Or af ori og orafori Or af ori

  • Slides: 19
Download presentation
Orð af orði og orðaforði Orð af orði Kynning í myndum

Orð af orði og orðaforði Orð af orði Kynning í myndum

Fyrst aðeins um læsi og nám og PISA • Læsi þýðir í hefðbundnum skilningi

Fyrst aðeins um læsi og nám og PISA • Læsi þýðir í hefðbundnum skilningi það að geta lesið og skrifað • Í skilgreiningu á hugtakinu læsi, sem stuðst er við í PISA rannsókn OECD, er merkingin víðtækari og vísar til • . . . getu nemenda til að beita þekkingu sinni og færni í mikilvægum námsgreinum; til að greina, skilja, leysa og útskýra viðfangsefni ýmissa námsgreina, skilmerkilega og við alls kyns aðstæð ur • Þannig er til dæmis talað um læsi á stærðfræði og náttúrufræði, auk lesskilnings • Í Hvítbók um umbætur í menntun(bls. 7)

https: //mms. is/sites/mms. is/files/pisa_2015_island. pdf 3

https: //mms. is/sites/mms. is/files/pisa_2015_island. pdf 3

Úr skýrslu MMS um niðurstöður PISA • Til að greina orsakir slaks árangurs hljóta

Úr skýrslu MMS um niðurstöður PISA • Til að greina orsakir slaks árangurs hljóta spjótin að beinast að orðaforða og lesskilningi nemenda. Slakur orðaforði hamlar nemendum í námi enda er hann mikilvægur áhrifaþáttur þegar kemur að slökum lesskilningi (vísað í Freyju Birgisdóttur, 2016) • Þá er minnkandi áhugi á náttúrufræði m. a. rakinn til þess að nemendur eigi stöðugt erfiðara með námið því orðaforði og málskilningur er slakur og margir nemendur vanbúnir að afla sér frekari þekkingar á þessu sviði (vísað í Hafþór Guðjónsson, 2008, 2011; og Ólaf Örn Pálmarsson, 2011) • Til að forðast yfirborðsnálgun og efla djúpan lesskilning benda rannsóknir til svo ekki verður um villst að efla þurfi hærra stigs orðaforða nemenda og beita þurfi lesskilningsaðferðum í öllum námsgreinum (vísað í Sigríði Ólafsdóttur, 2015) • Í þessu ljósi verður í rannsóknum m. a. að beina sjónum að kennsluháttum í náttúrugreinum og með hvaða hætti þær stuðli að hærra stigs orðaforða nemenda. Þá verða kennarar, fræðimenn og yfirvöld menntamála að sameinast um að efla faglegt starfsumhverfi náttúrufræðikennara og leggja áherslu á leiðir sem auka orðaforða og lesskilning nemenda“ 4

Orðakennsla og námsárangur 90 Fylgni 800. 97 Fylgni (Marzano, 2004; Stahl og Fairbanks, 1986)

Orðakennsla og námsárangur 90 Fylgni 800. 97 Fylgni (Marzano, 2004; Stahl og Fairbanks, 1986) 0. 97 70 60 50 40 62 50 83 áhrif d = 0. 97 áhrif d = 0. 33 30 20 10 %0 Engin Almennur orðaforði Námsorðaforði Áhrif markvissrar orðakennslu, d= 0. 67 (Hattie, 2009 og síðar)

Mál – hugsun og nám • Guðmundur Finnbogason, 1903 • Málið er hugsanabúningur mannsins,

Mál – hugsun og nám • Guðmundur Finnbogason, 1903 • Málið er hugsanabúningur mannsins, þau klæði er öll þekking verður að íklæðast til að verða almennings eign. Það er því auðsætt, að móðurmálskenslan er ekki og á ekki að vera aðeins orðkensla, heldur og hlutkensla. Orðin eiga að vekja skýrar og lifandi hugmyndir um það sem þau tákna, og fyrsta skylda móðurmálskennarans er að venja nemendurna á að brjóta til mergjar hvert efni sem þeir lesa um, hugsa um það, setja sér það lifandi fyrir hugskotssjónir, svo að það verði hold af þeirra holdi og bein af þeirra beinum. • Nám er fyrirhöfn og í yfirferð verður að forgangsraða sem best í þágu náms

Orð og orðanám • Hvað merkir orðið hagurbal? • Spurt í Útsvari (Akureyri) •

Orð og orðanám • Hvað merkir orðið hagurbal? • Spurt í Útsvari (Akureyri) • Hvernig lærum við orðið, merkingu þess, og hvenær og hvernig viðeigandi er að nota það? • Hvernig verður orðið hluti af virkum orðaforða? • Orð sem við getum notað í ræðu eða riti? • Sjá hér á eftir • Gott er að hugleiða ofangreindar spurningar en ekki síður velta upp spurningunni • Hvers vegna ætti að kenna/læra orðið – hvert er mikilvægi þess? • Fyrri spurningarnar snúast um að gera hlutina rétt en seinni spurningin um að gera réttu hlutina

Orð og nám • Hvernig læra nemendur (úrvinnslukenning)? • Skyggnast út á við en

Orð og nám • Hvernig læra nemendur (úrvinnslukenning)? • Skyggnast út á við en ekki síður inn á við • Brúargerð, milli innri og ytri þátta (skemu, áreiti, hugsmíði) • Fjölbreytt og djúp úrvinnsla (efni víða fangað, skoðað vandlega og í samhengi) • Sundurgreinandi vinna (efni brotið til mergjar, rannsakað og krufið) • Heild>eind • Samtengjandi vinna (samsetning, bygging og endurbygging). • Eind>heild • Endurtekning festir í minni, styrkir skemu • Fjölbreytt og tíð úrvinnsla og endurbirting • t. d. samræða, ritun, að búa til eitthvað á grunni þekkingarinnar (orðaforðans) • Upprifjun mikilvæg (helst með nýjum tengingum) • Yfirfærsla – að nemendur nýti það sem þeir læra á greinandi og skapandi hátt

Skyggnið innra og ytra með okkur Hugarflug 9

Skyggnið innra og ytra með okkur Hugarflug 9

Orð og efni • Orðaforði endurspeglar efnislega þekkingu (Marzano, 2004) • Gegnir afar veigamiklu

Orð og efni • Orðaforði endurspeglar efnislega þekkingu (Marzano, 2004) • Gegnir afar veigamiklu hlutverki. . . • . . . í samskiptum við aðra, við að tjá hugsun sína, • . . . við nám, að tileinka sér þekkingu, og • . . . sem uppistaða (og ívaf ) hugsunar • Orðaforði er forsenda lesturs/læsis (Biemiller, 2003; Blachowicz og Fisher, 2015; Cunningham og Stanovich, 1998; Gambrell og Hedley, 2006; Scott og Nagy, 2004) • Sá sem hefur rýran orðaforða rekur í vörðurnar þegar hann les • Umskráning (e. decoding) og skilningur (e. comprehension) • Lestur er ein allra besta leiðin til að heyja sér orðaforða • Námsgengi veltur á orðaforða (Biemiller, 2003; Freyja Birgisdóttir, 2016; Marzano, 2004; Stahl og Nagy, 2006; Yopp, Yopp og Bishop, 2009)

Orð? • Merkingar og form, hugtök og annað • Bygg ing ar ein ing

Orð? • Merkingar og form, hugtök og annað • Bygg ing ar ein ing ar máls (Bloom, 2000; Read, 2000) • Orðin stök • Orð, nám, sól, borg, mat, sund, grein, stól, gler, gil, greip. . . • Orðhlutar • Ó sýn i leg t, orð a forð i, Ís land s vin ur, geð s hrær ing, fjöl gyð is trú ar hug mynd ir, Vað la heið ar veg a vinn u úti dyr a lyk la. . . • Orðasambönd – málvenjur. . . félagslegar venjur • Guðmundur veðraðist allur upp, hann færðist allur í aukana; Siggu óx nú fiskur um hrygg ; hún var norðan við sig, eiginlega alveg úti á túni; Jón var daufur í dálkinn og heltist úr lestinni. . . ; • Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði. . . Nú tíðkast þau breiðu spjótin • . . . keyra um þverbak? . . . bregða búi? . . . tefla við páfann? . . . bera í bætifláka. . . ? . . . fara í launkofa. . ? Taka e n til bænar? . . . brjóta blað í. . . ? . . . fer forgörðum? . . . sannarlega betri en enginn? • Að vel athuguðu. . . , segðu við mig hálft. . . , þetta er nú fyrst og. . . , . . . hefur rutt sér til. . . , það komast fáir með tærnar þar. . . , . . . viltu hoppa yfir þetta dæmi Siggi!

Margbreytileg merking – dæmi • Selur: sel-ur: • Veður- eða náttúrulýsingar: • Selveiðar, landselur,

Margbreytileg merking – dæmi • Selur: sel-ur: • Veður- eða náttúrulýsingar: • Selveiðar, landselur, Selvogsbanki • Hryssingslegt, napurt, kuldalegt, • „Ekki er hægt við selnum að sjá“ veðurbarið, vindur, svellkalt, heitt, hvasst, funi, kvika, él. . . • Selögn, selgresi, selja, seljurót • Mannlýsingar: • Sel og selskapur, selkona, matselja, að • Jón var hryssingslegur og hvessti sig selflytja, selstöðuverslun en Gunna var líka köld (svöl) að ganga • Selmánuður (sól) á hann af slíkri hörku. Það er napurlegt (nöturlegt) að þeim skuli • Selbiti og selbit (æ-pot) vera svona heitt í hamsi. Þau • „Að slá selbita í vasa sínum“. hreinlega veðruðust öll upp þannig að allt fór í bál og brand. Þau voru eins • Kaup og sala (selja, sölu-) og hænurassar í vindi. • Ég sel vörur, uppselt, . . . selja af hendi • Já það er engin lognmolla í sambandi þeirra – það er kalt mat okkar að • Ég legg allt í sölurnar. . . samskiptin í þessu stormasama • Ég veiti afsal, ég framsel hjónabandi séu ýmist við suðu- eða frostmark og ekki von um að lægi • Ég sel upp (lifur og lungum) strax. Það er því ekki bjart yfir þeim • „Afi hafði í seli“; „Ömmu varð ekki um sel“ blessuðum (var ekki sama um selinn); „Ég sel það ekki • Öll él styttir sem betur fer upp um síðir en ef ekki dagar þetta dýrara en ég keypti“; . . . seldu sig í vörninni“; hjónaband uppi –fer út um þúfur eða „Selst eins og heitar lummur“ í veður og vind.

Orð og orðaþekking Stig Kvarði – róf 10 Get notað öll afbrigði orðsins í

Orð og orðaþekking Stig Kvarði – róf 10 Get notað öll afbrigði orðsins í ræðu og riti í alls konar samhengi 9 Get notað allflestar myndir orðsins auðveldlega og af öryggi í ræðu og riti 8 Get notað orðið og flest afbrigði þess í ræðu og riti 7 Get notað orðið og allnokkrar myndir þess í ræðu og riti 6 Get notað orðið og fáeinar myndir þess í ræðu 5 Skil afbrigði orðsins er þau koma fyrir í setningu 4 Átta mig allvel á merkingu þegar ég sé orðið eða heyri 3 Átta mig á almennri merkingu orðsins þegar það kemur fyrir 2 Hef hugmynd um merkingu orðsins 1 Tel mig hafa heyrt orðið einhvers staðar 0 Þekki orðið

Heildarsýn á orðakennslu • Margar stakar hugmyndir til um orða og hugtakakennslu en heildarsýn

Heildarsýn á orðakennslu • Margar stakar hugmyndir til um orða og hugtakakennslu en heildarsýn má ekki vanta(Graves, 2016) • Orða og hugtakakennsla er langtímaverkefni sem felur í sér • (1) að koma á auðugu og fjölbreyttu málumhverfi • (2) að kenna nemendum stök orð • (3) að kenna nemendum orðanámsaðferðir • (4) að hlúa að orðvitund nemenda og efla hana • Skoðum myndir úr Orði af orði, höldum svo áfram

Hvað orð á að kenna og hve ítarlega • Skiptar skoðanir eru á því

Hvað orð á að kenna og hve ítarlega • Skiptar skoðanir eru á því hvaða orð eigi að leggja áherslu á í kennslu • Námsorðaforði (t. d. Flanigan og Greenwood, 2007; Marzano, 2004) • Almennur orðaforði sem gengur þvert á námsgreinar (t. d. Beck, Mc. Keown og Kucan, 2013; Graves, 2016; Kamil og Hiebert, 2005; Nagy, 2005). • Sambland • Skiptar skoðanir eru á því hve ítarleg kennslan eigi að vera, fer eftir mikilvægi orðanna • Yfirborðskennsla dugar oft (t. d. Marzano, 2004) • Ítarleg kennsla er oft nauðsynleg (t. d. Nagy, 2005) • Sambland

frh • Mc. Keown og Beck (2003) og þrjú lög orða (e. tier). •

frh • Mc. Keown og Beck (2003) og þrjú lög orða (e. tier). • Í fyrsta eða neðsta lagi eru algengustu orðin, svo sem bróðir, rúm, klukka, barn, skóli eða ánægð. • Almennur orðaforði sem þarf ekki að kenna • Orðin sem raðast í millilagið eru orð sem koma tiltölulega oft fyrir sjónir, eins og að krefjast, framkvæma, skynug og viðhalda. • Almennur og blæbrigðaríkur orðaforði sem leggja ætti áherslu á • Í efsta laginu eru orð sem eru fátíð eða afmörkuð og gjarnan tengd sérsviðum, eins og samsætur, stingbor og kúluskítur. • Orð sem aðeins ætti að kenna í viðeigandi samhengi

frh • (Flanigan og Greenwood, 2007; Graves o. fl. , 2013) • Lykilorð sem

frh • (Flanigan og Greenwood, 2007; Graves o. fl. , 2013) • Lykilorð sem mikilvægt er fyrir nemendur að þekkja áður en þau koma fyrir í námsefni • Þau krefjast djúprar og breiðrar þekkingar og kalla á ítarlega kennslu kennara og eftirfylgni • Lykilorð sem rétt er kenna jafnóðum og þau koma fyrir • Kennsla út frá viðeigandi samhengi • Lykilorð sem þarf ekki að kenna fyrr en eftir að þau koma fyrir • Óbein kennsla ef þau koma sjaldan fyrir • Orð sem koma oft fyrir ættu að lærast án kennslu • Á fjórða stigi eru orð sem nemendur þekkja fyrir, orð sem þeir ættu að skilja út frá samhengi eða orð sem kennarar telja ekki ástæðu til að leggja áherslu á • Þau þarf ekki að kenna – grisjun/flysjun, forgangsröðun

Orðakennsla • „Bein kennsla“ • Orð og aðferðir • Lykilorð, hagnýt orð, uppbyggileg orð

Orðakennsla • „Bein kennsla“ • Orð og aðferðir • Lykilorð, hagnýt orð, uppbyggileg orð og orðasambönd, áhugaverð orð • Mikilvægur námsorðaforði • Að efla vitund og færni • Að gaumgæfa samhengi orða • Að gaumgæfa samsetningu orða (orðhlutar) • Að læra aðferðir til að kryfja orð á greinandi, skapandi og uppbyggilegan hátt • „Óbein kennsla“ (samskipti/tal, hlustun, lestur, ritun) • Lestur, samræður, val námsefnis/lesefnis • Samspil efnis/texta og reynslu nemenda • KVL, að sökkva sér í efnið, námsvitund • Gagnvirkur lestur og skyldar aðferðir • T. d. PALS (e. peer assisted learning strategies) og CSR (e. collaborative strategies reading ) sem byggja á samvinnu nemenda

Helstu heimildir til stuðnings • http: //hagurbal. weebly. com/heimildir og lesefni. html

Helstu heimildir til stuðnings • http: //hagurbal. weebly. com/heimildir og lesefni. html