KEN 201 FH 10 Inngangur a kennslufri Prf

  • Slides: 30
Download presentation
KEN 201 F-H 10 Inngangur að kennslufræði Próf og gerð þeirra Forspá um gengi

KEN 201 F-H 10 Inngangur að kennslufræði Próf og gerð þeirra Forspá um gengi í námi eða vottun um kunnáttu t. d. í námsgreinum? Meyvant Þórólfsson 14. mars 2011

Próf (test, quiz, examination) Prófa hæfni, þekkingu, kunnáttu, skilning , leikni… – Skrifleg próf

Próf (test, quiz, examination) Prófa hæfni, þekkingu, kunnáttu, skilning , leikni… – Skrifleg próf • • • Skyndipróf (quiz) Stöðupróf Yfirlitspróf Hæfileikapróf (aptitude test) Kunnátturpróf (achievement test) – Munnleg próf – Verkleg próf Copyright © Allyn & Bacon 2008

Hæfileikapróf: Forspá/leiðsögn um námsgengi/námsstöðu • Námsmat sem ætlað er að spá fyrir um “undirliggjandi

Hæfileikapróf: Forspá/leiðsögn um námsgengi/námsstöðu • Námsmat sem ætlað er að spá fyrir um “undirliggjandi hæfni til að tileinka sér nýja færni og þekkingu” o. s. frv. Guðmundur B. Arnkelsson 2006 Miller, Linn & Gronlund 2009 • Námsmat á að veita nemendum og foreldrum og forráðamönnum þeirra, kennurum, viðtökuskólum og skólayfirvöldum upplýsingar um námsgengi nemenda sem m. a. má hafa að leiðarljósi við frekari skipulagningu náms. Aðalnámskrá grunnskóla – almennur hluti 2006 3

Kunnátturpróf: Vottun um kunnáttu í námsgreinum • Vísar hér til námsmats í formi kunnáttuprófa

Kunnátturpróf: Vottun um kunnáttu í námsgreinum • Vísar hér til námsmats í formi kunnáttuprófa í námsgreinum, þ. e. mats á breytilegri núverandi kunnáttu. Guðmundur B. Arnkelsson 2006 Miller, Linn & Gronlund 2009 Dæmi 1: Orðmyndin vandræðum er í q ef. ft. q þf. et. q þgf. ft. Dæmi 2: Skýrðu krafteininguna newton (N) út frá 2. lögmáli Newtons Samræmt próf í raungreinum 1980 Samræmt próf í íslensku 2007 4

Námsmat og eðli þess • Hlutlægt (objective) EÐA huglægt/einstaklingsbundið (subjective)? (ath. geislabaugsáhrif / halo

Námsmat og eðli þess • Hlutlægt (objective) EÐA huglægt/einstaklingsbundið (subjective)? (ath. geislabaugsáhrif / halo effect) • Megindlegt (quantitative) EÐA eigindlegt (qualitative)? • Formlegt EÐA óformlegt? Hefðbundið EÐA óhefðbundið? (Traditional / Alternative) • Viðmið byggð á innbyrðis samanburði nemenda (normreferenced) námskrá og námsefni (criterion-referenced) EÐA? Önnur viðmið? Engin sérstök viðmið? 5

Hópmiðað mat með normaldreifingu (normreferenced) - Staðlaðar einkunnir (standard scores) • Hópmiðuð (relative) túlkun

Hópmiðað mat með normaldreifingu (normreferenced) - Staðlaðar einkunnir (standard scores) • Hópmiðuð (relative) túlkun niðurstaðna • Dæmi: “Staðalníur” (stanine) 6

Markviðmiðað mat (criterion-referenced) – Hráeinkunnir (raw scores) • Námsmatskerfi flestra grunn- og framhaldsskóla byggir

Markviðmiðað mat (criterion-referenced) – Hráeinkunnir (raw scores) • Námsmatskerfi flestra grunn- og framhaldsskóla byggir á markviðmiðum. • Árangur (einkunn) ræðst af því hve gott vald nemandi hefur á fyrirfram gefnum viðmiðum (standards-based) samanlagt • Dreifing einkunna verður oft neikvætt eða jákvætt skekkt 7

Námsmat og eðli þess RÉTTMÆTI - ÁREIÐANLEIKI • RÉTTMÆTI (Validity): Stenst sú mynd sem

Námsmat og eðli þess RÉTTMÆTI - ÁREIÐANLEIKI • RÉTTMÆTI (Validity): Stenst sú mynd sem námsmatið (túlkun okkar á niðurstöðum) gefur okkur af námsstöðu/námsárangri veruleikann? Má alhæfa út frá niðurstöðum? • ÁREIÐANLEIKI (Reliability)? Snýst um stöðugleika matsins/mælinganna. Fengjust sömu niðurstöður ef matið væri endurtekið? Ef fleiri en einn meta það sama, kæmust þeir þá að sömu niðurstöðu? 8

Próf spá fyrir um og votta um hæfni í afmörkuðum þáttum náms (learning outcomes)

Próf spá fyrir um og votta um hæfni í afmörkuðum þáttum náms (learning outcomes) sem við reynum að skilgreina, t. d. . . hvað nemandi þekkir, man og veit um. . . hver skilningur nemanda er á. . . hvernig nemandi nýtir (beitir) kunnáttu sína. . . hvernig nemanda gengur að sundurgreina og álykta. . . hvernig nemanda gengur að yfirfæra og koma með nýjar hugmyndir. . . – hvernig nemanda gengur að meta, taka afstöðu til og styðja mál sitt með rökum á sviði. . . – – – Miller, Linn & Gronlund 2009 9

Flokkun Blooms og fél. . . Vitsmunasvið-Stigbundið kerfi Nýmyndun – skapandi hugsun Mat –

Flokkun Blooms og fél. . . Vitsmunasvið-Stigbundið kerfi Nýmyndun – skapandi hugsun Mat – gagnrýnin hugsun Greining Beiting Skilningur Þekking - minni 10

Flokkun Blooms og fél. –Þekking, skilningur, beiting • Þekking: Man, skilgreinir, lýsir, þekkir, telur

Flokkun Blooms og fél. –Þekking, skilningur, beiting • Þekking: Man, skilgreinir, lýsir, þekkir, telur upp. Hvenær? Hvernig? Hvar? Lýstu. Settu fram. . . Merktu við rétta svarið. . . • Skilningur: Skilur, skýrir, túlkar, spáir fyrir um, þýðir. Skýrðu merkingu. . . Gefðu dæmi um. . . Útskýrðu muninn á. . . Útskýrðu með eigin orðum. . . • Beiting: Nýtir, notar, leysir, teiknar, reiknar. Beittu formúlunni á þetta vandamál. . . Teiknaðu skýringarmynd af. . . Beittu þekkingu þinni á sambandi X og Y til að útskýra. . . 11

Flokkun Blooms og fél. . . Greining og nýmyndun Analysis = “leysa í sundur”

Flokkun Blooms og fél. . . Greining og nýmyndun Analysis = “leysa í sundur” Synthesis = “setja saman” • Greining: Brýtur upp, aðgreinir, flokkar út frá einkennum, sundurgreinir í hluta. . . Greindu aðalatriði frá aukaatriðum. . . Flokkaðu eftir einkennum, Greindu helstu einkenni. . . • Nýmyndun / sköpun: Setur í nýjan búning, nýtt samhengi, semur, skapar, hannar, endurskipuleggur, endurskoðar, endursemur. . . Semdu sögu um. . . Semdu áhugaverða skýrslu um. . . Búðu til vef um efnið. . . Hvernig myndirðu búa til. . . Komdu með tillögu að lausn. . . Hannaðu 12

Flokkun Blooms og fél. . . Mat – gagnrýnin hugsun • Mat – rökstudd

Flokkun Blooms og fél. . . Mat – gagnrýnin hugsun • Mat – rökstudd afstaða – gagnrýnin hugsun: Leggur mat á, ályktar með rökum, gagnrýnir, færir rök fyrir, ver, réttlætir, styður. . . Er nemandinn fær um að dæma, taka afstöðu til, styðja með rökum, gagnrýna? • • • Leggðu mat á niðurstöðu ____ Taktu afstöðu til ___ Mæltu með eða á móti____ Hvaða ályktun má draga af og af hverju ___? Berðu saman kosti (styrkleika) og galla (veikleika)____. . . og reyndu að finna öll rök með og/eða á móti 13

Flokkunarkerfi Blooms o. fél. Þrjú svið (domain) • Vitsmunalegir hæfileikar (cognitive domain) – Þekking,

Flokkunarkerfi Blooms o. fél. Þrjú svið (domain) • Vitsmunalegir hæfileikar (cognitive domain) – Þekking, skilningur, beiting, greining, mat (gagnrýnin hugsun) og nýmyndun (skapandi hugsun). • Viðhorf, tilfinningar, siðferðilegir þættir (affective domain) – Afstaða (attitude) frumkvæði, viðhorf, ábyrgð, áhugi, þátttaka, hluttekning, samhygð o. fl. • Leikni og færni (psychomotor domain) - Frammistaða, sköpun, framkvæmd, verklagni, “performance” o. s. frv. • Eitthvað ófyrirséð í fari nem. lýsandi fyrir hvern og einn, sbr. eigindlegt (kvalítatíft) mat. N. Gronlund 2003, Ingvar Sigurgeirsson 1999, Houston 1990. 14

Prófatriði: Valkostir Valið stendur milli: • Fjölvalsprófatriða (Selection-Type Items): krossaspurningar, rétt-rangt spurningar, pörunarspurningar og

Prófatriði: Valkostir Valið stendur milli: • Fjölvalsprófatriða (Selection-Type Items): krossaspurningar, rétt-rangt spurningar, pörunarspurningar og túlkunarverkefni. Og • Innfyllingaratriða (Supply-Type Items): Stutt eyðufyllingasvör, stuttar ritgerðaspurningar, lengri ritgerðaverkefni.

Til að auka gæði prófa. . . þarf að huga m. a. að: •

Til að auka gæði prófa. . . þarf að huga m. a. að: • Tilgangi og mikilvægi hvers prófatriðis: Hvert atriði þarf að gegna sínu hlutverki og uppfylla kröfur um réttmæti og áreiðanleika. • Orðalagi svo prófatriðið greini örugglega milli þeirra sem kunna og þeirra sem ekki kunna og nemendur skilji fyrirmæli rétt. • . . . má reikna þyngdarstig prófatriða og greiningarhæfi með einföldum útreikningum þar sem borinn er saman árangur sterkra nemenda og slakra. . .

Leið til að meta gæði prófatriða Þyngdarstig hvers prófatriðis: • Hve mörg % nemenda

Leið til að meta gæði prófatriða Þyngdarstig hvers prófatriðis: • Hve mörg % nemenda svara því rétt? Skoðum t. d. 10 efstu og 10 neðstu í nemendahópi. Segjum að 8 (6+2) svari spurningunni rétt, þá er þyngdarstigið 8/20 = 40%. Spurningin er þeim mun erfiðari sem þessi tala er nær 0. Greiningarhæfi (greinihæfni): • Samanburður á fjölda sem svaraði rétt í hærri hópi (þ. e. 10 efstu) og fjölda sem svaraði rétt í lægri hópi (10 lægstu). Segjum 6 í hærri hópnum og 2 í lægri hópnum. Þá getum við reiknað greiningarhæfi þannig: (6 -2)/10 = 4/10 = 0, 4. Hér er ekki notuð prósentutala. Greiningarhæfi er mest þegar útkoman er 1, 0. Þá er þyngdarstigið 50%.

Fjölval: krossaspurningar • Langalgengasta gerðin af prófatriðum • Má nota til að meta margvísleg

Fjölval: krossaspurningar • Langalgengasta gerðin af prófatriðum • Má nota til að meta margvísleg “learning outcomes”. • Eru vönduð prófatriði ef rétt er staðið að samningu og eru jafnan trygging fyrir miklum stöðugleika (áreiðanleika). • Veikleikar: Ekki ákjósanleg til að meta “higher-order thinking”. Erfitt að ná háu réttmæti með krossaspurningum einum saman. • Erfiðara að semja góðar krossaspurningar en önnur prófverkefni

Eðli krossaspurninga Krossaspurning samstendur af: • Stofni (Stem) sem gefur til kynna meginefni spurningarinnar,

Eðli krossaspurninga Krossaspurning samstendur af: • Stofni (Stem) sem gefur til kynna meginefni spurningarinnar, eitthvert vandamál sem þarf að bregðast við. Getur verið bein spurning eða ókláruð fullyrðing. og • Valmöguleikum með mögulegum lausnum á vandamálinu. Einn möguleikinn er réttur en hinir eru rangir svarmöguleikar eða villusvör (distractors).

Dæmi um krossaspurningu sem metur þekkingu – reynir á minni • Hvað nefnist orðflokkurinn

Dæmi um krossaspurningu sem metur þekkingu – reynir á minni • Hvað nefnist orðflokkurinn sem orðið ei tilheyrir í fyrsta erindi? (Vísað í “ei” í merkingunni “ekki”) ( ) atviksorð ( ) forsetningar ( ) samtengingar ( ) nafnorð

Dæmi um krossaspurningu sem metur skilning Nemandi túlkar merkingu hugmyndar. • Finni gengur erfiðlega

Dæmi um krossaspurningu sem metur skilning Nemandi túlkar merkingu hugmyndar. • Finni gengur erfiðlega að skilja það sem stendur í kennslubókinni: „Hér stendur að vatn í uppistöðulóni sé eins og risavaxin rafhlaða. Hvað er eiginlega átt við með því? “ Merktu við réttasta svarið við spurningu Finns: ( ( ( *( ) Uppistöðulón innihalda mikla rafspennu vegna dýptarinnar ) Hægt er að mæla magn raforku í uppistöðulóninu ) Uppistöðulón er í laginu eins og vasaljósarafhlaða ) Stöðuorku vatns er breytt í nýtanlega raforku þegar á þarf að halda

Dæmi um krossaspurningu sem metur beitingu Nemandi beitir þekkingu sinni til að lesa rétt

Dæmi um krossaspurningu sem metur beitingu Nemandi beitir þekkingu sinni til að lesa rétt af korti Íslandskort í mælikvarðanum 1: 5000 (1 cm á kortinu jafngildir 50 km) Hver er fjarlægðin milli Borgarness og Blönduóss skv. kortinu? ( ) 70 km *( ) 170 km ( ) 270 km ( ) 370 km

Hvers þarf að gæta við samningu krossaspurninga? (Sjá nánar ljósrit) • Spurningin (prófverkefnið) meti

Hvers þarf að gæta við samningu krossaspurninga? (Sjá nánar ljósrit) • Spurningin (prófverkefnið) meti fyrirfram skilgreindan námsafrakstur (learning outcome). Hefur með réttmæti að gera. • Orða þarf stofninn í krossaspurningu það skýrt að meginefni hennar skiljist án þess að þurfa að lesa svarmöguleikana. Hefur með áreiðanleika að gera. • Mikilvægt að hafa hnitmiðað og skýrt orðalag í stofni krossaspurningar til að forðast margræðni (ambiguity). Hefur með áreiðanleika að gera.

Fjölval: Annað en krossaspurningar • Ef aðeins er um að ræða tvo svarmöguleika er

Fjölval: Annað en krossaspurningar • Ef aðeins er um að ræða tvo svarmöguleika er heppilegra að nota rétt-rangt (True-False) spurningu. • Ef um er að ræða marga sambærilega þætti getur verið betra að nota pörunarspurningar (Matching exercise). • Ef verið er að meta greiningu, túlkun eða aðra flóknari þætti náms getur verið heppilegra að velja túlkunarverkefni (Interpretive exercise).

Dæmi um Rétt-rangt (S/Ó) verkefni Hver eftirfarandi hugtaka eru notuð yfir myndir orku (orkuform)?

Dæmi um Rétt-rangt (S/Ó) verkefni Hver eftirfarandi hugtaka eru notuð yfir myndir orku (orkuform)? Settu hring utan um S ef orðið er notað yfir myndir orku (orkuform), settu annars hring um Ó. S Ó Stöðuorka S Ó Ljósorka S Ó Hraðaorka S Ó Hreyfiorka S Ó Hugarorka

Dæmi um pörunarspurningu • Í dálki I eru nöfn nokkurra persóna sem komu við

Dæmi um pörunarspurningu • Í dálki I eru nöfn nokkurra persóna sem komu við sögu er kristni var tekin upp á Íslandi. Í dálki II eru fullyrðingar um þessar persónur. Skráðu við eigandi bókstafi í eyðurnar í dálki I. Dálkur I Árni Magnússon __ Hallur á Síðu __ Hjalti Skeggjason __ Snorri Sturluson ___ Þangbrandur __ Þorgeir Ljósvetningagoði __ Dálkur II A Sá er lagðist undir feld til að hugsa B Lögsögumaður kristinna C Kristniboði Noregskonungs D Var heiðinn lögsögumaður E Var skírður af Þangbrandi

Fjölval: Túlkunarverkefni (Interpretive exercises) • Sett er fram einhvers konar kynningarefni, t. d. texti,

Fjölval: Túlkunarverkefni (Interpretive exercises) • Sett er fram einhvers konar kynningarefni, t. d. texti, tafla, graf, kort eða mynd og ýmis hæfni er metin út frá því með fjölvalsspurningu, læsi á upplýsingar eða túlkun texta eða myndar. • Kostir/styrkleikar: Auðveld leið til að meta “læsi” og ýmsa hæfni til að tengja, sbr. PISA. Mögulegt að meta flókin “learning outcomes” • Ókostir/veikleikar: Erfitt að semja. Hætta á óáreiðanleika og lágu réttmæti, hætta á vísbendingum, reynir ekki á sköpun og gagnr. hugsun

Innfyllingaratriði (Supply type): Stutt svör • Meta hvort nemendur muna og/eða skilja. • Algengasta

Innfyllingaratriði (Supply type): Stutt svör • Meta hvort nemendur muna og/eða skilja. • Algengasta formið að nemendur fylli í eyður eða ljúki við fyllyrðingar. • Reynir aðeins meira (öðru vísi) á vitsmunalega hæfileika nemenda en fjölvalsspurningaformið og auðveldara að semja.

Innfyllingaratriði (Supply type): Ritgerðir • Gefa nemendum töluverðan sveigjanleika í að sýna þekkingu sína,

Innfyllingaratriði (Supply type): Ritgerðir • Gefa nemendum töluverðan sveigjanleika í að sýna þekkingu sína, skilning, ritfærni o. s. frv. Bjóða upp á skapandi og gagnrýna (higher order) hugsun. • Hér skiptir miklu að hafa á hreinu hvaða “learning outcomes” er verið að meta og setja svo viðmið í mati miðað við það. • Fer alveg eftir samhengi hversu skýr og nákvæm viðmið er hægt að viðhafa. • Öllu jöfnu minni áreiðanleiki en í fjölvalsspurningum. • Ritsnilld nemenda gæti blekkt og skekkt matsniðurstöðu.

Innfyllingaratriði (Supply type): Sveigjanleg, skapandi ritun • Val prófatriða er algerlega háð tilgangi, því

Innfyllingaratriði (Supply type): Sveigjanleg, skapandi ritun • Val prófatriða er algerlega háð tilgangi, því hvað átti að meta og hversu mikils áreiðanleika er krafist. • Tilgangur með skapandi ritunarverkefnum jafnt eins og öðrum skapandi og opnum (open-ended) verkefnum getur þess vegna verið að örva, hvetja og styðja við nám, en síður til að “mæla” árangur! • Fjölvalsformið hentar við mælingar, en sveigjanleg og skapandi ritun e. t. v. frekar til að örva og styðja við nám.