Hagntt verkefni 2 Mlfri Grammaire Helga Gumundsdttir Marc

  • Slides: 17
Download presentation
Hagnýtt verkefni 2 Málfræði - Grammaire Helga Guðmundsdóttir Marc André Portal 1

Hagnýtt verkefni 2 Málfræði - Grammaire Helga Guðmundsdóttir Marc André Portal 1

Skóli - Nemendur ¬ Í kennslustofunni eru eftirfarandi tæki: tölva, myndvarpi, tjald, krítar- og

Skóli - Nemendur ¬ Í kennslustofunni eru eftirfarandi tæki: tölva, myndvarpi, tjald, krítar- og tússtöflur. ¬ Nemendur eru fæddir á árunum 1983 – 1987. Þau eru alls 28 í bekknum. Í síðasta prófi var neðsta einkun 2, 8 og sú hæsta 8, 6 ¬ Stunda nám á eftirtöldum brautum, Náttúru-, Félagsfræðiog Málabraut. ¬ Móðurmál allra er íslenska. ¬ Flestir nemendur geta nokkurn vegin bjargað sér eða gert sig skiljanleg í frönskumælandi. 2

Undirbúningur ¬Áður en nemendur ganga inní stofuna, verður borðum raðað þannig að 6 fjögurra

Undirbúningur ¬Áður en nemendur ganga inní stofuna, verður borðum raðað þannig að 6 fjögurra manna hópar myndast. ¬Þau velja sjálf hvar þau sitja og með hverjum þau vinna í hópavinnu. 3

Kennslumarkmið ¬Að nemendur þekki/kunni beygingu sagnarinnar choisir að velja í nútíð. ¬Að nemendur geti

Kennslumarkmið ¬Að nemendur þekki/kunni beygingu sagnarinnar choisir að velja í nútíð. ¬Að nemendur geti heimfært þessa beygingu á aðrar –ir sagnir í 2. flokki franskra sagna. ¬Að nemendur átti sig á mikilvægi þessarar sagnar í tungumálinu. ¬Að nemendur þjálfist í orðaforða tengdum fatnaði. 4 Þekkingarsvið / Leiknisvið

Undirmarkið ¬Að nemendur geri sér grein fyrir eigin ábyrgð í tungumálanáminu og aðferðum til

Undirmarkið ¬Að nemendur geri sér grein fyrir eigin ábyrgð í tungumálanáminu og aðferðum til að tileinka sér nýja þekkingu. ¬Að nemendur þjálfist í hópastarfi, læri öguð vinnubrögð og að sýna samnemendum virðingu og kurteisi. ¬Að nemendur sýni frumkvæði. Viðhorfa- og tilfinningasvið 5

? ? ? ? Des lunettes Un chapeau Une veste Un chapeau Des casquettes

? ? ? ? Des lunettes Un chapeau Une veste Un chapeau Des casquettes Un tee-shirt Un pull Une robe Un pantalon Un tailleur Un short Des jeans Un costume Des chaussures Des sandales 6 Des chaussures

Puzzle/Révisions ¬ Verbes du 1 er groupe, radical et terminaisons Ex: donner 7

Puzzle/Révisions ¬ Verbes du 1 er groupe, radical et terminaisons Ex: donner 7

Puzzle ¬ Verbes du 2ème groupe, radical et terminaisons Ex: choisir 8

Puzzle ¬ Verbes du 2ème groupe, radical et terminaisons Ex: choisir 8

Markmið með kveikju Hámark 10 mínútur sem fara í þessa vinnu Sem leiðbeinendur munum

Markmið með kveikju Hámark 10 mínútur sem fara í þessa vinnu Sem leiðbeinendur munum við vísa þeim óbeint að fyrirbærinu sem við viljum fá fram – að velja Benda þeim t. d. á að þegar þau komu inn í stofuna að þá byrjuðu þau á því að velja ! 9

Orðarós ? 10

Orðarós ? 10

CHOISIR CHOIS 11

CHOISIR CHOIS 11

VERKEFNI 1 – einstaklingsvinna Reynir á ´noticing´ ¬ Þau eiga að skanna (e. scanning)

VERKEFNI 1 – einstaklingsvinna Reynir á ´noticing´ ¬ Þau eiga að skanna (e. scanning) textann og finna/staðsetja samtals 8 orð sem hafa sama stofn og orðið sem þau hafa fyrir augunum á tjaldinu. ¬ Þau eiga að undirstrika orðin / merkja með litapenna, etc. ¬ Gefum þeim hámark 5. mínútur í þessa vinnu. ¬ Þegar þessu er lokið dreifum við ljósriti á borðin til þeirra sem er eins og púsl – þau eiga að merkja inn eftir því sem við náum fram frá þeim réttum beygingum á –ir sögninni CHOISIR ¬ Við skrifum á töfluna je tu il elle nous vous ils elles og svo lausnirnar sem koma frá þeim ¬ Þannig leiðum við þau að reglunni ¬ Þetta ætti að taka ca 7 -10 mínútur. 12 Þeirra vinna: þau lesa, tala, skrifa og hlusta.

Verkefni 2 - hópavinna hjálpargagn – blað með myndum af fatnaði og heiti þeirra

Verkefni 2 - hópavinna hjálpargagn – blað með myndum af fatnaði og heiti þeirra á frönsku. Áður en vinnan hefst fá þau að velja á milli tveggja CD diska með franskri tónlist sem verður spiluð á meðan að hópavinnan fer fram. Þau eiga að velja ritara, og semja þvínæst setningar þar sem þau nota sögnina choisir – að velja og orðaforða tengdum fatnaði. Je ___________________________________ Tu __________________________________ Il ___________________________________ Elle __________________________________ Nous _________________________________ Vous _________________________________ Ils __________________________________ Elles__________________________________ Þegar vinnu er lokið verður slökkt á tónlistinni. Þau eiga að lesa upp setningar. Hópurinn kemur sér saman um hver les, hvort það verður einn sem les upp allar fjórar setningarnar eða hvort þau skiptast á. 13 Þeirra vinna: þau skrifa, lesa, tala og þjálfa hópastarf.

Verkefni 3 og Verkefni 4 einstaklings eða hópavinna – þeirra val. ¬ Finna nafnháttinn

Verkefni 3 og Verkefni 4 einstaklings eða hópavinna – þeirra val. ¬ Finna nafnháttinn og innfyllingaræfing. ¬ Notum nýjar sagnir úr 2. flokki –ir sagna. ¬ Brjótum upp formið – tryggjum fjölbreyttni í vinnunni / æfingunum. ¬ Skemmtilegri vinna / skemmtilegra samstarf. ¬ Höldum áhuganum við. Fæðum eldinn. ¬ Ítrekað unnið með formið – endurtekningin skapar meistarann ! ¬ Tryggjum að allir nemendur fái æfingu við hæfi. ¬ Könnum árangur kennslustundarinnar. 14 Þeirra vinna: þau skrifa, þjálfa samstarf, kenna! tala.

AÐ LOKUM- POUR CONCLURE ¬ Með því að nota aðleiðslu tryggjum við fjölbreyttni í

AÐ LOKUM- POUR CONCLURE ¬ Með því að nota aðleiðslu tryggjum við fjölbreyttni í skólastarfinu / skemmtilegra nám. Margvíslegar kennsluaðferðir henta til tungumálakennslu og um að gera fyrir kennara að nýta sér fjölbreytileika við kennslu. Skv. aðalnámskrá eru kjörskilyrði til náms að nemendur fái nægan tíma til að vinna með efnið á sem fjölbreytilegastan hátt. ¬ Með því að nota aðleiðslu tryggjum við einstaklingsmiðað nám. Námið fer fram eftir getu hvers og eins, þau taka framförum á mismunandi hraða. Kennarar tala móðurmálið og markmálið. Tryggir skilning allra. Skilaboð eru skýr, það heldur öllum við efnið (einstaklingsmiðað nám). ¬ Viðfangsefnið er mátulega ögrandi. Þau sjá strax árangur af eigin vinnu. Þetta ýtir undir væntingar nemenda og viðheldur áhuga þeirra.

FRH. AÐ LOKUM- POUR CONCLURE ¬ Aðleiðsluaðferðin tryggir oft á tíðum betri árangur þar

FRH. AÐ LOKUM- POUR CONCLURE ¬ Aðleiðsluaðferðin tryggir oft á tíðum betri árangur þar sem leitað er til fyrri þekkingar nemenda. Við komumst að því hvað þau kunna og þekkja með því að virkja þeirra skema (e. schema). Við sækjum þá kunnáttu og virkjum hana – í staðinn fyrir að mata þau af okkar. ¬ Hún byggist á virkni nemenda og frumkvæði – þau muna því betur námsefnið. ¬ Sameiginlegar umræður um efnið eru mikilvægar og þannig getur kennari dregið efnið saman og gefið nemendum fjölþætt sjónarhorn á það. ¬ Hluti starfsins fer fram í hópavinnu: þannig læra nemendur samstarfsvinnu, viðhalda öguð vinnubrögð og virða skoðanir annarra. 16

FRH. AÐ LOKUM- POUR CONCLURE ¬ Þau tjá sig á markmálinu. ¬ Allir þættir

FRH. AÐ LOKUM- POUR CONCLURE ¬ Þau tjá sig á markmálinu. ¬ Allir þættir sem nauðsynlegir eru taldir til tungumálanáms eru virkjaðir: lesa, skrifa, hlusta og tala. ¬ Síðast en ekki síst, þau upplifa notagildi tungumálsins þar sem þessi sögn er mjög mikilvæg – kjósa til forseta, til þings, velja sér ævistarf, lífsförunaut, etc. Þetta eykur sjálfstraust þeirra í náminu, finna til metnaðar (vinna í hópastarfinu) og sjá áþreifanlega tilgang með náminu. ¬ Einnig voru þau látin velja ómeðvitað í gegnum alla kennslustundina. Fyrst hvar þau settust og með hverjum þau unnu, þau völdu tónlist, völdu ritara, ákvaðu hvernig hópurinn las upp setningar, hvort þau unnu svo ein eða áfram í hóp etc. 17