Jafningjamat Sjlfsmat lkar leiir a sama marki Fann

  • Slides: 18
Download presentation
Jafningjamat – Sjálfsmat -ólíkar leiðir að sama marki Fanný Gunnarsdóttir lífsleiknikennari og starfandi námsráðgjafi

Jafningjamat – Sjálfsmat -ólíkar leiðir að sama marki Fanný Gunnarsdóttir lífsleiknikennari og starfandi námsráðgjafi Álftamýrarskóla

Bakgrunnsupplýsingar • Kenndi líffræði og stærðfræði í unglingadeild Álftamýrarskóla í rúm 20 ár. –

Bakgrunnsupplýsingar • Kenndi líffræði og stærðfræði í unglingadeild Álftamýrarskóla í rúm 20 ár. – Samið námsefni og kennsluleiðbeiningar í líffræði og komið að gerð námskrár í líffræði. • Kennt lífsleikni – “Tilveruna” í 7. til 10. bekk. – Vann að nýlokinni endurskoðun námskrár í lífsleikni í grunn- og framhaldsskólum. – Hélt utan um tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar – Tilveruna ( LQ ) frá 1991. • Starfað sem námsráðgjafi í 6 ár. • Unnið í námsveri skólans.

Jafningjamat - Sjálfsmat • Stefna Menntasviðs Reykjavík hefur verið að auka ábyrgð hvers og

Jafningjamat - Sjálfsmat • Stefna Menntasviðs Reykjavík hefur verið að auka ábyrgð hvers og eins nemanda á námi sínu – tengist hugmyndafræðinni um einstaklingsmiðað nám. Sjá útgefinn matslista frá Menntasviði. • Í drögum að nýrri námskrá í lífsleikni fyrir grunnskóla er sérstakur kafli um námsmat. – Þarf að byggja á fjölbreyttum matsaðferðum. – Með sjálfsmati nemenda getur nemandinn, kennari og foreldrar fylgst með framvindu og námsárangri. – Í tengslum við ýmsa verkefnavinnu geta samnemendur og foreldrar / fjölskylda komið að námsmati.

Grunnskólinn

Grunnskólinn

Framhaldsskólinn

Framhaldsskólinn

Jafningjamat - Sjálfsmat • Kynna vel fyrir nemendum og foreldrum hugmyndafræðina sem liggur að

Jafningjamat - Sjálfsmat • Kynna vel fyrir nemendum og foreldrum hugmyndafræðina sem liggur að baki námsmatinu. – Í útgefnum námsvísum, á heimasíðu skólans, á fundum með foreldrum og í skólanámskrá. – Í upphafi skólaárs / annar þarf að fara vel yfir allt námsmat með nemendum. – Vísa ítrekað í þær reglur sem liggja að baki námsmati, má ekki koma neinum á óvart þegar upp er staðið. – Nemendur og foreldrar verða að skilja að kennari “gefur” ekki nemanda einkunn, hann heldur til haga því sem nemandinn hefur uppskorðið. Þarf að byggja sem minnst á huglægri persónulegri skoðun kennarans. Hér nýtast ýmsir möguleikar Mentors vel.

Jafningjamat – Sjálfsmat -lífsleikni í unglingadeild Álftamýrarskóla • Jafningjamat og sjálfsmat er aðeins hluti

Jafningjamat – Sjálfsmat -lífsleikni í unglingadeild Álftamýrarskóla • Jafningjamat og sjálfsmat er aðeins hluti af námsmatinu - til viðbótar kemur símat kennara. – Alls ekki flókið eða tímafrekt! • Í 8. bekk er byrjað á að kynna hugtökin og þjálfa nemendur í að meta eigin vinnu og vinnu bekkjarfélaga. – Aukið vægi í 9. og 10. bekk. • Byrja á mjög einfaldan hátt og fikra sig síðan áfram og mynda rökrétta samfellu sem byggir á aldri og þroska nemenda. – Merkja við tákn - krossa við fullyrðingar – munnleg / skrifleg rök.

Jafningjamat • Hef undanfarinn áratug unnið með jafningjamat í tengslum við ýmis hópverkefni í

Jafningjamat • Hef undanfarinn áratug unnið með jafningjamat í tengslum við ýmis hópverkefni í lífsleikni. • Hér getur samsetning hópa skipt máli, tengist bekkjaranda og samskiptum nemenda ( dregið í hópa, frjálst val nemenda eða val kennara ). • Það hafa komið upp mál þar sem vinskapur og kyn skiptu máli – hafði áhrif á matið sem á að byggja á hlutlausum grunni en ekki persónulegum tengslum eða “flokkadráttum”. • Þeir sem eru að meta framlag bekkjarfélaga njóta einnig góðs af jafningjamatinu – þannig sjá nemendur á matsblaðinu hvar áherslur liggja og það nýtist þeim í þeirra eigin vinnu.

Sjálfsmat • Tók fyrir um 20 árum upp sjálfsmat sem fastan lið í námsmati

Sjálfsmat • Tók fyrir um 20 árum upp sjálfsmat sem fastan lið í námsmati í líffræði á vorönn í 10. bekk. – – Stór hluti nemenda fór í MH sem þá var hverfisskóli. Minna eftirlit umsjónarkennara með stöðu nemenda í námi. Auknar kröfur um sjálfstæði og ábyrgð í námi. Sjálfsmatið gilti 20% af lokaeinkunn og hver og einn nemandi varð að taka afstöðu til; heimanáms, verkefnaskila, virkni í tímum, ástands vinnubókar, hvort hann hafi aukið færni sína og þekkingu í greininni og verið sáttur við mat kennara á lokaritgerð. – Ræddi einslega við nemendur að loknu sjálfsmati. – Mín reynsla af þessu var góð. Það heyrði til undantekninga ef krakkarnir mátu stöðu sína óeðlilega – frekar var matið of lágt – báru við að annað væri grobb! – Var í fullkomnu samræmi við annað námsmat – athugaði það árlega.

Sjálfsmat • Að geta metið sjálfan sig, stöðu í námi og / eða vinnuframlag,

Sjálfsmat • Að geta metið sjálfan sig, stöðu í námi og / eða vinnuframlag, byggir á góðri sjálfsþekkingu. – Nemendur vinna árlega ýmis verkefni í lífsleikni sem byggja á því að lýsa sjálfum sér – kostum og göllum – veikum hliðum og sterkum. – 10. bekkur vinnur sérstaklega með fjölgreindarkenninguna, nemendur taka sjálfspróf og niðurstöður bekkjar / árgangs settar fram í myndriti. – Í framhaldinu taka margir nemendur áhugasviðspróf Holland – Í leit að starfi. – Fyrir nemenda- og foreldradag í kjölfar miðsvetrarprófa vinna allir nemendur í unglingadeild sérstakt sjálfsmatsverkefni ( mismundandi eftir árgöngum ). Umsjónarkennari / námsráðgjafi nota síðan niðurstöðurnar sem innlegg í samtölum við nemendur og foreldra. – Ýmis sjálfsmatsverkefni hjá námsráðgjafa t. d. Námshringurinn. – Allt þetta byggir á því að þjálfa nemendur í að meta stöðu sína, bera ábyrgð og vinna í sínum málum.

Hugsum áður en við hendum - lífsleikni 9. bekkur -

Hugsum áður en við hendum - lífsleikni 9. bekkur -

Hugsum áður en við hendum - lífsleikni 9. bekkur -

Hugsum áður en við hendum - lífsleikni 9. bekkur -

Kappræður - lífsleikni 10. bekkur -

Kappræður - lífsleikni 10. bekkur -

Mannúðarmál - lífsleikni 10. bekkur -

Mannúðarmál - lífsleikni 10. bekkur -

Hvernig hef ég staðið mig? - sjálfsmat nemanda -

Hvernig hef ég staðið mig? - sjálfsmat nemanda -

Samantekt kennara • Kennari afhendir nemanda blaðið með stigafjölda eftir að hafa fengið í

Samantekt kennara • Kennari afhendir nemanda blaðið með stigafjölda eftir að hafa fengið í hendur sjálfsmat nemandans. • Síðan klárað að fylla út heildarstigafjölda og skrá einkunn, stigagjöf A til D.

Til umhugsunar! • Það er áhugavert og nauðsynlegt að skoða sjálfsmat nemenda eftir kynjum.

Til umhugsunar! • Það er áhugavert og nauðsynlegt að skoða sjálfsmat nemenda eftir kynjum. – Getur verið að stelpur meti vinnu sína á annan og gagnrýnni hátt en strákar? – Munum að sjálfsmynd stelpna er verri en stráka. – Hvaða áhrif hefur þessi kynjamunur á sjálfsmat sem mælitæki? – Skiptir aldur nemenda máli?

Til umhugsunar! • Anja Andersen er stjarneðlisfræðingur við háskólann í Kaupmannahöfn hefur á undanförnum

Til umhugsunar! • Anja Andersen er stjarneðlisfræðingur við háskólann í Kaupmannahöfn hefur á undanförnum árum fjallað um mismunandi aðferðir kynjanna við nám og hve fáar stelpur skila sér í vísindanám. • Í tenglum við almenna umfjöllun um námsmat er vert að vekja athygli á erindi sem hún hélt 19. júní sl. í HÍ. – Hún sagði frá niðurstöðum rannsóknar á tilhneigingu prófdómara, af báðum kynjum, að dæma verk kvenna harðar en karla. – Ritgerð sem eignuð er konu fær lélegri einkunn en ef hún væri eignuð karli. • Getur verið að sama tilhneiging sé hér hjá okkur í grunnskólanum? Metum við virkni, vinnuframlag, verkefni og próf mismunandi eftir kyni nemandans? Forvitnilegt væri að rannsaka þetta sérstaklega.