Ungir vsindamenn Krfur til verkefna Kristinn Andersen rannsknastjri

  • Slides: 14
Download presentation
Ungir vísindamenn: Kröfur til verkefna Kristinn Andersen rannsóknastjóri Marel, fyrrv. dómari í Evrópukeppni ungra

Ungir vísindamenn: Kröfur til verkefna Kristinn Andersen rannsóknastjóri Marel, fyrrv. dómari í Evrópukeppni ungra vísindamanna

Umgjörð og uppsetning verkefna ¬ 1 -3 verkefni berast frá hverju Evrópulandi, 1 -3

Umgjörð og uppsetning verkefna ¬ 1 -3 verkefni berast frá hverju Evrópulandi, 1 -3 nemendur um hvert verkefni ¬Hver verkefnishópur fær sýningarbás til að kynna sitt verkefni: Veggspjöld, myndir, frumgerðir ¬Skýr og skemmtileg framsetning er mikilvæg

Dómarar meta verkefnin ¬ Dómnefndin er hópur fólks með mismunandi bakgrunn ¬ Dómarar hafa

Dómarar meta verkefnin ¬ Dómnefndin er hópur fólks með mismunandi bakgrunn ¬ Dómarar hafa lesið skýrslur um verkefnin áður en keppnin hefst og oft myndað sér fyrstu skoðun ¬ Dómarar ganga milli bása, fyrst óformlega til að átta sig á verkefnunum, en síðan heimsækja þeir básana með skipulögðum hætti, biðja nemendur að greina frá verkefnunum og spyrja spurninga ¬ Dómnefnd vinnur afsíðis úr skýrslunum og viðtölunum og kemst að niðurstöðu

Hvað einkennir gott verkefni? ¬Frumleiki og sköpunargleði ¬Vandvirkni við framkvæmd og úrvinnslu ¬Heildstætt, frá

Hvað einkennir gott verkefni? ¬Frumleiki og sköpunargleði ¬Vandvirkni við framkvæmd og úrvinnslu ¬Heildstætt, frá hugmynd til niðurstöðu ¬Skýr rökhugsun og túlkun niðurstaðna ¬Góð framsetning í lokaskýrslu ¬Góð framsetning í kynningu

Frumleiki og sköpunargleði ¬ Hugmynd og framkvæmd fyrst og fremst að frumkvæði nemanda ¬

Frumleiki og sköpunargleði ¬ Hugmynd og framkvæmd fyrst og fremst að frumkvæði nemanda ¬ Eitthvað “nýtt” komi fram og eitthvað hafi verið gert, ekki samantekt á niðurstöðum annarra ¬ Ekki skiptir til eða frá hvort: – verkefnið sé “pólitískt spennandi” (t. d. umhverfismál) – einstaklingur eða hópur hafi starfað að því

Vandvirkni ¬Vinnubrögð séu vönduð og vísindaleg ¬Fara yfir hvað aðrir hafa gert áður, gera

Vandvirkni ¬Vinnubrögð séu vönduð og vísindaleg ¬Fara yfir hvað aðrir hafa gert áður, gera grein fyrir því og byggja svo á því ¬Taka t. d. nægilega margar mælingar, endurtaka ef þarf ¬Gæði skipta meira máli en umfang ¬Ef búnaður er takmarkaður, viðurkenna það og túlka niðurstöður skv. því

Verkefni sé heildstætt ¬Vel skilgreindur “pakki”, frá hugmynd til niðurstöðu ¬Skýrt sé hvert var

Verkefni sé heildstætt ¬Vel skilgreindur “pakki”, frá hugmynd til niðurstöðu ¬Skýrt sé hvert var markmiðið, hvað var gert og hverjar niðurstöðurnar urðu ¬Urðu niðurstöðurnar í samræmi við það sem lagt var upp með? – Þarf ekki að vera, en gera þá grein fyrir því

Skýr rökhugsun og túlkun niðurstaðna ¬Nemandi skilji verkefnið vel og sá skilningur komi fram

Skýr rökhugsun og túlkun niðurstaðna ¬Nemandi skilji verkefnið vel og sá skilningur komi fram í vinnunni ¬Ef óvæntar niðurstöður koma fram á leiðinni, sé verkið endurskoðað skv. því ¬Nemandinn greini aðalatriði frá aukaatriðum

Framsetning í lokaskýrslu ¬ Skýrslan sé skv. kröfum v. lengd, uppsetningu, o. s. frv.

Framsetning í lokaskýrslu ¬ Skýrslan sé skv. kröfum v. lengd, uppsetningu, o. s. frv. ¬ Nota gott mál, skýran texta, myndir og gröf sem ljósritast vel ¬ Uppbygging skýrslu sé “vísindaleg”: Stutt, skýr samantekt, kafli um verk annarra, númeraðar tilvitnanir, lýsing á vinnunni, skýrar niðurstöður, o. s. frv. ¬ Skýrslan sé skýr þeim sem ekki er kunnugur viðfangsefninu. Gott er að fá snemma aðra, sem eru ókunnugir verkinu, til að lesa og gagnrýna.

Framsetning í kynningu ¬ Gera ráð fyrir að hlustandinn þekki til efnisins, gera skýrt

Framsetning í kynningu ¬ Gera ráð fyrir að hlustandinn þekki til efnisins, gera skýrt grein fyrir aðalatriðunum ¬ Sýna (leiftrandi!) áhuga í kynningunni, þreyta ekki hlustandann með langlokum um smáatriði ¬ Nota eftir þörfum fylgihluti, ljósmyndir, gröf, frumgerðir, o. þ. h. ¬ Vera viðbúinn spurningum um verkefnið og vinnuna sem fór fram

Dæmi um verðlaunaverkefni ¬Melting kjötætuplantna – Tveir svissneskir piltar – Hvað veldur því að

Dæmi um verðlaunaverkefni ¬Melting kjötætuplantna – Tveir svissneskir piltar – Hvað veldur því að plönturnar loka sér utan um skordýr? – Niðurstaða: Ekki hreyfingar skordýranna, heldur efni sem þau gefa frá sér – Komu sér upp “garði” með plöntum og skordýrum, þar sem þeir höfðu skoðað þetta og mættu með hann í keppnina

Dæmi um verðlaunaverkefni ¬Leiðandi pólýmerefni – Þýzkur piltur – Markmið: Búa til pólýmerefni sem

Dæmi um verðlaunaverkefni ¬Leiðandi pólýmerefni – Þýzkur piltur – Markmið: Búa til pólýmerefni sem leiðir vel rafmagn – Hafði fundið efni um eldri tilraunir, sem hætt hafði verið við. Ákvað að halda þeirri vinnu áfram. – Fór út í mikla tilraunavinnu sem leiddi til efna sem voru nothæf. Í kjölfarið var sótt um einkaleyfi

Dæmi um verðlaunaverkefni ¬Rotnun í mýrafenjum – Þrjár írskar stúlkur – Hvers vegna rotna

Dæmi um verðlaunaverkefni ¬Rotnun í mýrafenjum – Þrjár írskar stúlkur – Hvers vegna rotna líkamsleifar í mýrum svo hægt? – Grófu dauða grísi í mýrum og fylgdust reglulega með rotnuninni, tóku sýni – Komust m. a. að því að enzímvirkni frá dauða til greftrunar ræður miklu um framhald rotnunarinnar

Dæmi um verkefni sem hlutu ekki verðlaun ¬Vísindaleg samantekt á Jakob-Creutzfeld sjúkdómnum – Góð

Dæmi um verkefni sem hlutu ekki verðlaun ¬Vísindaleg samantekt á Jakob-Creutzfeld sjúkdómnum – Góð heimildavinna, en ekkert “gert” ¬Talandi tölva fyrir blinda – Forrit sem breytti lyklaborðsinnslætti í talað mál. Góð vinna, en ekkert ófyrirséð sem kallaði á krefjandi hugsun eða frumleika ¬Hugmyndir að nýrri gerð einingahúsa – Hugmyndir á teikniborði, engin vísindaleg greining eða tilraunir til staðfestingar