verður eins og upprunalega myndin. Kúptur spegill: Spegill sem er með yfirborð sem bungar út og líkist því yfirborði kúlu. Spegilmyndin verður réttstæð og minni en fyrirmyndin. Holspegill: Spegill sem hefur íhvolft yfirborð. Spegilmyndin er á hvolfi og minni en fyrirmyndin.

Upprifjun úr 5 -3 1. Speglun er endurkast ljóss; regluleg speglun og dreifð speglun

Upprifjun úr 5 -3 1. Speglun er endurkast ljóss; regluleg speglun og dreifð speglun 2. Flatir speglar: venjulegir speglar; holspeglar: í vasaljósum, aðalljósum bíla, ljóskösturum og í spegilsjónaukum; kúptir speglar: í verlsunum og sem baksýnis- og hliðarspeglum á bílum.

Ljósbrot verður þegar ljósið fer úr einu efni og yfir í annað og breytir

Ljósbrot verður þegar ljósið fer úr einu efni og yfir í annað og breytir um stefnu. Ljósbrot verður vegna þess að ljósið fer mishratt í mismunandi efnum.

Ljósbrot og aðgreining ljóss Hvítt ljós er samsett úr litunum, rauðu, rauðgulu, grænu, bláu

Ljósbrot og aðgreining ljóss Hvítt ljós er samsett úr litunum, rauðu, rauðgulu, grænu, bláu og fjólubláu ljósi. Ljós af mismunandi tíðni brotnar mismikið. Fjólublátt ljós hefur stystu bylgjulengdina og brotnar mest, rautt ljós er með lengstu bylgjulengdina og brotnar minnst.

Linsur Linsa er gagnsær hlutur sem brýtur ljósgeisla Safnlinsur: Linsur sem eru þykkastar í

Linsur Linsa er gagnsær hlutur sem brýtur ljósgeisla Safnlinsur: Linsur sem eru þykkastar í miðjunni. Ljósgeislar sem fara í gegnum safnlinsur færast nær hver öðrum, þeir verða samleitnir. Dreifilinsur: Linsur sem eru þykkastar til jaðranna. Ljósgeislar sem fara í gegnum dreifilinsur dreifast, þeir verða sundurleitir.

Augað og sjónin Ljós berst inn í augað gegnum op sem kallast ljósop augans.

Augað og sjónin Ljós berst inn í augað gegnum op sem kallast ljósop augans. Litaða svæðið umhverfis augað nefnist lithimna. Glæran eða hornhimnan verkar eins og safngler og brýtur ljósið. Augasteinninn brýtur ljósið frekar og temprar ljósbrotið þannig að myndin sem fellur á sjónuna verður skörp.

Upprifjun 5 -4 1. Ljósbrot stafar af því að ljós fer mishratt gegnum mismunandi

Upprifjun 5 -4 1. Ljósbrot stafar af því að ljós fer mishratt gegnum mismunandi bylgjubera.

2. Safnlinsur eru þykkastar í miðju og brjóta samsíða ljósgeiolsa þannig að þeir færast

2. Safnlinsur eru þykkastar í miðju og brjóta samsíða ljósgeiolsa þannig að þeir færast nær hver öðrum; notaðar í myundavélar, stækkunargler, smásjár og safnlinsa er í auganu. Dreifilinsur eru þykkastar til jaðranna og brjóta samsíða ljósgeisla þannig að þeir dreifast; notaðar til þess að fá fram skarpari myndir.

3. Nærsýni veldur því að fjarlægir hlutir sjást illa vegna þess að augnknötturinn er

3. Nærsýni veldur því að fjarlægir hlutir sjást illa vegna þess að augnknötturinn er of langur; leiðrétt með dreifilinsu. 4. Fjarsýni: veldur því að nálægir hlutir sjást illa vegna þess að augnknötturinn er of stuttur; leiðrétt með safnlinsu.

Upprifjun 5 -5 1. Tíðni þess ljóss sem endurkastast frá hlutnum. 2. Ljóssían hleypir

Upprifjun 5 -5 1. Tíðni þess ljóss sem endurkastast frá hlutnum. 2. Ljóssían hleypir einungis gegnum sig grænum geislum og gleypir hina í sig.

3. Blátt ljós tvístrast meira í lofthjúpnum en aðrir litir ljóssins og þess vegna

3. Blátt ljós tvístrast meira í lofthjúpnum en aðrir litir ljóssins og þess vegna berst það frekar til þín frá himninum en þeir.

Ljósþráðatækni er fólgin í flutningi ljóss langar leiðir eftir löngum, grönnum, sveigjanlegum þráðum úr

Ljósþráðatækni er fólgin í flutningi ljóss langar leiðir eftir löngum, grönnum, sveigjanlegum þráðum úr gleri eða plasti. Í leysigeisla eru allar bylgjur samfasa.

Heilmyndun er tækni sem byggist á því að nota ljós til þess að fá

Heilmyndun er tækni sem byggist á því að nota ljós til þess að fá þrívíða mynd. Sú þrívíða mynd sem fæst með þessari tækni kallast heilmynd eða almynd.

Upprifjun 5 -6 1. Í læknisfræði, útsendingu sjónvarpsefnis og símafjarskiptum 2. Leysigeislar eru samfasa,

Upprifjun 5 -6 1. Í læknisfræði, útsendingu sjónvarpsefnis og símafjarskiptum 2. Leysigeislar eru samfasa, einlitir og afar samþjappaðir og sterkir. 3. Þrívíð mynd gerð með leysitækni.