Narstund Hugstormun Hva veit g um efni Hva

  • Slides: 23
Download presentation
Náðarstund Hugstormun: Hvað veit ég um efnið? Hvað myndi ég vilja vita? Orðið Náðarstund

Náðarstund Hugstormun: Hvað veit ég um efnið? Hvað myndi ég vilja vita? Orðið Náðarstund – merking þessa orðs? Upplýsingaöflun: Höfundur, ritdómar, aðrar bækur sem byggja á sama efniviði, lagatextar, kvikmyndir íslenskar og væntanlega erlendar o. fl.

Náðarstund – um bókina Söguleg skáldsaga (Heimildaskáldsaga) Eftir erlendan rithöfund. Tenging við okkar heimaslóðir,

Náðarstund – um bókina Söguleg skáldsaga (Heimildaskáldsaga) Eftir erlendan rithöfund. Tenging við okkar heimaslóðir, e. t. v. sum okkar afkomendur sögupersóna?

Markmið vinnunnar Helstu markmið eru að nemendur…. . Lestur og bókmenntir lesi, túlki, meti

Markmið vinnunnar Helstu markmið eru að nemendur…. . Lestur og bókmenntir lesi, túlki, meti og fjalli um íslenskar bókmenntir. þjálfist í að beita nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræði, s. s. minni, fléttu, sjónarhorni og sögusviði. skilji mikilvægi þess að geta lesið og eflt eigið læsi geri sér grein fyrir eðli og einkennum mismunandi texta með því að lesa og rýna í textategund sem er nemendum framandi, læri að þekkja einkenni þeirra. greini myndmál og stílbrögð í texta. greini og skilji aðalatriði og aukaatriði í texta og glöggvi sig á tengslum efnisatriða. Talað mál og hlustun þjálfist í að hlusta, taka eftir og nýta sér upplýsingar í töluðu máli til fróðleiks og skemmtunar, njóti upplesturs og geti gert grein fyrir skoðun sinni á viðkomandi efni. þjálfist í að eiga góð samskipti þar sem gætt er að máli, hlustun, tillitsemi, virðingu og kurteisi. Ritun þjálfist í að velja og skrifa mismunandi textagerðir sem hæfa viðkomandi verki og beita orðaforða og málsnið við hæfi. þjálfist í að tjá hugmyndir sínar og skoðanir og færa rök fyrir þeim í rituðu máli, semja texta frá eigin brjósti og beita ríkulegu tungutaki í skapandi ritun. beiti skipulegum vinnubrögðum við ritun, skipi efnisatriðum í röklegt samhengi og móti málsgreinar og efnisgreinar. Málfræði leiti skýringa á torskildum orðum, þjálfist í að fletta upp í handbókum, orðasöfnum og rafrænum orðabönkum og nýta sér málfræðilegar upplýsingar sem þar er að finna. noti fleyg orð, algeng orðtök, málshætti og föst orðasambönd til að auðga mál sitt og geri sér grein fyrir þýðingu lestrar, þ. á. m. bókmennta, í þessu skyni. geri sér grein fyrir mismunandi málnotkun og málsniði eftir efni og tilefni og átti sig á aldurstengdum og starfstengdum tilbrigðum í orðaforða og málnotkun.

Fyrirkomulag og verkefni Unnið verður með bókina u. þ. b. 3 kennslustundir á viku.

Fyrirkomulag og verkefni Unnið verður með bókina u. þ. b. 3 kennslustundir á viku. Lestur fer að hluta til fram í kennslustundum en einnig er reiknað með að nemendur lesi hluta af vikuáætluninni heima. Samhliða lestri vinna nemendur ýmis verkefni sem þeir safna í möppu, t. d. útdrætti, persónulegar hugleiðingar og vangaveltur um efnið, orðskýringar, persónulýsingar o. fl.

Náðarstund - námsmat Námsmat er þríþætt: • • • Þátttaka og virkni nemenda í

Náðarstund - námsmat Námsmat er þríþætt: • • • Þátttaka og virkni nemenda í tímum, t. d. í umræðum um efnið. Námsmappa Tímaritgerð/verkefni um valið afmarkað efni Ferð að Illugastöðum/m. leiðsögn? ? ?

Orðskýringar Við lestur sögunnar má ætla að fjölmörg torskilin orð verði á vegi okkar.

Orðskýringar Við lestur sögunnar má ætla að fjölmörg torskilin orð verði á vegi okkar. Því þarf oftar en ekki að fletta upp orðum í orðabókum eða á snara. is og ráða í merkingu þeirra. Nemendur velja vikulega u. þ. b. 10 orð úr textanum til orðskýringa eftir/samhliða lestri hvers kafla (einstaklings- eða hópvinna). Orðskýringar skulu vera nákvæmar og þeim öllum haldið til haga í námsmöppunni. Dæmi um orðskýringu Affluttu = afflytja: (s) rægja, rangfæra samheitaorðabók: afbaka, rógbera, lasta

Vangaveltur og hugleiðingar Við lestur skáldsagna kvikna oftar en ekki ótal spurningar og vangaveltur

Vangaveltur og hugleiðingar Við lestur skáldsagna kvikna oftar en ekki ótal spurningar og vangaveltur í huga okkar. Nemendur skrifa hugleiðingar um eða í tengslum við efni bókarinnar og halda þeim til haga í námsmöppunni. Lengd hverrar hugleiðingar getur t. d. verið um 100 – 200 orð.

Vangaveltur og hugleiðingar Hver eru viðbrögð mín við textanum? Er eitthvað sem mér fannst

Vangaveltur og hugleiðingar Hver eru viðbrögð mín við textanum? Er eitthvað sem mér fannst sérstaklega áhugavert, leiðinlegt, sorglegt, fyndið o. s. frv. ? Af hverju? Hvaða spurningar kvikna hjá þér í tengslum við það sem þú varst að lesa? Tengist textinn einhverju sem þú hefur upplifað, heyrt eða lesið um? Ef svo er, hverju þá? Hafði textinn áhrif á þig? Hvaða áhrif? Hvernig líður þér við lesturinn? Athyglisverðar persónur? Hvers vegna? Hvernig ímyndar þú þér sögusviðið? Spurningar til rithöfundarins? Er eitthvað sem þú vilt spyrja hann um?

Hugleiðing um aðstæður persóna Ritunarverkefni úr 1. og 2. kafla Óhætt er að segja

Hugleiðing um aðstæður persóna Ritunarverkefni úr 1. og 2. kafla Óhætt er að segja að sögupersónur í bókinni Náðarstund búi við misjafnar aðstæður. Fjallaðu um, og berðu saman, aðstæður nokkurra þeirra aðalpersóna sem kynntar hafa verið til sögunnar í 1. og 2. kafla bókarinnar. Hér er m. a. gott að huga að stöðu þeirra í samfélaginu, heimili og húsakynnum, líkamlegu ástandi og heilsufari, fjölskylduhögum o. fl. Taktu dæmi úr textanum máli þínu til stuðnings. Þú getur t. d. fjallað um og borið saman… aðstæður Agnesar annars vegar og Tóta hins vegar eða aðstæður Blöndals sýslumanns og Kornsárfjölskyldunnar Helstu markmið verkefnisins eru að nemendur… : § § lesi, túlki, meti og fjalli um íslenskar bókmenntir. þjálfist í að velja og skrifa mismunandi textagerðir sem hæfa viðkomandi verki og beita orðaforða og málsnið við hæfi. þjálfist í að tjá hugmyndir sínar og skoðanir og færa rök fyrir þeim í rituðu máli, semja texta frá eigin brjósti og beita ríkulegu tungutaki í skapandi ritun. beiti skipulegum vinnubrögðum við ritun, skipi efnisatriðum í röklegt samhengi og móti málsgreinar og efnisgreinar. Skila skal verkefninu til kennara fimmtudaginn 27. september.

Samantekt/útdrættir Nemendur vinna stutta útdrætti úr völdum köflum sögunna (einstaklings og/eða paravinna). Hverju hefur

Samantekt/útdrættir Nemendur vinna stutta útdrætti úr völdum köflum sögunna (einstaklings og/eða paravinna). Hverju hefur verið sagt frá? (hvað er búið að gerast í textanum? Dragðu saman helstu atburði sem búið er að segja frá). Hvaða persónur hafa komið við sögu? Forspá (hvað telur þú að gerist næst í sögunni? ) Útdráttum skal haldið til haga í námsmöppunni.

Að endursegja og draga saman aðalatriði úr texta Útdráttur úr 1. -7. kafla Nú

Að endursegja og draga saman aðalatriði úr texta Útdráttur úr 1. -7. kafla Nú hefur þú lokið við að lesa u. þ. b. helming sögunnar Náðarstund. Skrifaðu stuttan útdrátt (um það bil 150 -200 orð) úr fyrri hluta sögunnar þar sem þú rekur atburðarásina í grófum dráttum og dregur saman það helsta sem fram hefur komið. Athugaðu að hér reynir á þig að meta hvað eru aðalatriði og hvað skiptir minna máli, hvað þarf að koma fram og hvað eru aukaatrið. Gættu þess að verða ekki of langorður og nákvæmur í samantektinni og festast ekki í að greina frá atriðum sem skipta takmörkuðu máli fyrir söguna í heild sinni. Helstu markmið verkefnisins eru að nemendur… : þjálfist í að greina og skilja aðalatriði og aukaatriði í margs konar texta og glöggva sig á tengslum efnisatriða. geti valið og beitt mismunandi aðferðum við lestur. beiti reglum um réttritun, sýni gott vald á stafsetningu og að þeir gerir sér grein fyrir að rétt stafsetning er virðing við mál, texta og lesanda. beiti skipulegum vinnubrögðum við ritun, skipi efnisatriðum í röklegt samhengi og móti málsgreinar og efnisgreinar. Skila skal verkefninu til kennara föstudaginn 2. nóvember.

Textagreining og ritunarverkefni - hópvinna Nemendur rýna í og greina valin textabrot úr sögunni.

Textagreining og ritunarverkefni - hópvinna Nemendur rýna í og greina valin textabrot úr sögunni. Athuga þarf sérstaklega: stíl og uppsetningu textans orðaval/orðanotkun setningagerð og orðaröð Textagreiningum skal haldið til haga í námsmöppunni.

Textagreining úr 1. kafla (bls. 11 -15) 1. Byrjið á að rýna vandlega í

Textagreining úr 1. kafla (bls. 11 -15) 1. Byrjið á að rýna vandlega í textana á bls. 11, 12 og 13 -15. 2. Veljið texta og lýsið honum eins vel og þið getið. Við lýsinguna er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga: Hvers konar textagerð er um að ræða? Hvernig sérðu það? Hvernig myndir þú lýsa stíl textans? óformlegur, háfleygur, látlaus, nútímalegur, gamaldags…. ? Hvað einkennir orðaval/orðanotkun textans? Takið dæmi máli ykkar til stuðnings og tilgreinið hvaða orð við myndum frekar nota í dag. Hvað einkennir málsgreinar, setningar og orðaröð í textanum? Athugaðu hér t. d. lengd málsgreina og setninga sem og staðsetningu sagna í setningum. 3. Ritunarverkefni: Þegar stíll og efni fara ekki saman… Nú er komið að þér að leika þér svolítið með málið og skrifa texta í svipuðum stíl og textinn í bókinni en umfjöllunarefnið má vera mun hversdagslegra. Hér mætti t. d. hugsa sér að setja saman skoplegan texta með hátíðlegu ívafi, t. d. háfleygan auglýsingatexta eða mjög ýktan formlegan tölvupóst/facebook-skilaboð sem innihalda upplýsingar og skilaboð um ósköp hversdagslegt efni. Hér er kjörið að huga að óhefðbundinni orðaröð og nota formelgt/hátíðlegt orðalag sem mest. Gættu þess vel að öll uppsetning sé í samræmi við þá textagerð sem varð fyrir valinu. Sæl sértu móðir kær! Ég vona að bréf þetta berist þér í tæka tíð… Vegna trafala komst ég ei í verslunarleiðangur þann sem þú baðst mig um í smáskilaboðum yðar árla þessa dags. Ég mun……. .

Bókmenntagreining Ýmis verkefni sem miða að því að nemendur vinni með og þjálfist í

Bókmenntagreining Ýmis verkefni sem miða að því að nemendur vinni með og þjálfist í að beita nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræði, sjá nánar á næstu glærum.

Persónusköpun og mannlýsingar Hvernig er persónum lýst í sögunni? Hvaða persónur fá mest rými?

Persónusköpun og mannlýsingar Hvernig er persónum lýst í sögunni? Hvaða persónur fá mest rými? Hvað er góð persónulýsing? hvað gerir lýsingu góða og hvað slaka? Dæmi…. Hugtökin bein og óbein lýsing (sjá skýringar á glærum) Persónulýsingaverkefni: Nemendur velja sér persónur sem þeir gera ítarlega grein fyrir.

Tími, umhverfi og sögusvið Hópverkefni Tími er einn af grundvallarþáttum frásagna. Hugtök til skoðunar:

Tími, umhverfi og sögusvið Hópverkefni Tími er einn af grundvallarþáttum frásagna. Hugtök til skoðunar: ytri tími, innri tími (sögutími) og skrásetningartími (sjá skýringar á glærum) Rýnið í söguna í heild sinni með tímahugtakið til hliðsjónar og gerið grein fyrir innri tíma, ytri tíma og skrásetningartíma sögunnar. Helstu markmið verkefnisins eru að nemendur… : § § § lesi, túlki, meti og fjalli um íslenskar bókmenntir. þjálfist í að eiga góð samskipti þar sem gætt er að máli, hlustun, tillitsemi, virðingu og kurteisi. þjálfist í að beita nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræði, s. s. minni, fléttu, sjónarhorni og sögusviði. Skila skal verkefninu til kennara fyrir jólafrí.

Tími, umhverfi og sögusvið frh. Hópverkefni Umhverfi og sögusvið skiptir miklu máli í hverri

Tími, umhverfi og sögusvið frh. Hópverkefni Umhverfi og sögusvið skiptir miklu máli í hverri sögu. Með hugtakinu umhverfi er átt við allar ytri aðstæður, náttúrulegar, félagslegar og menningarlegar. Með hugtakinu sögusvið er átt við þann vettvang sem sagan gerist á, umhverfi sem persónurnar hrærast í (sjá skýringar á glærum). Gerðið ítarlega grein fyrir umhverfi og sögusviði í sögunni Náðarstund. Helstu markmið verkefnisins eru að nemendur… : § § § lesi, túlki, meti og fjalli um íslenskar bókmenntir. þjálfist í að eiga góð samskipti þar sem gætt er að máli, hlustun, tillitsemi, virðingu og kurteisi. þjálfist í að beita nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræði, s. s. minni, fléttu, sjónarhorni og sögusviði. Skila skal verkefninu til kennara fyrir jólafrí.

Sjónarhorn Hópverkefni Hvaða sjónarhorn fær lesandi sögunnar á þá atburði sem fjallað er um?

Sjónarhorn Hópverkefni Hvaða sjónarhorn fær lesandi sögunnar á þá atburði sem fjallað er um? Athugið hvernig er flakkað á milli sjónarhorna í sögunni? Takið dæmi máli ykkar til stuðnings. Helstu markmið verkefnisins eru að nemendur… : § § § lesi, túlki, meti og fjalli um íslenskar bókmenntir. þjálfist í að eiga góð samskipti þar sem gætt er að máli, hlustun, tillitsemi, virðingu og kurteisi. þjálfist í að beita nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræði, s. s. minni, fléttu, sjónarhorni og sögusviði. Skila skal verkefninu til kennara fyrir jólafrí.

Myndmál og stílbrögð Í sögunni má víða koma auga á ýmis konar myndmál og

Myndmál og stílbrögð Í sögunni má víða koma auga á ýmis konar myndmál og stílbrögð sem höfundur beitir til að gera textann myndrænni. Greining myndmáls: nemendur velta fyrir sér myndmáli og gera grein fyrir því á nokkrum stöðum í sögunni. Hugtök sem unnið verður með: bein mynd, persóngerving, viðlíking, myndhverfing, tákn o. fl. (sjá skýringar á glærum) Skoða t. d. sérstaklega 3. kafla, frásögn Agnesar mjög myndræn.

Að greina myndmál í bókmenntatexta Verkefni úr 3. og 4. kafla Í 3. og

Að greina myndmál í bókmenntatexta Verkefni úr 3. og 4. kafla Í 3. og 4. kafla sögunnar má víða sjá dæmi um það hvernig höfundur beitir myndmáli og stílbrögðum til að glæða textann lífi og gera hann myndrænni í huga okkar lesenda. Frásögn Agnesar er t. d. víða mjög myndræn. Finndu og útskýrðu a. m. k. eitt dæmi um hverja af eftirfarandi tegundum myndmáls í textanum: viðlíking myndhverfing bein mynd persónugerving Taktu fram hvar myndmálið er að finna í kaflanum og útskýrðu vel hvers konar tegund myndmáls er um að ræða. Skýringar þínar gætu þá orðið eitthvað á þessa leið… Á blaðsíðu 81 í sögunni má sjá gott dæmi um það hvernig höfundur beitir viðlíkingu en þar segir… , , Slyðrur hanga ofan úr loftinu eins og óþvegið hár“. Hér er linu og úr sér vöxnu grasi sem hangir út úr loftinu á bænum líkt við óþvegið hár. ATH. Gott að rifja upp efnið á glærunum , , Myndmál“ Skila skal verkefninu til kennara fimmtudaginn 11. október.

Sviðsettur spjallþáttur (Kastljós) Nemendur setja á svið (og/eða taka upp) Spjallaþátt/Kastljósþátt þar viðmælendur eru

Sviðsettur spjallþáttur (Kastljós) Nemendur setja á svið (og/eða taka upp) Spjallaþátt/Kastljósþátt þar viðmælendur eru nokkrar aðalpersónur sögunnar. Í þættinum er leitast við að kryfja sakamálið og aðdraganda þess til mergjar. Til umfjöllunar: 14. MARS 1828 (atburðir næturinnar) Sekt eða sakleysi? ? ?

Náðarstund Til umfjöllunar eftir lestur bókarinnar 14. mars 1828 12. janúar 1830 Heimilisfólkið á

Náðarstund Til umfjöllunar eftir lestur bókarinnar 14. mars 1828 12. janúar 1830 Heimilisfólkið á Kornsá Sekt og/eða sakleysi? Steina og samúð hennar með Agnesi Agnes og viðhorf sveitunga til hennar Samfélagsgerðin sem sagt er frá í bókinni samanborið við nútímasamfélag Agnes og tilfinningar hennar Samband Agnesar og Natans Samband Agnesar og Tóta Helstu kvenpersónur sögunnar Natan Ketilsson… og konur

Náðarstund Tímaritgerð 20. desember Veldu eitt af eftirfarandi verkefnum og undirbúðu þig fyrir að

Náðarstund Tímaritgerð 20. desember Veldu eitt af eftirfarandi verkefnum og undirbúðu þig fyrir að skrifa um það stutta tímaritgerð. Gættu þess að ritgerðin þín hafi eðlilega byggingu og að frágangur sé snyrtilegur. Mundu eftir að vísa í söguna Náðarstund og taka dæmi úr henni máli þínu til stuðnings. Lengd ritgerðar skal vera u. þ. b. 1 -11/2 blaðsíða. Gerðu grein fyrir persónunni Agnesi og viðhorfi sveitunga til hennar. Lýstu samfélaginu sem sagt er frá í bókinni og berðu það saman við það samfélag sem þú lifir og hrærist í. Gerðu grein fyrir sögu Agnesar og tilfinningum hennar. Lýstu sambandi Agnesar og Natans. Fjallaðu um helstu kvenpersónur sögunnar. Lýstu sambandi Agnesar og Tóta. Fjallaðu um persónuna Natan Ketilsson. Gerðu grein fyrir Illugastaðamorðunum og aðdraganda þeirra. Fjallaðu í framhaldinu um sekt og/eða sakleysi í sögunni.