Lokaritgerir2 Uppskrift a ritger 9 6 2021 Ritun

  • Slides: 39
Download presentation
Lokaritgerðir-2 Uppskrift að ritgerð 9. 6. 2021 Ritun lokaritgerða, Ásgeir Jónsson 1

Lokaritgerðir-2 Uppskrift að ritgerð 9. 6. 2021 Ritun lokaritgerða, Ásgeir Jónsson 1

Ásgeir Jónsson Tölvupóstur ajonsson@hi. is Heimasíða http: //www. hi. is/~ajonsson Heimsíða námskeiðsins http: //www.

Ásgeir Jónsson Tölvupóstur ajonsson@hi. is Heimasíða http: //www. hi. is/~ajonsson Heimsíða námskeiðsins http: //www. hi. is/~ajonsson/lokaritgerd 2003. htm 9. 6. 2021 2

Uppskrift að ritgerð n n n 9. 6. 2021 Uppbygging ritgerðar Heimildavinna Málfar 3

Uppskrift að ritgerð n n n 9. 6. 2021 Uppbygging ritgerðar Heimildavinna Málfar 3

Hvernig skal byggja upp ritgerð? n n n 9. 6. 2021 Nokkrar leiðir eru

Hvernig skal byggja upp ritgerð? n n n 9. 6. 2021 Nokkrar leiðir eru færar, en samt sem áður er hægt að tala um meginlínur. Hér verður gefin ein uppskrift sem dugar vel, en þó er hún fjarri því að vera algild. Nánari útfærslur er hægt að finna í fjölmörgum bókum um skrif, stíl og heimildarvinnu. 4

Uppbygging ritgerðar 1. 2. 3. 4. 5. 6. 9. 6. 2021 Inngangur og efnisyfirlit

Uppbygging ritgerðar 1. 2. 3. 4. 5. 6. 9. 6. 2021 Inngangur og efnisyfirlit Kynning og yfirlit yfir málsefnið. Lýsing á aðferðafræði og efnistökum. Niðurstöður og framlag ykkar Niðurlag Viðaukar 5

Uppbygging ritgerðar n n 9. 6. 2021 Raunveruleg kaflaskil eru oft með öðrum hætti.

Uppbygging ritgerðar n n 9. 6. 2021 Raunveruleg kaflaskil eru oft með öðrum hætti. Oft er hver kafli nálægt því að vera sjálfstætt verk sem hefst með kynningu og endar á stuttri samantekt. Hver kafli hefur lýsingu á aðferðafræði og birtir niðurstöður. En þetta eru meginstefin sem hægt er að yrkja eftir. 6

1. Inngangur n n n 9. 6. 2021 Á að veita yfirlit yfir það

1. Inngangur n n n 9. 6. 2021 Á að veita yfirlit yfir það sem stendur í ritgerðinni. Á að útskýra mikilvægi málsefnisins. Á einnig að staðsetja ykkur í fræðunum. Á að vekja áhuga lesandans á viðfangsefni ritferðarinnar. Verður að vera læsilegur. Best að skrifa innganginn síðast. 7

1. Fyrsta síða n n 9. 6. 2021 Utanaðkomandi aðilar munu glugga á fyrstu

1. Fyrsta síða n n 9. 6. 2021 Utanaðkomandi aðilar munu glugga á fyrstu síðu. Fyrsta málsgrein er inngangur að innganginum, sem flestir munu lesa. Reynið að hafa slagkraft í fyrstu málsgrein, þannig að aðal “spark” ritgerðarinnar komi fram strax. Í inngangi hafið þið einnig þann möguleika að vekja áhuga lesandans með lýsandi dæmisögu, sem sýnir megininntak ritgerðarinnar í hnotskurn. 8

2. Yfirlit n n 9. 6. 2021 Fátt er nýtt undir sólinni. Þú verður

2. Yfirlit n n 9. 6. 2021 Fátt er nýtt undir sólinni. Þú verður að sannfæra lesandann um að þú byggir á þeirri þekkingu sem er til staðar, en sért ekki að finna upp hjólið á nýjan leik. Þú verður að greina frá og skýra helstu niðurstöður greina og bóka sem tengjast málsefni þínu. Hér verður að sýna á hvaða fræðilega grunni ritgerðin er byggð. 9

2. Yfirlit (oft hluti af inngangi) n n n 9. 6. 2021 Verður að

2. Yfirlit (oft hluti af inngangi) n n n 9. 6. 2021 Verður að svara tveim spurningum: Hvaða upplýsingar og ályktanir um málsefni þitt er að finna í skrifum annarra. Hvaða upplýsingar og ályktanir um málsefni þitt er ekki að finna í skrifum annarra. Hvar munt þú reyna að bæta úr? Slíkt yfirlit er þó stundum hluti af inngangi. 10

3. Aðferðafræði n n n 9. 6. 2021 Hér greinir þú frá því hvernig

3. Aðferðafræði n n n 9. 6. 2021 Hér greinir þú frá því hvernig þú ætlar að nálgast viðfangsefnið. Hvað ætlar þú að skýra og hvernig. Hvaða forsendur gefur þú þér. Hvernig rökstyður þú þá leið sem þú hefur valið til þess að takast á við efnið. Hér verður að kynna þá fræðilegu nálgun sem liggur að baki greiningu þinni. 11

3. Að kjarna málsins n n n 9. 6. 2021 Ef ritgerðin er empírísk,

3. Að kjarna málsins n n n 9. 6. 2021 Ef ritgerðin er empírísk, verður að gera tölfræðibeitingu og starfsaðferðum skil. Hvaða tilgátur er verið að prófa? Nauðsyn að lýsa gögnunum vel Góð hugmynd að kynna talnaraðir með grafískum hætti (á mynd) með góðum útskýringum áður en farið er að vinna úr þeim. Það hjálpar bæði ykkur að skrifa og skilja og öðrum að lesa. 12

3. Að byggja á bjargi n n 9. 6. 2021 Leggið áherslu á að

3. Að byggja á bjargi n n 9. 6. 2021 Leggið áherslu á að tengja vinnu ykkar við þann fræðilega grunn sem þið hafið kynnst í náminu. Sum lokaverkefni eru vitaskuld hagnýt fremur en fræðileg. Samt sem áður er nauðsyn að byggja góða fræðilega, bjargfasta undirstöðu sem rannsókn ykkar getur staðið á. Að öðrum kosti er hús ykkar byggt á sandi. 13

3. Jöfnur n n 9. 6. 2021 Rita verður helstu jöfnur sem koma við

3. Jöfnur n n 9. 6. 2021 Rita verður helstu jöfnur sem koma við sögu eða aðrar fræðilegar útlistanir. Verið viss um að nefna og skýra allar breytur er koma við sögu, jafnóðum og þeim bregður fyrir. Framsettar jöfnur verður að útskýra vel. Umfjöllun á mæltu máli, um það sem jöfnurnar sýna, verður að vera svo góð að lesandi yrði jafn nær þótt jöfnurnar yrðu felldar út. 14

3. Það er leikur að læra n n 9. 6. 2021 Nauðsyn að leika

3. Það er leikur að læra n n 9. 6. 2021 Nauðsyn að leika sér með talnaraðirnar. Með því að skoða ýmis hlutföll, meðaltöl, hlutfallsbreytingar má oft draga fram áhugaverða hluti. Tiltölulega einfaldir hlutir sem þið hafið lært í tölfræðinni geta komið að miklum notum. Leyndardómur vísindanna felst í því að gera flókna hluti einfalda. 15

3. Tölur og línurit n n n 9. 6. 2021 Reynið að dreifa talnaefni

3. Tölur og línurit n n n 9. 6. 2021 Reynið að dreifa talnaefni yfir textann en láta þær ekki koma í einni bunu. Fáar og vel valdar tölur, studdar sterkum rökstuðningi hafa yfirleitt mest áhrif. Nákvæmar tölubirtingar geta komið í viðauka (appendix). Leggið áherslu á að nota myndir og línurit til þess að skýra niðurstöður ykkar. Ein mynd getur sagt meira en mörg orð. 16

3. Sjónrænt mikilvægi n n n 9. 6. 2021 Leggið vinnu í línuritin. Hugsið

3. Sjónrænt mikilvægi n n n 9. 6. 2021 Leggið vinnu í línuritin. Hugsið um framsetningu en þó mest um samsetningu. Hvaða talnaraðir eiga saman á mynd? Hvort er meira upplýsandi að skoða hlutfallsbreytingar (%) eða stöðustærðir? Er hægt að ná fram upplýsingum með því að deila einni talnaröð upp í aðra? Leiðréttið fyrir verðbólgu, fólksfjölgun. . Góð myndræn framsetning getur verulega studd við röksemdafærsluna, en myndirnar verða þó ávallt að vera studdar með góðum texta. 17

4. Niðurstöður n n 9. 6. 2021 Hér greinið þið frá því í hnotskurn

4. Niðurstöður n n 9. 6. 2021 Hér greinið þið frá því í hnotskurn hvað þið hafið fram að færa. Farið vel yfir þær tilgátur sem þið hafið prófað. Gerið ykkur far um að skýra frá með sem læsilegustum hætti. Stærstur hluti lesenda mun aðeins lesa inngang og niðurstöður. 18

4. Verið heiðarleg n n 9. 6. 2021 Verið heiðarleg. Engin rannsókn er laus

4. Verið heiðarleg n n 9. 6. 2021 Verið heiðarleg. Engin rannsókn er laus við veilur. Lesandinn fær traust á verkinu ef hún sér að þú gengur hreint til verks og dregur ekkert undan. Mun betra að nefna sjálf mögulega galla, fremur en að láta aðra fá þá ánægju að gera það fyrir ykkur. 19

4. Að verja sig n n n 9. 6. 2021 Segið frá þeim hættum

4. Að verja sig n n n 9. 6. 2021 Segið frá þeim hættum sem liggja í leyni á þeirri leið sem þú hefur valið, t. d. óvissu, mæliskekkjur. . . Nefnið sjálf þau rök sem mæla á móti því sem þið hafið gert, og reynið síðan að verja þá leið sem þið hafið valið. Sláið varnagla, t. d. með neðanmálsgreinum, þegar settar eru fram staðhæfingar sem hugsanlega er hægt að oftúlka eða gætu legið vel við höggi. 20

4. Verið fræðileg n n n 9. 6. 2021 Forðist gildishlaðið orðalag. Þið eigið

4. Verið fræðileg n n n 9. 6. 2021 Forðist gildishlaðið orðalag. Þið eigið að vera pósitíf, hlutlaus, sanngjörn en beinskeytt. Normatífar, fordómahlaðnar, tilfinningasamar ályktanir eiga heima annars staðar. Þið eigið þó alls ekki að vera skoðanalaus eða án réttlætiskenndar. En fræðafólk á að vera undir akademískum aga og hafa sönnunarskyldu á sínum ályktunum. Þið eigið að leita sannleikans. “Sannleikurinn gjörir yður frjálsa. ” 21

4. Hvert skal stefna n n 9. 6. 2021 Gerið ykkur far um að

4. Hvert skal stefna n n 9. 6. 2021 Gerið ykkur far um að nefna hvar niðurstöður ykkar munu nýtast. Af hverju eru þær merkilegar. Hverju hefur rannsóknarvinnan raunverulega skilað. Hvað þarf að rannsaka betur, og á hvaða nótum ætti framtíðarvinna að vera. 22

5. Viðauki n n n 9. 6. 2021 Hér birtast tæknilegar upplýsingar sem eru

5. Viðauki n n n 9. 6. 2021 Hér birtast tæknilegar upplýsingar sem eru mikilvægar fyrir þá sem vilja skilja nákvæmlega hvað þú ert að gera. Hér koma útlistanir á aðferðafræði, útleiðslur, gagnaraðir og fleira sem á ekki heima í megintextanum og komast ekki fyrir í neðanmálsgreinum. Hér hjálpið þeim sem hafa áhuga á því að ganga í spor ykkar með svipaðri rannsókn síðar meir. 23

5. Viðauki n n 9. 6. 2021 Hér er hægt að birta nákvæmar tölur

5. Viðauki n n 9. 6. 2021 Hér er hægt að birta nákvæmar tölur og niðurstöður, sem er vísað til frá megintexta. Góð notkun á viðauka getur gert rannsóknarritgerðir mun læsilegri en ella. Hér skal birt sú talnavinna sem þið hafið innt af hendi, sérstaklega ef þið hafið búið til einhver gögn sjálf. Leiðbeinandinn á að meta gagnavinnu eða fræðilegar útvíkkanir til einkunnar. 24

6. Heimildaskrá n n 9. 6. 2021 Birtið aðeins þær heimildir sem þið raunverulega

6. Heimildaskrá n n 9. 6. 2021 Birtið aðeins þær heimildir sem þið raunverulega notið. Verið viss um að nefna öll megin verk sem hafa fjallað um málsefni þitt. Nokkrar leiðir koma til greina um form heimildaskráa. Veljið þá fyrirmynd er ykkur líkar í samráði við leiðbeinandann. Lykilatriði er að sýna nákvæmni og halda heimildum til haga jafnóðum og þið lesið þær. 25

Heimildatilvísanir n n n 9. 6. 2021 Forðist að hafa beinar tilvitnanir langar, nema

Heimildatilvísanir n n n 9. 6. 2021 Forðist að hafa beinar tilvitnanir langar, nema þær séu frábærlega orðaðar eða séu á annan hátt með orðalagi sem er lýsandi. Of mikið af beinum tilvitnunum gerir textann erfiðari aflestrar og gefur þá mynd af ykkur að þið getið ekki skrifað sjálf. Reynið að festa tilvísanirnar niður með skipulegum hætti um leið og ritgerðinni vindur fram. Það getur verið erfitt og seinlegt að ætla að sópa öllum heimildunum saman undir lokin. 26

Heimildatilvísanir n n n 9. 6. 2021 Reynið að vitna í frumheimildir. Frumheimildir eru

Heimildatilvísanir n n n 9. 6. 2021 Reynið að vitna í frumheimildir. Frumheimildir eru upphafleg gögn eða fyrstu tilgátur fræðimanna um eitthvert atriði. Með því að geta frumheimildar veitið þið upplýsingar um það hversu lengi einhver hugmynd eða skoðun hefur verið við lýði. Eftirheimildir eru yfirleitt ek. úrval úr frumheimildum og túlkun á þeim. Reynið að sýna fram á að þið hafið rakið efnið til rótar og hafið fullan skilning á því. 27

Heimildatilvísanir n n n 9. 6. 2021 Hægt er að ofnota heimildatilvísanir með því

Heimildatilvísanir n n n 9. 6. 2021 Hægt er að ofnota heimildatilvísanir með því að segja ekkert nema vitna í einhvern speking. Samt sem áður. . . Fullyrðingar og dóma um menn og málefni verður að styðja með þínum eigin rannsóknum eða niðurstöðum annarra fræðimanna. Digur orð án innstæðu geta komið sér illa. En þið verðið samt að hafa þor til þess að draga ykkar eigin ályktanir. Hér verður því feta einstigi til þess að beita heimildum rétt. 28

Gæsalappir n n 9. 6. 2021 Notið gæsalappir aðeins ef þið vitnið beint í

Gæsalappir n n 9. 6. 2021 Notið gæsalappir aðeins ef þið vitnið beint í orð einhvers eða um er að ræða óvenjulega orðbeitingu. Ef þið vísið til verks í heimildaskrá, notið þá nafn og ártal, t. d. Jón (1999) heldur því fram. . . , fremur en nota tilvísananúmer. Vöntun á heimildatilvísunum getur varðað við stuld, en ofnotkun er möguleg. Of margar og ónauðsynlegar tilvísanir gera textann leiðinlega yfirlestrar og gefa ósjálfstæði til kynna. 29

Neðanmálsgreinar n n 9. 6. 2021 Notið neðanmálsgreinar til þess að koma með nánari

Neðanmálsgreinar n n 9. 6. 2021 Notið neðanmálsgreinar til þess að koma með nánari útskýringar á einhverjum atriðum sem þið nefnið í texta. Einnig er hægt að leyfa sér að koma persónulegar athugasemdir eða tengingar við önnur atriði. Ef til vill, skemmtilegar krúsidúllur sem létta efnið upp og gera það áhugaverðara. Ekki ofgera. 30

Heimildanotkun n n 9. 6. 2021 Allar rannsóknir byggja á fyrri verkum. Þess vegna

Heimildanotkun n n 9. 6. 2021 Allar rannsóknir byggja á fyrri verkum. Þess vegna er notkun heimilda nauðsynleg. Munið að geta heimildar. Ef þið takið efni orðrétt, eða lítið breytt og gerið það að ykkar, er það ritstuldur. Þið verðið að virða hugmyndir og vinnu annarra. 31

Ritstuldur n n 9. 6. 2021 Ritstuldur er slæmur afspurnar. Ef glæpurinn kemst upp,

Ritstuldur n n 9. 6. 2021 Ritstuldur er slæmur afspurnar. Ef glæpurinn kemst upp, fær ritgerðin einkunnina 0. Þið gætuð verið gerð brottræk úr deildinni. Þið gætuð misst mannorðið fyrir lífstíð. 32

Ritstuldur n n n 9. 6. 2021 Hugtakið stuldur á einnig við þótt ykkur

Ritstuldur n n n 9. 6. 2021 Hugtakið stuldur á einnig við þótt ykkur sé gefið efnið og megið nota það frjálslega með leyfi höfundar. Þið eigið að skrifa ritgerðina sjálf. Ef einhver nákomin ykkur gæfi leyfi til þess að nota verk eftir sig að vild, að þá er óheiðarlegt að gera slíkt án þess að geta heimildar. 33

Málfar n n n 9. 6. 2021 Lélegt málfar getur komið í veg fyrir

Málfar n n n 9. 6. 2021 Lélegt málfar getur komið í veg fyrir að hægt sé að miðla upplýsingum. Lélegt málfar og frágangur mun lækka einkunn þína. Fólk hefur mismunandi ritstíl, en oftast nær er það einfaldleiki sem hentar flestum. Setningar þurfa að vera stuttar og skýrar. Komið ykkur beint að efninu, verið skipuleg og forðist langlokuhátt. Reynið að hafa gott flæði í textanum. 34

Leikni n n n 9. 6. 2021 Forðist gáleysislegt orðalag eða kæruleysislegar fullyrðingar sem

Leikni n n n 9. 6. 2021 Forðist gáleysislegt orðalag eða kæruleysislegar fullyrðingar sem gætu rýrt gildi rannsóknar þinnar. Sömu orðin mega ekki koma of oft fyrir því það þreytir lesandann. Ekki setja háfleyg orð inn í textann þar sem þau eru óþörf. Markmiðið er að miðla upplýsingum, ekki sýna að þið hafið lesið bókmenntaverk. Góð stílbrögð koma sér þó ætíð vel! 35

Nákvæmni n n 9. 6. 2021 Þegar þið hafið unnið ritgerðina með fræðilegum hætti,

Nákvæmni n n 9. 6. 2021 Þegar þið hafið unnið ritgerðina með fræðilegum hætti, farið þá gagngert yfir hana með tilliti til málfars. Ef þið eigið í vandræðum með stafsetningu og stílbeitingu, fáið þá aðstoð fagfólks eða vina. Það kostar lítið miðað við ávinning. Þið gerið lítið úr sjálfum ykkur með því að skila inn ritgerð með málvillum. 36

Samandregið 1. 2. 3. 4. 5. 6. 9. 6. 2021 Inngangur Kynning og yfirlit

Samandregið 1. 2. 3. 4. 5. 6. 9. 6. 2021 Inngangur Kynning og yfirlit yfir málsefnið. Lýsing á aðferðafræði og efnistökum. Niðurstöður og framlag ykkar Niðurlag Viðaukar 37

Samandregið n n 9. 6. 2021 Ekki gert endilega ráð fyrir því að lokaritgerðin

Samandregið n n 9. 6. 2021 Ekki gert endilega ráð fyrir því að lokaritgerðin ykkar þurfi endilega að formlega sundurgreind með þessum hætti. Samt sem áður er hér um þætti að ræða sem hljóta að vera til staðar í ritgerðinni ykkar, hvernig sem þeim er fyrir komið. 38

Ásgeir Jónsson Tölvupóstur ajonsson@hi. is Heimasíða http: //www. hi. is/~ajonsson Heimsíða námskeiðsins http: //www.

Ásgeir Jónsson Tölvupóstur ajonsson@hi. is Heimasíða http: //www. hi. is/~ajonsson Heimsíða námskeiðsins http: //www. hi. is/~ajonsson/lokaritgerd 2003. htm 9. 6. 2021 39