Lggjf og mannrttindi Nokkrar vrur r lgum um

  • Slides: 31
Download presentation
Löggjöf og mannréttindi Nokkrar vörður úr lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi

Löggjöf og mannréttindi Nokkrar vörður úr lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 1

Efnistök • Af hverju sérstök lög? Er ekki fullgildings samings S. Þ. um réttindi

Efnistök • Af hverju sérstök lög? Er ekki fullgildings samings S. Þ. um réttindi fatlaðs fólks nægjanleg vörn? Nægja ekki almenn félagsþjónustulög? • Farið yfir efnisinnihald sérstaklega þau efnisatriði sem eru nýmæli og hafa tengingu við samning S. Þ. um réttindi fatlaðs fólks • Kynnt lauslega nokkur atriði úr nýjum lögum um félagsþjónustu Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 2

Löggjöf og mannréttindi Úr dómsorðum Hæstaréttar í máli Salbjargar Atladóttur: . . . ákvæði

Löggjöf og mannréttindi Úr dómsorðum Hæstaréttar í máli Salbjargar Atladóttur: . . . ákvæði samnings S. Þ. um réttindi fatlaðs fólks sem ekki hefur verið lögfestur hér á landi getur ekki aukið þær skyldur um þjónustu við fatlað fólk sem á stefnda (Reykjavíkurborg) er lögð skv. lögum Niðurstaða : Þegar framkvæmdavaldið bregst og fær ekki ákúrur frá dómsvaldinu þarf löggjafavaldið að koma til og tala skýrar Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 3

Löggjöf og mannréttindi • Formleg fullgilding sammnigs S. Þ. um réttindi fatlaðs fólks leiðir

Löggjöf og mannréttindi • Formleg fullgilding sammnigs S. Þ. um réttindi fatlaðs fólks leiðir því ekki til að íslensk löggjöf geti verið almennari þar sem efnislegur réttur sé tryggður með samningnum • Hvað þarf þá til að tryggja tilgreindan efnislegan rétt sem er að finna í samningnum? • Skýr lagaákvæði með efnisatriðum samningsins í íslenskri löggjöf það er hin eiginlega innleiðing og fullgilding Mín skoðun: Það er einfaldara að tryggja efnislegan rétt afmarkaðs hóps í sérlögum. Það er líka þörf á að lögfesta samning S. Þ. um réttindi fatlaðs fólks í heild sinni (belti og axlabönd gagnvart þessum lögum ) en samningurinn er mun víðtækari en þessi þjónustulög Oft heyrist : Á Norðurlöndum eru ein lög um alla félagslega þjónustu. ! Þetta er ekki rétt. • Svíþjóð, Finnland: Sérlög um þjónustu við fatlað fólk með miklar þjónustuþarfir auk hefðbundinna félagsþjónustulaga • Noregur: Ein félagsþjónustulög og samhliða þeim lög um réttindi fatlaðs fólks og sjúklinga með m. a. NPA ákvæði. • Dannmörk: Lagabálkur (Servicloven upp á 34 kafla og um 200 greinar allt frá rétti til hjálpartækja til barnverndar) Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 4

Löggjöf og mannréttindi Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir Heiti laganna:

Löggjöf og mannréttindi Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir Heiti laganna: Heiti laganna breytt í meðferðum þingsins úr miklar- í langvarandi stuðningsþarfir. Velferðanefnd áréttar í greinagerð að sú breyting hafi samt engar efnislegar breytingar í för með sér ? ? ? Þeir sem eiga að njóta þessara laga eru betur afmarkaður hópur en áður Með fyrra heiti var verið að undirstrika að fatlað fólk á sama rétt og aðrir skv. öðrum lögum þ. m. t. félagsþjónustulögun. Þessi lög eru viðbót við þann rétt (sjá síðar 3. grein) Félagsþjónustulögunum breytt samhliða m. a. innleiddur samningur S. Þ. í þau lög og almenn atriði sem ekki telst sértæk þjónusta færð þangað Þörf er á að standa vörð um að það fjármagn sem er eyrnamerkt til þjónustu við mikið fatlað fólk og fylgdi með til sveitarfélaganna 2011 og ætlað var að þjóna þeim sama. Meðal annars með því að tilgreina tímamagn sem ávallt er almenn þjónusta félagsþjónustulaga Lögin eru félagsleg þjónustulög en fjalla ekki um öll málefni fatlaðs fólks eins og halda má að gömlu lögin geri Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 5

Löggjöf og mannréttindi Nokkur ákvæði laga nr. 38/2018 um þjónustu við fólk með langvarandi

Löggjöf og mannréttindi Nokkur ákvæði laga nr. 38/2018 um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþarfir, ávinningur og tengls við Samning S. Þ. um réttindi fatlaðs fólks 1. grein. Markmiðsgrein laganna. Hvaða mannréttindalegar skuldbindingar þarf að tryggja í markmiðsgrein? M. a. ákvæði 4, 5, 6, og 7. greinar samningsins um réttindi fatlaðs fólks um að þjónustan eigi að stuðla að mannréttindum, frelsi og banni við mismunun og hafa skuli milliliðalaus samskipti við fatlað fólk við stefnumörkun. Einnig ákvæði Barnasáttmálans sem hefur verið lögfestur á Íslandi Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 6

Löggjöf og mannréttindi Markmiðsgrein laganna 1. grein Markmið. • Markmið laga þessara er að

Löggjöf og mannréttindi Markmiðsgrein laganna 1. grein Markmið. • Markmið laga þessara er að fatlað fólk eigi kost á bestu þjónustu, sem á hverjum tíma er tök á að veita, til að mæta sértækum stuðningsþörfum þess. Þjónustan skal miða að því að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að það geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Við framkvæmd þjónustu við fatlað fólk skal virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði. • Þjónusta samkvæmt lögunum skal miðast við einstaklingsbundnar þarfir og aðstæður viðkomandi, óskir og önnur atriði sem skipta hann máli, svo sem kyn, kynferði, aldur, þjóðernisuppruna, trúarbrögð o. fl. • Við framkvæmd laga þessara skal framfylgt þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá skulu stjórnvöld tryggja að fatlað fólk, þar með talið hagsmunasamtök þess, hafi áhrif á stefnumörkun og ákvarðanir er varða málefni þess. Skal ákvarðanataka byggð á viðeigandi aðlögun þar sem slíkra aðgerða er þörf svo fatlað fólk fái notið réttinda sinna. Þegar fötluð börn og fjölskyldur þeirra eiga í hlut skal einnig framfylgja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögum samkvæmt. Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 7

Löggjöf og mannréttindi Hér er saman komið mikið af skuldbindandi ákvæðum • Þjónustan á

Löggjöf og mannréttindi Hér er saman komið mikið af skuldbindandi ákvæðum • Þjónustan á að tryggja full mannréttindi og skapa skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. • Þjónustan skal miðast við einstaklingsbundnar þarfir án mismununar m. a. vegna aðstæðna, kyns og aldurs • Við framkvæmd skal framfylgt þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. • Tryggja á að fatlað fólk geti haft áhrif á stefnumörkun. • Ákvarðanataka byggð á viðeigandi aðlögun • Þegar fötluð börn og fjölskyldur þeirra eiga í hlut skal einnig framfylgja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögum samkvæmt. Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 8

Löggjöf og mannréttindi 3 gr. Rétturinn til þjónustu. • Fatlaðir eiga rétt á allri

Löggjöf og mannréttindi 3 gr. Rétturinn til þjónustu. • Fatlaðir eiga rétt á allri almennri þjónustu. Ávallt skal veita fötluðu fólki þjónustu samkvæmt almennum lögum á sviði félagsþjónustu húsnæðismála menntunar vinnumarkaðar öldrunarþjónustu og heilbrigðisþjónustu • Þjónusta skv. þessum lögum kemur sem viðbót við aðra þjónustu en ekki í staðinn fyrir hana (Að jafnaði skal einstaklingur nýta sér almenna þjónustu allt að 15 st. í viku sbr. 26. -27. gr. laga um félagsþjónustu) • Fólk á rétt á þjónustu þar sem það kýs að búa Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 9

Löggjöf og mannréttindi 4. grein. Yfirstjórn og eftirlit ráðherra: Hvað þarf að tryggja vegna

Löggjöf og mannréttindi 4. grein. Yfirstjórn og eftirlit ráðherra: Hvað þarf að tryggja vegna mannréttindaákvæða? Hér þarf að tryggja aukið eftirlit og beina aðkomu ríkisins að mannréttindalegum skuldbindingum sem ríkið hefur samþykkt og falið sveitarfélögum að framkvæma. Ábyrgð ríkisins er önnur vegna alþjóðlegra mannréttindaskuldbindinga samningsins. Það kemur fram í lögunum sjálfum með margvíslegum hætti. Ráðherra hefur eftirlit með framkvæmd laganna, þar á meðal að þjónustan sé í samræmi við markmið laganna og mannréttindalegar skuldbindingar. • Ráðherra hefur eftirlit með hvort reglur sveitarfélags eigi sér nægjanlega lagastoð. Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 10

Löggjöf og mannréttindi 4. grein framhald. . • Ráðherra getur kallað eftir tillögum frá

Löggjöf og mannréttindi 4. grein framhald. . • Ráðherra getur kallað eftir tillögum frá sveitarfélögum um úrbætur á þjónustu eða lagt fram eigin tillögur • Ráðherra hefur umsjón með gerð þjónustu og gæðaviðmiða • Ráðherra skal setja í reglugerð reglur um eftirfylgni bregðist sveitarfélög ekki við fyrirmælum um þjónustu á grundvelli laganna Niðurstaðan mun skýrara og fyllri ákvæði um ábyrgð ráðuneytisins á eftirliti um að farið sé eftir lögunum og mannréttindalegum skuldbindingum Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 11

Löggjöf og mannréttindi 5. grein. Ábyrgð og eftirlit sveitarfélaga. Fallið er frá því ákvæði

Löggjöf og mannréttindi 5. grein. Ábyrgð og eftirlit sveitarfélaga. Fallið er frá því ákvæði að sveitarfélög með undir 8. 000 íbúa þurfi að hafa samvinnu um þjónustuna. Þroskahjálp var ekki sammála þessari breytingu. Óttumst m. a. að ekki verði hægt að bjóða uppá fjölbreytt framboð af þjónustu og tryggja gæði þjónustunnar í fámennum sveitarfélögum. Ekkert samt sem kemur í veg fyrir að sveitarfélaög sameinist um þjónustuna 7. gr. Starfsleyfi Nær einnig til annarrar starfsemi en nú er, þ. e. allrar starfsemi sem hefur þann megintilgang að veita fötluðu fólki sértæka aðstoð eða þjónustu. Hér undir eru t. d. einkareknir sumardvalarstaðir o. fl. Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 12

Löggjöf og mannréttindi 9. grein búseta: Hvaða mannréttindaleg ákvæði þarf að tryggja? Hér þarf

Löggjöf og mannréttindi 9. grein búseta: Hvaða mannréttindaleg ákvæði þarf að tryggja? Hér þarf að tryggja réttinn til að geta fengið alla þá aðstoð sem maður þarfnast þangað sem maður vill búa. • Fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili og stuðlar að fullri aðlögun þess og þátttöku í samfélaginu. • Fatlað fólk á rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. Óheimilt er að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði, að það búi í tilteknu búsetuformi. • Hér er bein vísun í 19. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks m. a. bann við því að þjónusta þar með talið þjónustumagn sé bundið því skilyrði að fólk búi í tilteknu búsetuformi s. s. sambýli eða húsnæði með sameiginlegum rýmum. (Umræðan um næturvaktir) Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 13

Löggjöf og mannréttindi 11. grein. Notendastýrð persónuleg aðstoð: Hvaða mannréttindleg ákvæði þarf að tryggja?

Löggjöf og mannréttindi 11. grein. Notendastýrð persónuleg aðstoð: Hvaða mannréttindleg ákvæði þarf að tryggja? Hér þarf að tryggja m. a. að fólk verði ekki útlokað frá þessari aðstoð á grundvelli fötlunar sinnar og afleiðinga hennar eins og t. d. þroskahömlunar. Aðstoðin skal vera skipulögð á forsendum notandans og undir verkstýringu og verkstjórn hans. Ef notandinn á erfitt með að annast verkstjórn vegna fötlunar sinnar skal hann eiga rétt á aðstoð við hana. • Í greinargerð með lögunum er áréttað að þeir sem þurfa, eigi rétt á aðstoð við verkstjórn, en það er í samræmi við 3. mgr. 12. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður á um að aðildarríkin skuli gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja aðgengi fatlaðs fólks að þeim stuðningi sem það kann að þarfnast þegar það nýtir gerhæfi sitt (gerendur í eigin lífi FS) Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 14

Löggjöf og mannréttindi 11. grein framhald. Ekki er fjallað um NPA vegna fatlaðra barna.

Löggjöf og mannréttindi 11. grein framhald. Ekki er fjallað um NPA vegna fatlaðra barna. Þroskahjálp hefur margoft gert athugasemdir við það. Ekkert er heldur að finna sem kemur í veg fyrir NPA fyrir fötluð börn. Þroskahjálp er að leita leiða til að koma því inn í reglugerð að gert sé ráð fyrir fötluðum börnum í NPA aðstoð. • Ákvæði til bráðbirgða: Notendastýrð Persónleg aðstoð skal innleidd í áföngum til ársins 2022. Stjórnvöld eru óörugg um kostnaðaraukningu sem af þessari þjónustu kann að leiða og leggja því til ákveðinn fjölda samninga á hverju ári þannig að árið 2022 verði 172 samningar (samningar 2018 verði 80). Ríkið leggur fram aukið fé til sveitarfélaganna vegna þessarar fjölgunar samninga (25 % af kostnaði hvers samnings). Þetta ákvæði verður tekið til endurskoðunar innan þriggja ára frá gildistöku laganna. Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 15

Löggjöf og mannréttindi 12. grein. Ákvæði um rétt á einstaklingsbundinni þjónustuáætlun. Einstaklingur með fjölþættan

Löggjöf og mannréttindi 12. grein. Ákvæði um rétt á einstaklingsbundinni þjónustuáætlun. Einstaklingur með fjölþættan vanda. Samráð skal vera á milli þjónustuaðila innan félags-, heilbrigðis-, og menntamála undir forystu félagsþjónustu. Þverfaglegt teymi. Með því á m. a. að tryggja samfellu og gæði í þjónustunni. Sambærilegt ákvæði vegna fatlaðra barna í 19. grein. Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 16

Löggjöf og mannréttindi 13. grein. Þjónusta við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Hvaða mannréttindalegu

Löggjöf og mannréttindi 13. grein. Þjónusta við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Hvaða mannréttindalegu skyldur þarf að uppfylla : Efnisatriði Barnasáttmálans sem hefur verið lögfestur á Íslandi • Tryggja skal að fötluð börn fái nauðsynlega þjónustu svo þau geti notið mannréttinda og mannhelgi til jafns við önnur börn og að þau geti lifað sjálfstæðu lífi og tekið þátt í samfélaginu án aðgreiningar. Þá skulu fötluð börn hafa raunverulegan aðgang að og njóta menntunar, þjálfunar, starfsundirbúnings og tómstunda. Í öllum aðgerðum sem snerta fötluð börn skal fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu og stuðlað sé að félagslegri aðlögun og þroska þess. Tryggja skal fötluðum börnum rétt til þess að láta skoðanir sínar óhindrað í ljós eftir aldri þeirra og þroska. • Fjölskyldur fatlaðra barna skulu fá nægilega þjónustu til þess að þeim verði gert kleift að tryggja að fötluð börn geti notið réttinda sinna til fulls og jafns við aðra. Mikil breyting á áherslum frá núverandi lögum. Réttindi barna ótvíræð Þessi grein er grein sem á að vera virk gagnvart öðrum greinum þessa kafla (lárétt grein). Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 17

Löggjöf og mannréttindi 14. grein. Snemmtæk íhlutun, greining. Verði starfsmenn þess áskynja að barn

Löggjöf og mannréttindi 14. grein. Snemmtæk íhlutun, greining. Verði starfsmenn þess áskynja að barn hafi einkenni sem geti bent til skerðingar skulu þeir grípa til aðgerða þrátt fyrir að greining sérfræðinga liggi ekki fyrir. 16. grein. Frístundaþjónusta. Verður lögbundin þjónusta. Margra ára barátta hagsmunasamtaka. Nær líka til frídaga í skóla sem ekki eru lögbundnir frídagar. Þjónustan nær líka til nemenda í framhaldsskólum. Þjónustan einstaklingsmiðuð og skal veita hana samhliða almennum frístundatilboðum. • Kvöð um leiðbeinandi reglur um nánari útfærslu frístundaþjónustu. Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 18

Löggjöf og mannréttindi 17. gr. Skammtímadvöl. Foreldrar geta fengið stuðning heim í stað vistunar

Löggjöf og mannréttindi 17. gr. Skammtímadvöl. Foreldrar geta fengið stuðning heim í stað vistunar utan heimilis óski þeir þess. • Reglugerðakvöð um starfsemi og aðbúnað skammtímavistunar (ekkert slíkt er í dag). Þarf að taka á m. a. því hvernig með skuli fara þegar skammtímavistir eru í raun annað heimili barna 19. gr. Þjónustuteymi vegna þjónustu við börn með fjölþættan vanda sambærilegt við 12. gr. • Þverfaglegt teymi allra kerfa á ábyrgð félagsþjónustu. Einstaklingsbundin áætlun Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 19

Löggjöf og mannréttindi 20. gr. Sérfræðiteymi. Ráðuneytið skipar sérfræðiteymi vegna barna með fjölþættan vanda

Löggjöf og mannréttindi 20. gr. Sérfræðiteymi. Ráðuneytið skipar sérfræðiteymi vegna barna með fjölþættan vanda og /eða miklar þroska- og geðraskanir sem þurfa annarskonar og meiri þjónustu en hægt er að veita á heimili fjölskylna þeirra. Teymið leggur heildstætt mat á stöðu og þjónustuþarfir barnsins og komist að niðurstöð um hvað barnið þarfnast. 21. gr. Komist miðlæga teymið að því að best sé fyrir barnið að búa annarsstaðar en hjá fjölskyldu sinni skal reynt að finna aðra fjölskyldu í nærsamfélagi (Í samræmi við 5. tl. 23. gr. samnings S. Þ. ) Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 20

Löggjöf og mannréttindi. . . 21 grein framhald. Heimilt er að útbúa sérstakt húsnæði

Löggjöf og mannréttindi. . . 21 grein framhald. Heimilt er að útbúa sérstakt húsnæði fyri börn með miklar þroska- og geðraskanir enda hafi að mati sérfræðiteymisins aðrar leiðir verið fullreyndar. Þroskahjálp lagði til að ekki væri um að ræða að tilgreina greiningu á fötlun hvað varðar vistun heldur væru allar vistanir barna gerða skv. ráðleggning sérfræðiteymis. Ráðuneytið og síðan Alþingi setti sig upp á móti því. Reglugerðarkvöð við 21. gr. Óljóst hvernig sú reglugerð verður, deilt um m. a. lagaheimild vegna eftirlits og fleira. Hvernig er ástandið núna? Ekkert ákvæði var í lögum um málefni fatlaðs fólks frá árinu 2010, þar af leiðandi engin reglugerð, óljóst með eftirlit. Börn samt vistuð. Sjá m. a. svar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Björns Leví, 16 börn vistuð skv. lögum um málefni fatlaðs fólks! Hver heimilaði það? Hver hefur eftirlit? Nýleg heimili stofnuð þar sem ekki er stuðst við ofangreinda þröngu greiningaskilgreiningu Fötluð börn líka vistuð skv. barnverndarlögum. Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 21

Löggjöf og mannréttindi 22. -23. gr. Atvinnumál. • Vinnumálstofnun fer með yfirstjórn og vinnumarkaðsaðgerðir

Löggjöf og mannréttindi 22. -23. gr. Atvinnumál. • Vinnumálstofnun fer með yfirstjórn og vinnumarkaðsaðgerðir atvinnu - og hæfingartengdrar þjónustu. • Sveitarfélög fara með skipulag og rekstur vinnu- og hæfingarstaða nema annað sé ákveðið. • Þjónustu við fatlað fólk skal samræma almennum vinnumarkaðsúrræðum • Um atvinnumál hafa staðið deilur um hver skuli gera hvað, ríki og sveitarfélög. Hefur leitt til stöðnunar. Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 22

Löggjöf og mannréttindi 26. gr. Hæfi starfsmanna. • Sveitarfélög skulu hafa menntað starfsfólk í

Löggjöf og mannréttindi 26. gr. Hæfi starfsmanna. • Sveitarfélög skulu hafa menntað starfsfólk í þroskaþjálfun. Sérstaklega mikilvægt þegar fallið var frá 8. 000 íbúa lágmarkinu að tryggja lágmarks fagkunnáttu í sveitarfélögum. • Þau ákvæði sem gilda um sakavottorð þeirra sem starfa með fötluðu fólki ná með sama hætti til þeirra starfsmanna sem starfa sem undirverktakar (dæmi um undirverktöku í aksturþjónustu ) Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 23

Löggjöf og mannréttindi 27 grein. Skyldur starfsmanna Ríkari skyldur lagðar á starfsfólk í þjónustu

Löggjöf og mannréttindi 27 grein. Skyldur starfsmanna Ríkari skyldur lagðar á starfsfólk í þjónustu við fatlað fólk. • Starfsfólk skal standa vörð um hagsmuni og gæta þess að réttindi fatlaðs fólks séu virt • Tilkynningarskylda. • Verði starfsfólk þess áskynja að réttindi fatlaðs fólks séu fyrir borð borin skal viðkomandi tilkynna það réttindagæslumanni Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 24

Löggjöf og mannréttindi 31. gr. Umsókn um þjónustu. Ákvæði um sérfæðiteymi hjá sveitarfélögum. •

Löggjöf og mannréttindi 31. gr. Umsókn um þjónustu. Ákvæði um sérfæðiteymi hjá sveitarfélögum. • Teymið skal vinna í samráði við umsækjanda. • Teymið metur þjónustuþörf og hvernig þjónustan geti komið til móts við óskir umsækjanda og skal nota viðurkenndar matsaðferðir. • Fötluð börn skulu eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar. 32. gr. Frumkvæðisskylda. Sveitarfélög skulu hafa frumkvæði á því að kynna sér aðstæður fatlaðs fólks og gera því grein fyrir rétti sínum og kynna þá þjónustu sem það á og leiðbeina um réttarstöðu. Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 25

Löggjöf og mannréttindi 34. gr. Ákvörðun um þjónustu. • Ákvörðun um þjónustu skal taka

Löggjöf og mannréttindi 34. gr. Ákvörðun um þjónustu. • Ákvörðun um þjónustu skal taka svo fljótt sem kostur er. • Tilkynna ber um ástæður þess að þjónusta geti ekki hafist strax og hvenær hún geti hafist. • Ef umbeðin þjónusta getur ekki hafist innan þriggja mánaða skal leiðbeina umsækjanda um hvaða úrræði hann hafi á biðtíma. • Ráherra setur reglugerð um m. a. biðlista, forgangsröðun og úrræði á biðtíma. • Ef umsókn er hafnað að hluta eða öllu leyti skal það gert með skriflegum röksemdum Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 26

Löggjöf og mannréttindi 35. grein. Kæruheimildir. • Hægt að kæra ákvarðanir til úrskurðanefndir velferðamála

Löggjöf og mannréttindi 35. grein. Kæruheimildir. • Hægt að kæra ákvarðanir til úrskurðanefndir velferðamála • Nefndin sker úr um hvort málsmeðferð hafi verið í samræmi við lög og ákvörðun í efnislegu samræmi við lagaákvæði og reglur. • Nefndin hefur verið að kveða upp úrskurði sem vekja vonir. • Úrskurðir nefndarinnar endanlegir á stjórnsýslusviði, en hægt að fara með þá til dómstóla. Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 27

Löggjöf og mannréttindi 36. grein. Samráðsnefnd • Samráðsnefnd með þátttöku hagsmunasamtaka fatlaðs fólks verður

Löggjöf og mannréttindi 36. grein. Samráðsnefnd • Samráðsnefnd með þátttöku hagsmunasamtaka fatlaðs fólks verður að störfum. 37. grein. Skýrslugjöf Ráðherra leggur fyrir Alþingi innan árs frá alþingiskosningum í formi þingsályktunar , framkvæmdaáætlun til fjögurra ára í málefnum fatlaðs fólks unnin í samráði við m. a. hagsmunasamtök fatlaðs fólks. • Ákvæði til bráðbirgða. Fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða herbergjasambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir (sjá einning framkvæmdaáætlun). Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 28

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga Meðal ákvæða í frumvarpi til laga um félagsþjónustu • Samráð

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga Meðal ákvæða í frumvarpi til laga um félagsþjónustu • Samráð við notendur, sérstök notendaráð í sveitarfélögum. Tryggja skal þátttakendum í notendaráðum stuðning og þjáfun til virkar þátttöku. • Akstursþjónusta. Fatlað fólk á rétt á akstursþjónustu til að fara allra sinna ferða með þeim hætti sem það kýs og á þeim tíma sem það velur Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 29

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga • Mat á stuðningsþörf. Sé stuðningsþörf vegna fötlunar meiri en

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga • Mat á stuðningsþörf. Sé stuðningsþörf vegna fötlunar meiri en svo að henni verði mætt með ákvæðum þessara laga skal stuðningur skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir koma til viðbótar • Notendasamningar. Notandi stjórnar hver veitir aðstoðina, hvenær hún er veitt og hvernig (N. P. A. áherslan) Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 30

Löggjöf og mannréttindi Niðurstaða: • Þessi lög taka meira tillit til samnings S. Þ.

Löggjöf og mannréttindi Niðurstaða: • Þessi lög taka meira tillit til samnings S. Þ. um réttindi fatlaðs fólks en löggjöf um félagslega þjónustu við fatlað fólk á öðrum Norðurlöndum að mínu mati. • Hafa þarf í huga að hér er um að ræða afmörkuð þjónustulög við afmarkaðan hóp. Þetta eru ekki heildstæð réttindalög fyrir fatlað fólk. Því verður gagnrýni að miðast við þær forsendur. • Hvernig til tekst er síðan á ábyrgð okkar allra Takk fyrir og til hamingju með daginn Friðrik Sigurðsson Landssamtökin Þroskahjálp 31