Hva getum vi lrt um slensku af Vesturslendingum

  • Slides: 46
Download presentation
Hvað getum við lært um íslensku af Vestur-Íslendingum? Höskuldur Þráinsson Félag íslenskra fræða 6.

Hvað getum við lært um íslensku af Vestur-Íslendingum? Höskuldur Þráinsson Félag íslenskra fræða 6. apríl 2016 Verkefnið stutt af RANNÍS og Rannsóknarsjóði HÍ Verkefnisstjórar Höskuldur Þráinsson og Birna Arnbjörnsdóttir

Yfirlit 1. Stutt upprifjun: Hvaðan fluttist fólkið, hvert fór það og hvar eru afkomendur

Yfirlit 1. Stutt upprifjun: Hvaðan fluttist fólkið, hvert fór það og hvar eru afkomendur þess? 2. Rannsóknarverkefnið: Íslenska sem erfðarmál, málbreytingar, sjálfsmynd og samspilið milli málbreytinga og félagslegra aðstæðna 3. Rannsóknarferðir og dæmi um viðfangsefni og aðferðir 4. Dæmi um niðurstöður: Ø Einn eða fleiri: einn hundur – tveir hundar; ein kíma – tvær __ ? Ø Frumlagsfall (þar með talin „þágufallssýki“) Ø Flámæli 5. Samantekt. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 2

Uppruni og fjöldi Vestur-Íslendinga Meginheimild: Vesturfaraskrá Júníusar Kristinssonar (1983). Yfirlit t. d. í Íslenskum

Uppruni og fjöldi Vestur-Íslendinga Meginheimild: Vesturfaraskrá Júníusar Kristinssonar (1983). Yfirlit t. d. í Íslenskum söguatlas, 2. bindi (1992, t. d. bls. 125). Algeng viðmiðun um fjölda: Um 15. 000+ á árunum 1870– 1914 (Brasilíufarar og Utah-farar fyrr). 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 3

Afkomendur vestra Fjöldi fólks af íslenskum uppruna í Kanada (2006) og Bandaríkjunum (2011) 6.

Afkomendur vestra Fjöldi fólks af íslenskum uppruna í Kanada (2006) og Bandaríkjunum (2011) 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 4

Eldri gögn um vesturíslensku Upptökur: • Hallfreður Örn og Olga Franzdóttir 1972– 1973 (sbr.

Eldri gögn um vesturíslensku Upptökur: • Hallfreður Örn og Olga Franzdóttir 1972– 1973 (sbr. Sögur úr Vesturheimi. . . 2012; hægt að hlusta á valdar sögur í gegnum Ís. Mús), Gísli Sigurðsson 1982, Finnbogi Guðmundsson 1955. . . Bréfasöfn: • Bréf Vestur-Íslendinga 1– 2. 2001– 2002 (Böðvar Guðmundsson), Burt og meir en bæjarleið (Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon), Atriði ævi minnar (Úlfar Bragason), Leitin að landinu góða (Heimir Pálsson o. fl. ). . . Umfjöllun um málið: • Birna Arnbjörnsdóttir (2006), Gísli Sigurðsson (2001), Haraldur Bessason (1967, 1984 a, b), Clausing (1984, 1986), Vilhjálmur Stefánsson (1903), Salbjörg Óskarsdóttir (2008), Elma Óladóttir (2013), Iris Edda Nowenstein (2014), Sigríður Mjöll Björnsdóttir (2014). . . 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 5

Rannsóknarverkefnið Markmið rannsókna má flokka á ýmsan hátt, svo sem í lýsandi markmið, afmörkuð

Rannsóknarverkefnið Markmið rannsókna má flokka á ýmsan hátt, svo sem í lýsandi markmið, afmörkuð skýrandi markmið og almenn skýrandi markmið (sjá t. d. HÞ 2015: 21 o. áfr. ): • Lýsandi markmið: Að lýsa vesturíslensku og þróun hennar • Afmarkað skýrandi markmið: Að skýra hvers vegna vesturíslenska hefur þróast á tiltekinn veg, t. d. í samanburði við „heimaíslensku“. • Almennt skýrandi markmið: Að nýta vesturíslensk gögn til að öðlast betri skilning á eðli „erfðarmála“ almennt, samspili félagslegra aðstæðan og málþróunar o. s. frv. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 6

Rannsóknarferðir 3 rannsóknarferðir (2013‒ 2014): apríl–maí 2013: • Manitoba, Kanada: Winnipeg, Gimli, Riverton, Arborg

Rannsóknarferðir 3 rannsóknarferðir (2013‒ 2014): apríl–maí 2013: • Manitoba, Kanada: Winnipeg, Gimli, Riverton, Arborg maí 2014: • • • Alberta, Kanada: Edmonton British Columbia, Kanada: Vancouver, Nanaimo Washington, BNA: Point Roberts, Blaine, Seattle ágúst 2014: • Norður Dakota, BNA: Fargo, Mountain • Saskatchewan, Kanada: Regina, Wynyard, Foam Lake • Manitoba, Kanada: Winnipeg, Gimli, Lundar, Brandon, Portage la Prairie Rætt við 126 sem töluðu einhverja íslensku og við 101 á ensku. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 7

Rannsóknarferðir Svæðin sem farið var til: 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra

Rannsóknarferðir Svæðin sem farið var til: 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 8

Rannsóknarferðir Dæmi um vegalengdir (þriðja ferð, ágúst 2014): 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson -

Rannsóknarferðir Dæmi um vegalengdir (þriðja ferð, ágúst 2014): 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 9

Um þátttakendurna Fjöldi og aldursskipting íslenskumælandi þátttakenda: 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag

Um þátttakendurna Fjöldi og aldursskipting íslenskumælandi þátttakenda: 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 10

Um þátttakendurna Enska og íslenska: 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða

Um þátttakendurna Enska og íslenska: 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 11

Um þátttakendurna Notkun íslensku (og ensku): 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra

Um þátttakendurna Notkun íslensku (og ensku): 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 12

Um þátttakendurna Meira um málnotkun og málfærni: 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag

Um þátttakendurna Meira um málnotkun og málfærni: 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 13

Um þátttakendurna Um Íslandsferðir og afstöðu til málanna: 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson -

Um þátttakendurna Um Íslandsferðir og afstöðu til málanna: 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 14

Aðferðir við efnissöfnun 1. Bakgrunnsspjall: Frjálst tal, myndasögur. . . 2. „Sjálfsmyndarviðtöl“ (á ensku)

Aðferðir við efnissöfnun 1. Bakgrunnsspjall: Frjálst tal, myndasögur. . . 2. „Sjálfsmyndarviðtöl“ (á ensku) 3. Framburður og hljóðkerfi: Myndalisti, lesinn stuttur texti (sbr. RÍN og RAUN) 4. Beygingar: myndun fleirtölu (wug-próf), þátíð, horf og hjálparsagnir (myndir). . . 5. Setningagerð: Samspil setningagerðar og merkingar, fall og samræmi, hættir (viðtengingarh. ), túlkun fornafna, eyðufylling, val á milli kosta, meta setningar (tæk, ótæk. . . ) … 6. Merking: Alþjóðleg rannsókn um merkingarkerfi (Eo. SS, litir o. fl. , 101 þáttakandi á ensku og íslensku) 7. Setningaskilningur (-vinnsla, e. language processing) 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 15

Dæmi um niðurstöður: Fleirtala Spurningar: • Hvernig vitum við að fleirtalan af hundur er

Dæmi um niðurstöður: Fleirtala Spurningar: • Hvernig vitum við að fleirtalan af hundur er hundar en fleirtalan af fundur er fundir? • Ef þetta er ein kíma. . . þá eru þetta tvær __? • Hvernig vitum við þetta? • Hvernig læra börn þetta? • Hafa þeir sem tala vesturíslensku tileinkað sér þessar reglur á sama hátt? Frumkvöðull í að skoða þetta: Jean Berko (Gleason) 1958. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 16

Fleirtala Próf, sniðið eftir wug-prófi Jean Berko: 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag

Fleirtala Próf, sniðið eftir wug-prófi Jean Berko: 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 17

Fleirtala Nokkur algeng íslensk orð (hundur, kona, nál, auga. . . ) og nokkur

Fleirtala Nokkur algeng íslensk orð (hundur, kona, nál, auga. . . ) og nokkur bullorð: kk sterk: teill – teilar þetir – þetar (-irar) kvk hk veik: neli – nelar (-ir) kíma – kímur darga – dörgur, kraða – kröður lún – lún kas – kös, darm – dörm buni – buni Þessi ættu öll að vera mjög regluleg eða talsvert regluleg 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 18

Fleirtala Væntingar: Við bjuggumst við því að: • Vestur-Íslendingar myndu þekkja fleirtölu algengra orða.

Fleirtala Væntingar: Við bjuggumst við því að: • Vestur-Íslendingar myndu þekkja fleirtölu algengra orða. • Vestur-Íslendingar kynnu að eiga í erfiðleikum með sum bullorðin. • Vestur-Íslendingar ættu að eiga auðveldara með reglulegustu bullorðin, t. d. veik kk-orð (einn neli – tveir nelar), veik kvk-orð án hljóðvarps (ein kíma – tvær kímur), sterk hk-orð (eitt lún – tvö lún). Við vissum samt ekki hvort: • Vestur-Íslendingar myndu geta nýtt sér þá vísbendingu sem kyn bullorðanna gefur (sbr. Polinsky 2008 um kyn í erfðarmáli). • Vestur-Íslendingar hefðu tileinkað sér reglurnar um u-hljóðvarp (ein darga ‒ tvær dörgur; eitt kas ‒ tvö kös) 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 19

Fleirtala Dreifing svara: Þekkt orð og óþekkt (meðaltöl, 3 = allt rétt, 1 =

Fleirtala Dreifing svara: Þekkt orð og óþekkt (meðaltöl, 3 = allt rétt, 1 = ekkert rétt) Þekkt orð Óþekkt orð Mjög skýr munur. Möguleiki: Kannski finnst fullorðnu fólki þetta bullorðapróf kjánalegt, ruglingslegt eða barnalegt. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 20

Fleirtala Dreifing svara: Þekkt orð og óþekkt. 30 „innfæddir“ Íslendingar á svipuðum aldri og

Fleirtala Dreifing svara: Þekkt orð og óþekkt. 30 „innfæddir“ Íslendingar á svipuðum aldri og Vestur-Íslendingarnir (meðalaldur 77 ár, aldursbil 69‒ 89). Þekkt orð Óþekkt orð Mjög lítill munur (stafar nær eingöngu af bullorðinu eitt buni – tvö ___ (hk, sbr. kerti), sem sumum fannst ruglandi. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 21

Fleirtala Niðurstaða: • Vestur-Íslendingar þekkja fleirtölu algengra nafnorða, líka þeirra sem eru óregluleg (mús

Fleirtala Niðurstaða: • Vestur-Íslendingar þekkja fleirtölu algengra nafnorða, líka þeirra sem eru óregluleg (mús – mýs, bók – bækur, fótur – fætur. . . ). • Vestur-Íslendingar hafa fæstir tileinkað sér almennar reglur um fleirtölu nafnorða, þótt þeim gangi betur með þau reglulegustu: Hlutfall rétt myndaðrar fleirtölu hjá Vestur-Íslendingum og HeimaÍslendingum fyrir reglulegustu bullorðin. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 22

Fleirtala Tvö tölfræðihugtök rifjuð upp: fylgni (e. correlation): táknuð með r (= fylgnistuðull) •

Fleirtala Tvö tölfræðihugtök rifjuð upp: fylgni (e. correlation): táknuð með r (= fylgnistuðull) • getur legið á bilinu 00 (engin fylgni) til +/‒ 1, 0 (algjör fylgni) • þumalfingursregla: 0, 1 lítil fylgni, 0, 3 meðalfylgni, ≥ 0, 5 mikil fylgni tölfræðileg marktækni (e. significance): táknuð með p • ef p er hærra en 0, 05 eru niðurstöðurnar (t. d. fylgnin) ekki tölfræðilega marktækar • ef p ≤ 0, 05 eru niðurstöðurnar tölfræðilega marktækar og ef p ≤ 0, 01 eru niðurstöðurnar mjög vel marktækar 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 23

Fleirtala Árangur á fleirtöluprófi – fylgni við aðrar breytur: • fleirtala þekktra og óþekktra

Fleirtala Árangur á fleirtöluprófi – fylgni við aðrar breytur: • fleirtala þekktra og óþekktra (tilbúinna orða): • fermingarundirbúningur á íslensku: • hlustar á íslenskar fréttir í útvarpi eða á Neti: r = 0, 779, p = 0, 001 r = 0, 720, p = 0, 004 r = 0, 528, p = 0, 043 • hefur tekið námskeið í íslensku: r = -0, 093, r = 0, 742 Sem sé: Ekkert gagn að því að hafa tekið íslenskunámskeið (nema síður væri)? Aths. : Kannski voru það einkum þeir sem stóðu verst að vígi sem tóku námskeið! 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 24

Frumlagsfall • Ýmsir höfðu bent á að fall gæti farið úr skorðum í vesturíslensku

Frumlagsfall • Ýmsir höfðu bent á að fall gæti farið úr skorðum í vesturíslensku (t. d. Gísli Sigurðsson 2001, Birna Arnbjörnsdóttir (BA) 2006, Salbjörg Óskarsdóttir (SÓ) 2008, Sigríður Mjöll Björnsdóttir (SMB) 2014): (1) a. b. c. d. mér langar til að tefla (BA 2006: 92) svo vantaði henni náttúrulega að vita hvað það væri (BA 2006: 92) Mér vantar ekkert kaffi (SÓ 2008: 21; safn Hallfr. ) Þeim langaði nú ekkert í fisk (SÓ 2008: 25; safn Hallfr. ) (2) a. b. c. d. þeir voru illa við úlfana (BA 2006: 93) Ég mundi ekki vanta að vera í einhvurju landi (SÓ 2008: 21; safn Hallfr. ) Ég langaði til að skrifa ennþá alvöru. . . (SÓ 2008: 27; safn Hallfr. ) Litli stúfurinn í Toronto leið vel. (SMB 2014: 51) 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 25

Frumlagsfall Dæmi um niðurstöður hjá Salbjörgu (2008: 23): Sem sé: Þágufallshneigð býsna algeng vestra

Frumlagsfall Dæmi um niðurstöður hjá Salbjörgu (2008: 23): Sem sé: Þágufallshneigð býsna algeng vestra um 1972. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 26

Frumlagsfall Heildaryfirlit hjá Salbjörgu (2008: 26; 121 þátttakandi í safni Hallfreðar): Sem sé: Oftar

Frumlagsfall Heildaryfirlit hjá Salbjörgu (2008: 26; 121 þátttakandi í safni Hallfreðar): Sem sé: Oftar rétt en ekki. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 27

Rannsóknaraðferð 2013– 2014 Tvær aðalaðferðir: 1. Þátttakendur látnir velja milli kosta í setningum sem

Rannsóknaraðferð 2013– 2014 Tvær aðalaðferðir: 1. Þátttakendur látnir velja milli kosta í setningum sem voru lesnar upphátt og sýndar á fartölvuskjá um leið. Líka lagt fyrir íslenska málnotendur (Iris Edda Nowenstein). (1) Jóna fer yfir götuna á hverjum degi □ Hún □ Hana vinnur í þessari búð □ Henni □ Hennar • Samanburður við sjálfsprottið tal (bakgrunnsviðtal, froskasaga, perusaga) og persónuleg bréf (sjá Sigríði Mjöll Björnsdóttur 2014). 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 28

Frumlagsfall Sagnir sem taka nefnifallsfrumlag sem er gerandi (borða, vinna, sauma), t. d. :

Frumlagsfall Sagnir sem taka nefnifallsfrumlag sem er gerandi (borða, vinna, sauma), t. d. : (1) Fiskur er hollur matur. Ég/Mig/Mér/Mín borða(r) fisk á hverjum degi. Val á falli hjá Vestur-Íslendingum, eldri og yngri HeimaÍslendingum: 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 29

Frumlagsfall Sagnir sem taka þágufallsfrumlag sem er reynandi/skynjandi (leiðast, finnast, þykja), t. d. :

Frumlagsfall Sagnir sem taka þágufallsfrumlag sem er reynandi/skynjandi (leiðast, finnast, þykja), t. d. : (1) Þetta var hryllingsmynd. Ég/Mig/Mér/Mín leiðast svona bíómyndir. Val á falli hjá Vestur-Íslendingum, eldri og yngri HeimaÍslendingum: Sem sé: Mun meiri nefnifallshneigð hjá Vestur-Íslendingum 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 30

Frumlagsfall Sagnir sem taka þolfallsfrumlag sem er reynandi/skynjandi (langa, vanta, svíða, klæja ‘itch’), t.

Frumlagsfall Sagnir sem taka þolfallsfrumlag sem er reynandi/skynjandi (langa, vanta, svíða, klæja ‘itch’), t. d. : (1) Það er langt síðan ég ferðaðist síðast. Ég/Mig/Mér/Mín langa(r) aftur í ferðalag. Val á falli hjá Vestur-Íslendingum, eldri og yngri HeimaÍslendingum: Sem sé: Þágufallshneigð er svipuð hjá Vestur-Íslendingum en eldri Íslendingum. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 31

Frumlagsfall Lauslegur samanburður við niðurstöður úr íslensku „Tilbrigðakönnuninni“ (sjá t. d. Höskuld Þráinsson o.

Frumlagsfall Lauslegur samanburður við niðurstöður úr íslensku „Tilbrigðakönnuninni“ (sjá t. d. Höskuld Þráinsson o. fl. 2015): 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 32

Frumlagsfall Jákvæðir dómar um þágufallshneigðarsetningar í Tilbrigðaverkefninu: 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag

Frumlagsfall Jákvæðir dómar um þágufallshneigðarsetningar í Tilbrigðaverkefninu: 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 33

Frumlagsfall Niðurstöður úr prófi okkar eru vel samrýmanlegar því sem kemur fram í sjálfsprottnu

Frumlagsfall Niðurstöður úr prófi okkar eru vel samrýmanlegar því sem kemur fram í sjálfsprottnu tali, t. d. : Þolfall kemur fyrir sem gerandafrumlag: Froskana er að horfa. . . Þágufallsfrumlag sagnar eins og leiðast, finnast, þykja er þokkalega vel varðveitt. Bráðabirgðakönnun sýndi að það var: • varðveitt í 7 dæmum af 9 • því var skipt út fyrir nefnifall í einu dæmi: hann þykir (nefnifallshneigð) • því var skipt út fyrir þolfall í einu dæmi: strákinn leiðist Þolfallsfrumlag sagna eins og langa, vanta er ekki eins vel varðveitt. Bráðabirgðakönnun sýndi að það var: • varðveitt í 3 dæmum af 11 • því var skipt út fyrir nefnifall í 4 tilvikum, t. d. hundurinn langar • því var skipt út fyrir þágufall í 4 tilvikum, t. d. henni langar (þágufallshneigð) 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 34

Samantekt Það sem við fundum var m. a. þetta: • Það er ennþá til

Samantekt Það sem við fundum var m. a. þetta: • Það er ennþá til fólk í Vesturheimi sem talar íslensku nánast eins og innfæddir Íslendingar, jafnvel þótt það hafi aldrei komið til Íslands. • Þetta er yfirleitt fólk sem ólst að einhverju leyti upp við íslensku, stundum í bland við ensku, einkum eftir að það komst á skólaaldur. Það notar íslensku yfirleitt ekki mikið nú orðið og les yfirleitt lítið eða ekkert á íslensku. • Færni Vestur-Íslendinga í íslensku er auðvitað mjög mismunandi og spannar í raun allan skalann frá 0‒ 100. Yngra fólk vestra talar yfirleitt ekki íslensku. • Við könnuðum ýmsa þætti íslenskukunnáttunnar vestra, t. d. þessa: • Fleirtala nafnorða: Vestur-Íslendingar þekkja yfirleitt fleirtölu algengra nafnorða en þeir hafa yfirleitt ekki tileinkað sér þær reglur sem gilda um myndun fleirtölu. Heima-Íslendingar hafa auðvitað fullt vald á þessum reglum. • Skilningur á flóknum setningum: Sumir eiga erfitt með að túlka flóknar setningar, einkum þegar túlkunin byggist á því að hafa vald á reglum um fall nafnorða. Eldra fólk á Íslandi ræður ekki eins vel við þetta og yngra fólk en þó mun betur en vesturíslenskir málnotendur. • Reglur um fall í íslensku eru eitt af því sem vefst fyrir sumum VesturÍslendingum, líkt og þeim sem tileinka sér íslensku sem annað mál. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 35

Flámæli Úr rannsókn Birnu Arnbjörnsd. (sbr. BA 2006: 78 o. áfr. , 137 o.

Flámæli Úr rannsókn Birnu Arnbjörnsd. (sbr. BA 2006: 78 o. áfr. , 137 o. áfr. ): Prófaði 38 þátttakendur frá Manitoba og Norður-Dakóta (Mountain) 1986. Helstu niðurstöður: • Flámæli var algengara á löngu /i, u, e, ö/ en stuttum. • Flámæli var almennt algengara á /i, u/ (á löngu /i/ í 41% tilvika og á löngu /u/ í 44% tilvika) en á /e, ö/ • Flámæli var algengara í Norður Dakóta (Mountain; 50% á löngu /i/ og /u/) en í Manitoba (36% á löngu /i/ og /u/) • Flámæli var frekar algengara hjá þeim yngri en þeim eldri, virtist sem sé vera í vexti. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 36

Flámæli Rannsóknaraðferð: • Þátttakendum sýndar myndir og þeir beðnir að nefna þær: lykill, fluga,

Flámæli Rannsóknaraðferð: • Þátttakendum sýndar myndir og þeir beðnir að nefna þær: lykill, fluga, nef, sög. . . • Þátttakendur beðnir að lesa texta: gripir, muna, sleða, sögur. . . 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 37

Flámæli Hlutfallsleg tíðni flámælis eftir sérhljóðum (myndalisti og texti): Hversu oft (%) kom flámæli

Flámæli Hlutfallsleg tíðni flámælis eftir sérhljóðum (myndalisti og texti): Hversu oft (%) kom flámæli fyrir í dæmum með löngu /i, u, e, ö/? Flámæli á /i/ svipað og hjá Birnu. Flámæli á /u/ sjaldgæfara. Hitt heldur sjaldgæfara en hjá Birnu. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 38

Flámæli Samanburður á /i/ og /e/ (myndalistinn): Flámæli á /e/ er mjög sjaldgæft hér.

Flámæli Samanburður á /i/ og /e/ (myndalistinn): Flámæli á /e/ er mjög sjaldgæft hér. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 39

Flámæli Samanburður á /u/ og /ö/ (myndalistinn): Flámæli á /u/ sjaldgæfara en hjá Birnu.

Flámæli Samanburður á /u/ og /ö/ (myndalistinn): Flámæli á /u/ sjaldgæfara en hjá Birnu. Flámæli á /ö/ er mjög sjaldgæft. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 40

Flámæli Lauslegur samanburður á svæðum: Flámæli á /i/ (myndalisti): Tíðni (%) flámælis á löngu

Flámæli Lauslegur samanburður á svæðum: Flámæli á /i/ (myndalisti): Tíðni (%) flámælis á löngu /i/ á þrem svæðum. Hér er flámælið algengara í Manitoba en í Norður-Dakóta. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 41

Samantekt • Það er ennþá til fólk í Vesturheimi sem talar íslensku nánast eins

Samantekt • Það er ennþá til fólk í Vesturheimi sem talar íslensku nánast eins og innfæddir Íslendingar, jafnvel þótt það hafi aldrei komið til Íslands. • Þetta er yfirleitt fólk sem ólst upp við íslensku, oftast í bland við ensku, einkum eftir að það komst á skólaaldur. Það notar íslensku yfirleitt ekki mikið nú orðið og les yfirleitt lítið eða ekkert á íslensku og fylgist ekki mikið með íslenskum fréttum í útvarpi eða á Netinu. • Færni Vestur-Íslendinga í íslensku er auðvitað mjög mismunandi og spannar í raun allan skalann frá 0‒ 100. Yngra fólk vestra talar yfirleitt ekki íslensku. • Við könnuðum ýmsa þætti íslenskukunnáttu vestra og hér var sagt frá þessum: • Fleirtala nafnorða: Vestur-Íslendingar þekkja yfirleitt fleirtölu algengra nafnorða en þeir hafa yfirleitt ekki tileinkað sér þær reglur sem gilda um myndun fleirtölu. Heima-Íslendingar hafa auðvitað fullt vald á þessum reglum. • Frumlagsfall: Í vesturíslensku gætir nefnifallshneigðar meira og á annan hátt en í heimaíslensku. Þágufallshneigð er kannski eitthvað algengari en í heimaíslensku en þó er ekki mikill munur. • Flámæli: Flámælið lifir enn vestra, einkum flámæli á /i/. Það virðist þó frekar á undanhaldi en í sókn. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 42

Rit sem vísað er til Berko, Jean. 1958. The Child’s Learning of English Morphology.

Rit sem vísað er til Berko, Jean. 1958. The Child’s Learning of English Morphology. Word 14: 150‒ 177. Birna Arnbjörnsdóttir. 1989. Flámæli í vesturíslensku. Íslenskt mál 9: 23– 40. Birna Arnbjörnsdóttir. 2006. North American Icelandic. The Life of a Language. University of Manitoba Press, Winnipeg. Böðvar Guðmundsson. 2001– 2002. Bréf Vestur-Íslendinga 1– 2. Mál og menning, Reykjavík. Clausing, Stephen. 1984. Dialect preservation in American Icelandic: A methodological study. Word 35: 76– 87. Clausing, Stephen. 1986. English Influence on American German and American Icelandic. Peter Lang, Bern. Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon (ritstj. ). 2001. Burt — og meir en bæjarleið. Dagbækur og persónuleg skrif Vesturheimsfara á síðari hluta 19. aldar. Háskólaútgáfan, Reykjavík. Elma Óladóttir. 2013. Daisy stundum talar íslensku. Sagnfærsla í vesturíslensku. MA-ritgerð, Háskóla Íslands, Reykjavík. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 43

Rit sem vísað er til Gísli Sigurðsson. 2001. Um vesturíslensku. Alfræði íslenskrar tungu. Íslenskt

Rit sem vísað er til Gísli Sigurðsson. 2001. Um vesturíslensku. Alfræði íslenskrar tungu. Íslenskt margmiðlunarefni fyrir heimili og skóla. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Haraldur Bessason. 1967. A few specimens of North American Icelandic". Scandinavian Studies 39: 115– 147. Haraldur Bessason. 1984 a, b. Að rósta kjötið og klína upp húsið. Lesbók Morgunblaðsins 16. júní bls. 4 -5 og 23. júní bls. 11– 12. Höskuldur Þráinsson. 2015. Skrifaðu bæði skýrt og rétt. Fræðileg skrif, ritrýni og ritstjórn. Handbók og kennslubók. Málvísindastofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan. Höskuldur Þráinsson, Þórhallur Eyþórsson, Ásta Svavarsdóttir og Þórunn Blöndal. 2015. Fallmörkun. Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson og Einar Freyr Sigurðsson (ritstj. ): 2015. Tilbrigði í íslenskri setningagerð. II. Helstu niðurstöður. Tölfræðilegt yfirlit, bls. 33– 76. Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík. Iris Edda Nowenstein. 2014. Tilbrigði í frumlagsfalli á máltökuskeiði. Þágufallshneigð og innri breytileiki. MA-ritgerð, Háskóla Íslands, Reykjavík. Íslenskur söguatlas, 2. bindi. 1992. Frá 18. öld til fullveldis. Ritstj. Árni Daníel Júlíusson, Jón Ólafur Ísberg og Helgi Skúli Kjartansson. Iðunn, Reykjavík. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 44

Rit sem vísað er til Júníus H. Kristinsson. 1983. Vesturfaraskrá 1870– 1914. Sagnfræðistofnun Háskóla

Rit sem vísað er til Júníus H. Kristinsson. 1983. Vesturfaraskrá 1870– 1914. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík. Leitin að landinu góða. 2006. Bréf Ameríkufarans frá Mýri, Jónssonar, í Kanada heim til ættmenna og vina 1903– 1934. Úrval. Ritstj. Heimir Pálsson, Jón Aðalsteinn Hermannsson og Jón Erlendsson. Hólar, Reykjavík. Salbjörg Óskarsdóttir. 2008. Hann þótti gott í staupinu. Um breytingar á aukafallsfrumlögum í vesturíslensku samanborið við heimaíslensku. BAritgerð, Háskóla Íslands, Reykjavík. Sigríður Mjöll Björnsdóttir. 2014. “Hún er svo montin af að vera íslenskt. ” Fallmörkun og samræmi í vesturíslensku erfðarmáli. MA-ritgerð, Háskóla Íslands, Reykjavík. Sögur úr Vesturheimi. 2012. Úr söfninarleiðangri Hallfreðar Arnar Eiríkssonar og Olgu Maríu Franzdóttur um Kanada og Bandaríkin veturinn 1972– 1973. Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík. Úlfar Bragason (ritstj. ). 2005. Jón Halldórsson. Atriði ævi minnar. Bréf og greinar. Háskólaútgáfan, Reykjavík. Vilhjálmur Stefánsson. 1903. English Loan-Nouns Used in the Icelandic Colony of North Dakota. Dialect Notes 2: 354– 362. 6. apríl 2016 Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 45

Þeir sem einkum hafa unnið verkefnið Verkefnisstjórar: Höskuldur Þráinsson og Birna Arnbjörnsdóttir Helstu samstarfsmenn:

Þeir sem einkum hafa unnið verkefnið Verkefnisstjórar: Höskuldur Þráinsson og Birna Arnbjörnsdóttir Helstu samstarfsmenn: Ásta Svavarsdóttir, Daisy Neijmann, Kristján Árnason, Matthew Whelpton, Úlfar Bragason; Gísli Sigurðsson, Kristín M. Jóhannsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Nicole Dehé; Iris Edda Nowenstein, Sigríður Mjöll Björnsdóttir; Elma Óladóttir, Gísli Valgeirsson, Kristján Friðbjörn Sigurðsson, Katrín María Víðisdóttir, Margrét Lára Höskuldsdóttir, Melanie Adams, Sigrún Gunnarsdóttir, Tinna Frímann Jökulsdóttir, Valdís Valgeirsdóttir, Þórhalla G. Beck; Birna Bjarnadóttir, P. J. Buchan, Gunnar Ólafur Hansson, Jón Örn Jónsson. . . og svo allir þeir frábæru Vestur-Íslendingar sem greiddu götu okkar og ræddu við okkur. 6. apríl 2016 Stytta nærri Wynyard, Sask. Höskuldur Þráinsson - Félag íslenskra fræða 46