Mannslkaminn 1 kafli Frumur sem vinna saman Kafli

  • Slides: 9
Download presentation
Mannslíkaminn 1. kafli Frumur sem vinna saman

Mannslíkaminn 1. kafli Frumur sem vinna saman

Kafli 1. 1. Frumur • Allar lífverur eru byggðar upp af frumum. Sumar lífverur

Kafli 1. 1. Frumur • Allar lífverur eru byggðar upp af frumum. Sumar lífverur eru bara ein fruma (t. d. bakteríur) en aðrar eru margir milljarðar frumna (t. d. menn). • Fruma er minnsta lifandi byggingareining lífvera, en þær innihalda sérstök frumulíffæri sem öll hafa sitt hlutverk inni í frumunni. • Lífverur sem eru aðeins ein fruma eru sagðar vera einfruma, en lífverur með margar frumur eru sagðar fjölfruma. Fjölfruma lífverur eru augljóslega mun flóknari og þær þurfa t. d. að hafa flutningskerfi fyrir súrefni og næringu.

Mismunandi frumur í mannslíkamanum • Maðurinn verður til úr eggfrumu og sáðfrumu. Þessar tvær

Mismunandi frumur í mannslíkamanum • Maðurinn verður til úr eggfrumu og sáðfrumu. Þessar tvær frumur renna saman og mynda okfrumu. • Þessi okfruma skiptir sér svo og á meðan fóstur er í legi móður sinnar verða til allar þær tegundir frumna sem einstaklingurinn þarf til þess að lifa. • Dæmi um mismunandi tegundir frumna: - vöðvafruma, taugafruma, fitufruma, blóðfruma, beinfruma og hjartafruma.

Vefir og líffæri myndast úr frumunum • Þar sem margar frumur af sömu gerð

Vefir og líffæri myndast úr frumunum • Þar sem margar frumur af sömu gerð koma saman mynda þær tiltekna gerð af vef (t. d. blóðvefur eða beinvefur). • Vefirnir mynda svo í sameiningu hin ýmsu líffæri líkamans, t. d. heilann, hjartað og lungun.

Krabbamein • Krabbamein myndast þegar frumur missa stjórn á frumuskiptingu og skipta sér stöðugt

Krabbamein • Krabbamein myndast þegar frumur missa stjórn á frumuskiptingu og skipta sér stöðugt þó það sé engin þörf á því. Þá myndast klasi af frumum sem kallast æxli. • Æxlið getur haldið áfram að stækka og skaðað önnur líffæri. • Einnig geta frumurnar ferðast um líkamann og myndað æxli á fleiri stöðum.

1. 2. Líffærin starfa saman • Nokkur líffæri, sem starfa saman að tilteknu verkefni,

1. 2. Líffærin starfa saman • Nokkur líffæri, sem starfa saman að tilteknu verkefni, kallast líffærakerfi. • Á bls. 12 er yfirlit yfir helstu líffærakerfi líkamans. • Þessi líffærakerfi starfa öll saman og halda þannig líkamsstarfseminni gangandi.

Dæmi um líffærakerfi sem vinna saman • Líkaminn gæti ekki starfað ef hann myndi

Dæmi um líffærakerfi sem vinna saman • Líkaminn gæti ekki starfað ef hann myndi ekki fá súrefni og næringu. • Öndunarfærin taka súrefni úr andrúmsloftinu og flytja það yfir í blóðið. Meltingarfærin sundra fæðunni sem við borðum þannig að líkaminn geti líka tekið næringarefnin upp í blóðið. • Blóðrásarkerfið – blóðið, hjartað og æðarnar – sjá til þess að frumurnar okkar fái þau efni sem þau þurfa. • Þegar frumurnar eru búnar að nota þau efni sem þær þurfa, verða til úrgangsefni sem líkaminn þarf að losa sig við. Úrgangslosunarkerfið – nýrun og lifrin – sjá til þess með því að losa saur og þvag.

Samstarf frumna og líffæra • Frumur líkamans “tala saman” með hjálp boðefna sem berast

Samstarf frumna og líffæra • Frumur líkamans “tala saman” með hjálp boðefna sem berast með blóðinu. Þessi boðefni kallast hormón. • Vegna þess hæfileika að geta talað saman geta líffæri og líffærakerfi líkamans starfað saman og lagað sig að þörfum líkamans. • T. d. Þegar við hlaupum, þá þurfa frumurnar okkar meiri orku, þá fá öndunarvöðvarnir skilaboð um að vinna hraðar. Um leið fær hjartað skilaboð um að slá örar. Önnur líffæri, eins og maginn og þarmarnir hægja þá á starfsemi sinni til þess að vöðvarnir fái nægilegt blóð og orku til að starfa.