Vallasklaleiin 2008 1 Sagnor Skerpa T sagnor eru

  • Slides: 29
Download presentation
Vallaskólaleiðin 2008 1 Sagnorð Skerpa

Vallaskólaleiðin 2008 1 Sagnorð Skerpa

Tíð sagnorð eru eini orðflokkurinn sem tíðbeygist þau segja því til um hvenær eitthvað

Tíð sagnorð eru eini orðflokkurinn sem tíðbeygist þau segja því til um hvenær eitthvað á sér stað tvær ósamsettar tíðir eru til í íslensku � nútíð Stúlkan les og skrifar. � þátíð Stúlkan las og skrifaði. Vallaskólaleiðin 2008

Samsettar tíðir framtíð � táknar það sem ekki hefur átt sér stað � myndast

Samsettar tíðir framtíð � táknar það sem ekki hefur átt sér stað � myndast með hjálparsögninni mun og nafnhætti aðalsagnarinnar Ég mun lesa (í framtíðinni). � einnig er hægt að sleppa hjálparsögninni en tákna þó ókominn tíma. Flugvélin kemur (á morgun). Vallaskólaleiðin 2008

Samsettar tíðir núliðin tíð myndast með hjálparsögnni að hafa í nútíð og lýsingarhætti þátíðar

Samsettar tíðir núliðin tíð myndast með hjálparsögnni að hafa í nútíð og lýsingarhætti þátíðar af aðalsögninni. Ég hef lesið þessa bók. þáliðin tíð myndast með hjálparsögninni að hafa í þátíð og lýsingarhætti þátíðar af aðalsögninni Ég hafði lesið þessa bók þegar ég sá myndina. Vallaskólaleiðin 2008

Persóna og tala sagna persóna sagna lagar sig að frumlaginu sá sem er, framkvæmir

Persóna og tala sagna persóna sagna lagar sig að frumlaginu sá sem er, framkvæmir eða verður það sem sögnin segir sýnir persónu og tölu sagnarinna Ég sit á stól. Við höfum hátt. Þú átt fallegan hest. Þið eruð alltaf þæg. Jón er frábær smiður. Hestarnir hlaupa um hagann. Vallaskólaleiðin 2008 1. p. et. 1. p. ft. 2. p. et. 2. p. ft. 3. p. et. 3. p. ft.

Hættir sagna sex mismunandi hættir skiptast í tvo flokka, persónuhætti og fallhætti skiptingin byggir

Hættir sagna sex mismunandi hættir skiptast í tvo flokka, persónuhætti og fallhætti skiptingin byggir á hvort sagnirnar breytast ef skipt er um persónu með þeim ekki er hægt að mynda setningu í íslensku án sagnar í persónuhætti Vallaskólaleiðin 2008

Hættir sagna 7 persónuhættir framsöguháttur viðtengingarháttur boðháttur fallhættir nafnháttur lýsingarháttur nútíðar lýsingarháttur þátíðar Vallaskólaleiðin

Hættir sagna 7 persónuhættir framsöguháttur viðtengingarháttur boðháttur fallhættir nafnháttur lýsingarháttur nútíðar lýsingarháttur þátíðar Vallaskólaleiðin 2008

Framsöguháttur algengasti hátturinn, „venjuleg“ nútíð og þátíð lætur í ljós beina fullyrðingu eða spurningu

Framsöguháttur algengasti hátturinn, „venjuleg“ nútíð og þátíð lætur í ljós beina fullyrðingu eða spurningu felur í sér fullvissu beygist í persónu og tölu Arnar tók töskuna. Tók Arnar töskuna? fullyrðing spurning Vallaskólaleiðin 2008

Viðtengingarháttur lætur í ljós eitthvað sem er bundið skilyrðum, eitthvað er hugsanlegt, óvíst hvort

Viðtengingarháttur lætur í ljós eitthvað sem er bundið skilyrðum, eitthvað er hugsanlegt, óvíst hvort það gerist einnig notaður til að biðja um eitthvað eða óska einhvers gott er að nota samtenginguna þótt eða þó að með persónufornafni til að finna háttinn Arnar tæki töskuna ef hann væri ekki að flýta sér. Hér er ekki öruggt að Arnar taki töskuna. (þótt hann tæki, þótt hann væri) sum sagnorð eru eins í framsöguhætti og viðtengingarhætti og því nauðsynlegt að að skoða merkinguna Þór hélt að hún ætlaði með mér. Þór veit að hún ætlaði með mér. hann hélt hún færi (vh. ) hann veit hún fór (fh. ) Vallaskólaleiðin 2008

Boðháttur einhverskonar skipun eingöngu til í 2. persónu eintölu og fleirtölu í nútíð Taktu

Boðháttur einhverskonar skipun eingöngu til í 2. persónu eintölu og fleirtölu í nútíð Taktu töskuna með þér. Takið töskurnar með ykkur. Vallaskólaleiðin 2008

Nafnháttur orðabókamynd sagnorða lesa, skrifa, rita, vita, finna, fá, sjá, þvo endar oftast á

Nafnháttur orðabókamynd sagnorða lesa, skrifa, rita, vita, finna, fá, sjá, þvo endar oftast á -a finnst með því að setja nafnháttarmerkið að á undan sagnorðinu hagar sér líkt og nafnorð, getur staðið í föllum sagnorð í nafnhætti geta litið út eins og sagnorð í framsöguhætti og þekkjast þá á því að þau breytast ekki ef skipt er um persónunu Óskari þykir gaman að fljúga (nh. ). Mér þykir gaman að fljúga (nh. ). Ég ætla (fh. ) ekki með honum. Hann ætlar (fh. ) ekki með honum. Í fyrra dæminu breyttist sögnin ekki og því auðséð að hún er í nafnhætti en í því síðara breyttist hún og er því í framsöguhætti. Vallaskólaleiðin 2008

Lýsingarháttur nútíðar auðþekktur á því að sagnorðin fá endinguna – andi minnir á lýsingarorð

Lýsingarháttur nútíðar auðþekktur á því að sagnorðin fá endinguna – andi minnir á lýsingarorð Það er grenjandi (lh. nt. ) rigning. Bæjarstjórinn kom akandi (lh. nt. ). oftast hliðstæður breytist stundum í nafnorð og bætir þá við sig greini Þetta er leigjandi minn. Þetta er leigjandinn minn. breytist í lýsingarorð ef orði eða forskeyti er skeytt framan við hann Stúlkan var hálfgrátandi (lo. ) enda óalandi (lo. ). Vallaskólaleiðin 2008

Lýsingarháttur þátíðar beygist í kynjum og tölum og getur því haft mismunandi endingar er

Lýsingarháttur þátíðar beygist í kynjum og tölum og getur því haft mismunandi endingar er myndaður með hjálparsögnunum hafa, vera og verða og myndar með þeim samsettar tíðir og þolmynd getur einnig myndast með sögnunum eiga, geta og fá Hver hefur tekið (lh. þt. ) myndina. Þegar mynduð er setning með lýsingarhætti þátíðar er aðalsögnin í lýsingarhætti þátíðar en hjálparsögin ekki Ég hef (fh. ) ekki séð (lh. þt. ) Hildi lengi. getur haft stöðu lýsingarorðs og ef hann stigbreytist á að greina orðið sem lýsingarorð Þetta er reyndur maður. Barnið er þreytt. Vallaskólaleiðin 2008

Sterkar sagnir eru endingarlausar í þátíð hafa fjórar kennimyndir hljóðskipti koma fram í kennimyndabeygingunni

Sterkar sagnir eru endingarlausar í þátíð hafa fjórar kennimyndir hljóðskipti koma fram í kennimyndabeygingunni myndast ekki lengur í málinu nh. 1. p. et. þt. 1. p. ft. þt. lh. þt. fara líta gefa fór leit gaf fórum litum gáfum farið litið gefið Vallaskólaleiðin 2008

Veikar sagnir enda á -aði, -di eða -ti í þátíð hafa þrjár kennimyndir allar

Veikar sagnir enda á -aði, -di eða -ti í þátíð hafa þrjár kennimyndir allar nýjar sagnir málsins beygjast veikt nh. 1. p. et. þt lh. þt. skrifa leggja reyna benda skrifaði lagði reyndi benti skrifað lagt reynt bent Vallaskólaleiðin 2008

Núþálegar sagnir eru eitt atkvæði í nútíð hafa mismunandi endingar í þátíð og minna

Núþálegar sagnir eru eitt atkvæði í nútíð hafa mismunandi endingar í þátíð og minna oft á veikar sagnir hafa fjórar kennimyndir aðeins fáar sagnir málsins eru núþálegar nh. 1. p. et. nt. 1. p. et. þt lh. þt. unna kunna muna mega ann kann man má unni kunni mundi mátti unnað kunnað munað mátt Vallaskólaleiðin 2008

Núþálegar sagnir – vísa Unna, kunna, muna, má, munu, eiga, skulu, þurfa, vilja, vita,

Núþálegar sagnir – vísa Unna, kunna, muna, má, munu, eiga, skulu, þurfa, vilja, vita, kná, verða hér í þulu. Vallaskólaleiðin 2008

Ri-sagnir enda á -ri í þátíð hafa þrjár kennimyndir fjórar sagnir tilheyra þessum flokki;

Ri-sagnir enda á -ri í þátíð hafa þrjár kennimyndir fjórar sagnir tilheyra þessum flokki; róa, snúa, gróa, núa ekki skal rita é í þátíð sagnanna nh. 1. p. et. þt. lh. þt. róa reri róið Vallaskólaleiðin 2008

Sjálfstæð og ósjálfstæð sagnorð sjálfstæð sögn � sögn sem getur sagt fulla hugsun ásamt

Sjálfstæð og ósjálfstæð sagnorð sjálfstæð sögn � sögn sem getur sagt fulla hugsun ásamt því fallorði sem með henni stendur Jóna hlær. Barnið grét. Stefán brosir. ósjálfstæð sögn sem ekki nær að tjá fulla hugsun ásamt fallorði sem með henni stendur Rósa sá jökulinn. dugleg. Týr er unglingur. Vallaskólaleiðin 2008 Konan þykir

Áhrifssagnir og áhrifslausar áhrifssagnir hafa áhrif á fallorðs sem með þeim standa, stýra falli.

Áhrifssagnir og áhrifslausar áhrifssagnir hafa áhrif á fallorðs sem með þeim standa, stýra falli. eru ásamt forsetningum algengustu fallstjórnendur í íslensku. Ég sá hest. (þf. ) Þú hentir brauðinu. (þgf. ) sumar sagnir geta stýrt tveimur föllum, þolfalli og þágufalli. Unnar rétti Steinunni (þgf. ) blaðið (þf. ). Gunna sýndi Þorvaldi (þgf. ) merina (þf. ). áhrifslaus sögn getur ekki breytt falli og því eru fallorð sem með þeim Vallaskólaleiðin 2008 standa í nefnifalli.

Orsakasagnir Stundum er hægt að mynda veikar sagnir af 2. kennimynd sterkra sagna. sníða

Orsakasagnir Stundum er hægt að mynda veikar sagnir af 2. kennimynd sterkra sagna. sníða sneið sniðum sniðið sneiða sneiddi sneitt sterk sögn veik orsakasögn Mjög oft verður hljóðbreyting þegar orsakasögn er mynduð. Þessi hljóðbreyting er kölluð i-hljóðvarp. fljúga flaug flugum flogið sterk sögn fleygja fleygði fleygt veik orsakasögn Vallaskólaleiðin 2008

Aðalsögn í hverri setningu er ein sögn í persónuhætti ber aðalmerkingu setningarinnar kallast aðalsögn

Aðalsögn í hverri setningu er ein sögn í persónuhætti ber aðalmerkingu setningarinnar kallast aðalsögn þegar tvær sagnir standa saman og mynda merkingarlega heild er önnur sögnin aðalsögn en hin hjálparsögn Vallaskólaleiðin 2008

Hjálparsögn hjálpar aðalsögninni við að láta í ljós t. d. ókominn tíma eða á

Hjálparsögn hjálpar aðalsögninni við að láta í ljós t. d. ókominn tíma eða á hvaða stigi verknaðurinn er getur aldrei staðið ein án aðalsagnar stundum eru fleiri en ein hjálparsögn með aðalsögninni algengustu hjálparsagnirnar eru hafa, verða og munu aðrar algengar eru skulu, eiga, geta, vilja, og mega Orri er kominn alla leið. Þóra mun ekki hafa ætlað á dansleikinn. Vallaskólaleiðin 2008

Myndir beina athyglinni ýmist að þeim sem framkvæmir það sem í sögninni felst eða

Myndir beina athyglinni ýmist að þeim sem framkvæmir það sem í sögninni felst eða þeim sem verður fyrir því með því að setja hann í frumlagssætið myndir sagna eru þrjár � germynd � þolmynd � miðmynd Vallaskólaleiðin 2008

Germynd leggur áherslu á þann sem framkvæmir, gerandann algengasta myndin ósamsett � ekki er

Germynd leggur áherslu á þann sem framkvæmir, gerandann algengasta myndin ósamsett � ekki er notuð hjálparsögn með henni � engu er bætt við sögnina Móðirin klæddi barnið í buxur. Vallaskólaleiðin 2008

Þolmynd beinir athyglinni að þolandanum, þeim sem verður fyrir því sem sagnorðið segir til

Þolmynd beinir athyglinni að þolandanum, þeim sem verður fyrir því sem sagnorðið segir til um myndast með hjálparsögnunum vera og verða og því eru alltaf tvær sagnir þegar um þolmynd er að ræða Barnið var klætt í buxur. sá sem framkvæmir það sem sögnin segir er ekkert endilega nefndur en honum má þó bæta við í lokin Barnið var klætt í buxur af móðurinni. Kýrnar voru reknar í hagann (af einhverjum). Vallaskólaleiðin 2008

Miðmynd enda alltaf á -st í öllum persónum oft sá sami sem framkvæmir verknað

Miðmynd enda alltaf á -st í öllum persónum oft sá sami sem framkvæmir verknað og verður fyrir honum Barnið klæddist buxum. Ég klæddist buxum. Þú klæddist buxum. nokkrar sagnir eru aðeins til í miðmynd, svokallaðar miðmyndarsagnir Gamli maðurinn andaðist í gær. ruglast auðveldlega saman við germyndarsagnir í 2. persónu þar sem þær enda stundum á -st – skipta um persónu til að athuga málið Vallaskólaleiðin 2008 Þú fórst í bíó í gær. (gm. ) Maður fórst í sjóslysi í

Ópersónulegar sagnir breytast ekki þótt skipt sé um persónu með þeim taka með sér

Ópersónulegar sagnir breytast ekki þótt skipt sé um persónu með þeim taka með sér frumlag í aukafalli Mig langar Þig langar Hana langar Okkur langar Suma Ykkur langar Alla Þá langar Ýmsa langar oft huglægar og tákna ástand eða líðan Mig dreymir stundum fallega. Mig minnir að þú sért draumlyndur. Vallaskólaleiðin 2008 Mér finnst rigningin góð.

Að hlakka og kvíða persónulegar sagnir sem oft er ruglað saman við ópersónulegar Rétt

Að hlakka og kvíða persónulegar sagnir sem oft er ruglað saman við ópersónulegar Rétt ég hlakka til ég kvíði fyrir Rangt mig/mér hlakkar til mig/mér kvíður fyrir Vallaskólaleiðin 2008